fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Matur

Búin að léttast mikið á ketó mataræðinu: Rúmlega 260 sykurlausir dagar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 4. desember 2018 08:15

Sherri líður vel í eigin skinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leik- og sjónvarpskonan Sherri Shepherd er nýjasta stjarnan til að ná frábærum árangri á ketó mataræðinu, eða lágkolvetna mataræðinu svokallaða. Hún segir að sú ákvörðun að sleppa sykri hafi skipt mestu máli.

https://www.instagram.com/p/Bq5QWiDlstp/

„Rúmlega 260 sykurlausir dagar. Ég get ekki byrjað að lýsa því hve dásamlega mér líður,“ skrifar Sherri við eina af myndunum sem hún birtir á Instagram.

Sherri hefur misst rúmlega ellefu kíló síðan hún byrjaði á lágkolvetna mataræðinu í mars og líður vel eftir lífsstílsbreytinguna.

„Þetta er ekki tískustraumur – líf mitt er að veði,“ skrifar Sherri.

https://www.instagram.com/p/Bq1VjCBFZZ3/

Hún segist einnig vera orkumeiri eftir breytinguna og nær betur að einbeita sér. Sherri leyfir fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með ferlinu, en það var sonur hennar Jeffrey sem veitti henni innblástur til að breyta lifnaðarháttum sínum.

„Ég var að borða eitthvað sem ég átti ekki að gera og hann sagði: Mamma, ef ég dey, hver verður lífvörðurinn minn? Ég sagði: Hvað ertu að tala um? Þá sagði hann: Hver á eftir að hugsa um mig? Og þá sagði ég bókstaflega við sjálfa mig: Sherri, þú verður að breyta einhverju,“ sagði Sherri í þætti Wendy Williams í júlí síðastliðnum.

https://www.instagram.com/p/Bp1Am13FfqZ/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa