fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Matur

Vinsælasta uppskrift ársins: Þegar að Jóhannes Haukur hitti glútenkónginn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 31. desember 2018 09:00

Jóhannes Haukur er matgæðingur mikill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enginn annar en stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson sem á vinsælustu uppskrift ársins á matarvef DV. Uppskriftin er ekki ýkja flókin, enda oft einfaldleikinn bestur í eldhúsinu, en téð uppskrift kemur úr smiðju æskufélaga Jóhannesar, bakarans og konditormeistarans Sigurðar Elvars Baldvinssonar.

Þeir Jóhannes og Sigurður hittust í nóvember á þessu ári og leikarinn fann sig knúinn til að spyrja bakarann spjörunum úr.

„Það er ekki á hverjum degi sem maður rekst á ríkjandi Norðurlandameistara í bakstri og konditormeistara. En þegar einn slíkur er æskuvinur manns þá eykur það á líkurnar. Ég sum sé hitti áðurnefndan glútenkóng, sem í daglegu tali kallast Sigurdur E. Baldvinsson, einmitt í dag,“ skrifaði Jóhannes á Facebook og bað vin sinn um gott ráð þegar kemur að eftirréttum.

„Hann benti mér á að fjúsa hvítu súkkulaði saman við þeytta rjómann til að gera hann extra bragðgóðan. Þvílíkt konsept! Rjómi með innbyggðu hvítu súkkulaði. Hann gaf mér nákvæmar leiðbeiningar og ég fór í málið med det samme.“

Hér á eftir fylgir uppskrift að þessum dásemdarrjóma sem glútenkóngurinn gaf leikaranum, sögð með einstökum frásagnarstíl þess síðarnefnda.

Það er mjög mikilvægt að setja plastfilmu yfir rjómann.

Rjómi með hvítu súkkulaði

Hráefni:

200 ml af rjóma
50 g hvítt súkkulaði (þorði ekki annað en að kaupa þetta með danska fánanum af því að Siggi býr og starfar þar)

Aðferð:

Svo hitar maður rjóman þar til hann er aaaaalveg við það að sjóða. Þá kippir maður pottinum af og skellir súkkulaðinu ofaní. Hrærir í þar til sjokkolaðeð er bráðnað. Þá setur maður þetta í skál og filmu yfir. Svo kemur annar meistara díteill. Setja filmuna þannig yfir að hún snerti yfirborð rjómans. Þá kemur engin skán! ENGIN SKÁN! Þetta þarf svo að standa í kæli þar til næsta dag og þá bara þeytir maður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

James Corden skoraði Gordon Ramsay á hólm – Endaði með ósköpum – Myndband

James Corden skoraði Gordon Ramsay á hólm – Endaði með ósköpum – Myndband
Matur
Fyrir 3 dögum

Breskir lávarðar elska Garðar: „Aldrei fengið önnur eins viðbrögð og þakklæti“

Breskir lávarðar elska Garðar: „Aldrei fengið önnur eins viðbrögð og þakklæti“
Matur
Fyrir 4 dögum

Maturinn sem ofurfyrirsætan Chrissy Teigen þolir ekki: Uppljóstrunin kom fólki í uppnám

Maturinn sem ofurfyrirsætan Chrissy Teigen þolir ekki: Uppljóstrunin kom fólki í uppnám
Matur
Fyrir 5 dögum

Svona nær Jenna Jameson árangri á ketó: „Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á þetta!“

Svona nær Jenna Jameson árangri á ketó: „Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á þetta!“
Matur
Fyrir 6 dögum

Vikumatseðill fyrir þá sem nenna ekki að elda

Vikumatseðill fyrir þá sem nenna ekki að elda
Matur
Fyrir 6 dögum

Einstakur hamborgari veldur íslenskum matgæðingum ama: „Þvílíkur vibbi“

Einstakur hamborgari veldur íslenskum matgæðingum ama: „Þvílíkur vibbi“