fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Matur

Búin að léttast mikið á ketó mataræðinu: Rúmlega 260 sykurlausir dagar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 4. desember 2018 08:15

Sherri líður vel í eigin skinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leik- og sjónvarpskonan Sherri Shepherd er nýjasta stjarnan til að ná frábærum árangri á ketó mataræðinu, eða lágkolvetna mataræðinu svokallaða. Hún segir að sú ákvörðun að sleppa sykri hafi skipt mestu máli.

„Rúmlega 260 sykurlausir dagar. Ég get ekki byrjað að lýsa því hve dásamlega mér líður,“ skrifar Sherri við eina af myndunum sem hún birtir á Instagram.

Sherri hefur misst rúmlega ellefu kíló síðan hún byrjaði á lágkolvetna mataræðinu í mars og líður vel eftir lífsstílsbreytinguna.

„Þetta er ekki tískustraumur – líf mitt er að veði,“ skrifar Sherri.

View this post on Instagram

Getting it in!!! Over 260 days #sugarfree … can’t begin to describe how #amazing I feel. Energy, clarity of thought and mind. Focused … patient w my son. Hearing from God a lot more clearly. Present. I’ve done this slowly and steadily and since March I’ve come down over 25lbs. This is not a fad- it’s my life that is at stake. – It feels so good to feel #good #sherrishepherd #teamhealthy #ketodiva💋 #jesus #grateful (T-shirt – @ceochicks / camouflage jeans @centerstage_boutique / thigh hi boots @guess @macys) – (for great #keto mentors follow @blackketogirl & @keto365transformation – these two women are a wealth of information and have helped me tremendously do #ketogenic the #safe & #healthy way) #keepyoureyesontheprize and the #prize is my #life

A post shared by Sherri (@sherrieshepherd) on

Hún segist einnig vera orkumeiri eftir breytinguna og nær betur að einbeita sér. Sherri leyfir fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með ferlinu, en það var sonur hennar Jeffrey sem veitti henni innblástur til að breyta lifnaðarháttum sínum.

„Ég var að borða eitthvað sem ég átti ekki að gera og hann sagði: Mamma, ef ég dey, hver verður lífvörðurinn minn? Ég sagði: Hvað ertu að tala um? Þá sagði hann: Hver á eftir að hugsa um mig? Og þá sagði ég bókstaflega við sjálfa mig: Sherri, þú verður að breyta einhverju,“ sagði Sherri í þætti Wendy Williams í júlí síðastliðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 6 dögum

Halle Berry ljóstrar upp hvernig hún hefur náð að vera á ketó svona lengi

Halle Berry ljóstrar upp hvernig hún hefur náð að vera á ketó svona lengi
Matur
Fyrir 1 viku

Einfaldir réttir fyrir Eurovision sem henta öllum

Einfaldir réttir fyrir Eurovision sem henta öllum
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta eru hollustu bjórarnir sem þú getur drukkið

Þetta eru hollustu bjórarnir sem þú getur drukkið
Matur
Fyrir 1 viku

Eigandinn haltrandi í eldhúsinu: „Það hefur mikið gengið á í verksmiðjunni undanfarna daga“

Eigandinn haltrandi í eldhúsinu: „Það hefur mikið gengið á í verksmiðjunni undanfarna daga“
Matur
Fyrir 1 viku

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús
Matur
Fyrir 1 viku

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming