fbpx
Miðvikudagur 15.júlí 2020
Matur

Matseðill vikunnar: Fimm einfaldir réttir – Lax, Risotto og Teriyaki kjúklingur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 3. desember 2018 13:00

Girnilegur vikumatseðill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist óheyrilega í jólin og margir farnir að undirbúa jólamatinn sem er alltaf mjög sérstakur. Því léttum við ykkur lífið með matseðli vikunnar sem inniheldur fjölbreyttar og einfaldar uppskriftir sem nýtast vel í jólaösinni.

Mánudagur – Ítalskur lax

Uppskrift af Delish

Hráefni:

2 msk. ólífuolía
4 laxaflök
salt og pipar
3 msk. smjör
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1½ bolli kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
2 bollar spínat
½ bolli rjómi
¼ bolli rifinn parmesan ostur
¼ bolli ferskar kryddjurtir, saxaðar (svo sem basil og steinselja)
sítrónubátar (má sleppa)

Aðferð:

Hitið olíuna í stórri pönnu yfir meðalhita. Saltið og piprið laxinn og setjið hann síðan á pönnuna með roðið upp. Steikið í 6 mínútur, snúið við og steikið í 2 mínútur til viðbótar. Setjið á disk. Lækkið hitann og bræðið smjör á pönnunni. Setjið hvítlauk út í og steikið í 1 mínútur. Bætið tómötum saman við og saltið og piprið. Eldið þar til tómatarnir byrja að springa og bætið spínatinu við. Eldið þar til spínatið byrjar að minnka um sig. Hrærið rjóma, parmesan og kryddjurtum saman við og náið upp suðu. Lækkið hitann og látið malla í um 3 mínútur. Setjið laxaflökin aftur í pönnuna og notið skeið til að hella sósunni yfir laxinn. Látið malla í 3 mínútur til viðbótar. Skreytið með meira af kryddjurtum og kreistið sítrónusafa yfir fiskinn áður en hann er borinn fram.

Ítalskur lax.

Þriðjudagur – Einfalt sveppapasta

Uppskrift af Sip and Feast

Hráefni:

450 g sveppir að eigin vali
450 g pasta að eigin vali
1 bolli rifinn parmesan ostur
1 bolli rjómi
10 hvítlauksgeirar, grófsaxaðir
2 msk. ólífuolía
1 tsk. salt
1 tsk. pipar
½ bolli fersk steinselja, söxuð
2 bollar pasta vatn

Aðferð:

Þvoið sveppina og skerið. Sjóðið pastað einni mínútu styttra en stendur á pakkanum. Hitið olíu yfir meðalhita og snöggsteikið hvítlaukinn í 1 mínútu. Bætið sveppum saman við og hækkið hitann. Steikið í nokkrar mínútur til að þeir brúnist vel. Takið 2 bolla af pastavatninu og setjið til hliðar þegar pastað er soðið. Bætið salti, pipar og 1 bolla af pastavatni við sveppablönduna og eldið í 1 mínútu. Lækkið hitann og bætið rjóma og parmesan út í. Hrærið vel saman. Bætið pastanu við sósuna og blandið öllu vel saman. Smakkið sósuna til og bætið steinselju út í. Ef sósan er of þunn er hægt að bæta meira pastavatni saman við.

Sveppapasta.

Miðvikudagur – Súpa með blómkáli og beikoni

Uppskrift af Delish

Hráefni:

4 beikonsneiðar, skornar í meðalstóra bita
1 meðalstór laukur, saxaður
2 meðalstórar gulrætur, saxaðar
2 sellerístilkar, saxaðir
salt og pipar
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 msk. hveiti
2 timjangreinar, saxaðar
1 blómkálshaus, skorinn í bita
950 ml grænmetissoð
1 bolli mjólk

Aðferð:

Takið til stóran pott og setjið hann á hellu yfir meðalhita. Steikið beikonið þar til það er stökkt. Færið það á pappírsþurrku til að þerra fituna. Setjið lauk, gulrætur og sellerí í pottinn og saltið og piprið. Eldið þar til grænmetið er mjúkt, eða í um 5 mínútur. Bætið hvítlauk út í og eldið í 1 mínútu. Hrærið hveiti saman við og eldið í 2 mínútur til viðbótar. Bætið timjan og blómkáli saman við. Hellið soði og mjólk saman við og náið upp suðu. Lækkið hitann og látið malla þar til blómkálið er mjúkt, eða í um 15 mínútur. Saltið og piprið. Skreytið með beikoni og berið fram. Þeir sem vilja gera réttinn grænmetisætuvænann skipta beikoni út fyrir 2 matskeiðar af ólífuolíu.

Súpa með beikoni og blómkáli.

Fimmtudagur – Teriyaki kjúklingur

Uppskrift af Curry Trail

Hráefni:

2 kjúklingabringur
10-12 litlar kartöflur
1/3 bolli litlar gulrætur
1 lítill brokkolíhaus
1 bolli kúrbítur, skorinn í sneiðar
3 msk ólífuolía
salt og pipar eftir smekk

Teriyaki-sósa – Hráefni:

½ bolli sojasósa
½ bolli púðursykur
¼ bolli hrísgrjónaedik
¼ bolli sweet chili-sósa
2 msk. sriracha-sósa (má sleppa)
1 tsk. pipar
½ tsk. salt
1 msk. hvítlaukur, smátt saxaður
1 msk. engifer, smátt saxað

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum í sósuna vel saman og setjið til hliðar. Hitið ofninn í 200°C. Smyrjið ofnskúffu með ólífuolíu. Setjið kartöflur í skúffuna, saltið og piprið og bakið í 10 mínútur. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt. Bætið restinni af grænmetinu í skúffuna sem og kjúklingnum, en auðvitað er hægt að nota hvaða grænmeti sem er. Penslið teriyaki-sósunni á báðar hliðar kjúklingsins og drissið smá sósu yfir grænmetið. Blandið saman svo allt í skúffunni fái smá sósu. Setjið í ofn og bakið í 15 mínútur til viðbótar, eða þar til kjúklingur er eldaður. Drissið restinni af sósunni yfir kjúklinginn og grænmetið og berið fram.

Teriyaki-kjúklingur.

Föstudagur – Aspas Risotto

Uppskrift að Travel Cook Tell

Hráefni:

1½ bolli Arborio-hrísgrjón (risotto hrísgrjón)
3 bollar kjúklingasoð
¼ bolli þurrt hvítvín
1 aspas búnt (geymið 6 aspasstöngla til að bera fram með – skerið restina í bita)
1 lítill laukur, saxaður
2 msk. smjör
½ bolli rifinn parmesan ostur
2 msk. ólífuolía
salt og pipar
meiri rifinn parmesan ostur til að bera fram með

Hráefni:

Grillið 6 aspasstöngla með salti og ólífuolíu. Hitið ólífuolíu í stórri pönnu. Bætið lauk saman við og eldið þar til laukurinn byrjar að mýkjast. Bætið hrísgrjónum saman við, víni og ½ bolla af kjúklingasoði. Hrærið stanslaust í blöndunni og bætið smátt og smátt restinni af soðinu saman við. Haldið áfram að hræra og bætið aspas saman við þegar helmingurinn af soðinu er kominn í pönnuna. Munið að hræra. Ef að soðið dugir ekki til að elda hrísgrjónin má bæta heitu vatni saman við. Þegar hrísgrjónin eru næstum því tilbúin er smjöri og parmesan osti bætt saman við. Saltið og piprið eftir smekk. Haldið áfram að hræra vel. Berið fram með parmesan osti og grilluðum aspas.

Aspas Risotto.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
Fyrir 2 vikum

Græddi fjórar milljón krónur fyrir að neita henni um afgreiðslu

Græddi fjórar milljón krónur fyrir að neita henni um afgreiðslu
Matur
Fyrir 2 vikum

Furðulegustu veitingastaðir í heimi – Ræður hvort þú klæðist fötum

Furðulegustu veitingastaðir í heimi – Ræður hvort þú klæðist fötum
Matur
14.06.2020

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“
Matur
13.06.2020

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi
Matur
05.06.2020

Girnilegar ostakökur á korteri

Girnilegar ostakökur á korteri
Matur
03.06.2020

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði
Matur
30.05.2020

Vanillu-muffins með bláberjum sem börnin elska

Vanillu-muffins með bláberjum sem börnin elska
Matur
27.05.2020

Fitness áhrifavaldur útskýrir muninn á þessum tveimur myndum

Fitness áhrifavaldur útskýrir muninn á þessum tveimur myndum