fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Matur

Vinsæl orðatiltæki gætu verið bönnuð svo veganistar móðgist ekki

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 18:00

Orðatiltæki sem innihalda tilvísanir í dýr gætu verið á undanhaldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinsæl, bresk orðatiltæki eins og „bringing home the bacon“, sem þýðir að þéna fé, sérstaklega fyrir fjölskylduna, og „flogging a dead horse“, sem táknar að eitthvað sé tímasóun, gætu verið bönnuð eða breytt til að forðast það að móðga grænkeri.

Shareena Hamza.

Þessu heldur Shareena Hamza hjá háskólanum í Swansea á Bretlandi fram, og segir að vinsældir veganisma gætu þýtt breytingar á enskri tungu.

„Kjöt er aftur og aftur efni í félagslegar og pólitískar umræður, þar á meðal um hvernig eftirspurn eftir kjöti stuðlar að loftslagsbreytingum og hnignun umhverfisins,“ skrifar Shareena á vefsíðuna The Conversation.

„Rannsóknir hafa sýnt fram á að kjötát hafi neikvæð áhrif á líkamann,“ bætir hún við. „Skáldskapur endurspeglar oft raunveruleikann og samfélagsleg mál og því má vel vera að kraftmiklum myndlíkingum sem innihalda kjöt verði hafnað. Þó það sé ólíklegt að við segjum að horft sé framhjá einhverjum eins og söxuðu káli þá er einhver breyting á tungumálinu óumflýjanleg,“ segir hún og vísar þar í orðatiltækið að horfa framhjá einhverjum eins og saxaðri lifur.

Fóðra tvo fugla með einni skonsu

Shareena segir að ólíklegt sé að þessi orðatiltæki hverfi algjörlega úr tungumálinu en að veganvænar útgáfur af þeim gætu haft meiri áhrif.

„Sú mynd sem dregin er upp í orðatiltækinu að drepa tvo fugla með einum stein verður kraftmeiri þegar notuð er dýravænni útgáfan: að fóðra tvo fugla með einni skonsu.“

Dýraverndunarsamtökin PETA hafa barist fyrir dýravænni orðatiltækjum í þónokkurn tíma og hafa búið til lista yfir breytingartillögur sem móðga ekki grænkera. Tillögur PETA má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa