fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Matur

Bjó til blóðmör úr sínu eigin blóði: „Allt í einu leit stofan mín út eins og skurðstofa“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 3. desember 2018 14:30

Gwen notaði internetið til að hjálpa sér að búa til blóðmör.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég sagði fólki að ég ætlaði að búa til blóðmör úr mínu eigin blóði titruðu nasavængir þess líkt og það hefði fundið lykt af einhverju hræðilegu. Nokkurn veginn allir sem ég talaði við sögðu: Fjandinn, það er ógeðslegt.“

Á þessa leið hefst pistill hollensku konunnar Gwen van der Zwan sem upprunalega birtist á síðunni Motherboard Netherlands. Í pistlinum fer hún yfir hvernig hún bjó til blóðmör úr sínu eigin blóði. Við vörum við myndum sem fylgja þessari grein.

Af hverju er mín hugmynd svona viðbjóðsleg?

„Ógeðslegt? Fyrir mér er ógeðslegt þegar svín eða kú er slátrað. Blóðið mitt inniheldur mikið af sömu næringarefnum – járn, vítamín og steinefni – og svínablóðið sem notað er til að búa til blóðmör, en uppátæki mitt skaðar aðeins mig, ekki dýrin. Ég var áhugasöm að sjá hvað myndi gerast í þessu ferli. Mig langaði að vita hvernig mér liði en líka hvernig aðrir myndu bregðast við. Af hverju er mín hugmynd svona viðbjóðsleg en ekki þegar um svínablóð er að ræða?“ skrifar Gwen, en við á Íslandi erum vanari því að blóðmör sé unnin úr lambablóði svo því sé haldið til haga.

Blóðpokinn fyllist.

Hvað segir mamma?

Fyrsta sem Gwen þurfti að gera var að verða sér út um tæki og tól til að taka sitt eigið blóð. Það tók hana fimm mínútur að finna vefsíðu sem seldi allt sem til þurfti. Hún pantaði sex hundruð nálar og blóðpoka sem voru sendir heim til hennar daginn eftir.

„Allt í einu leit stofan mín út eins og skurðstofa,“ skrifar Gwen. Í framhaldinu horfði hún á nokkur YouTube myndbönd og spurði vonbiðla á stefnumótasíðu hvernig hún ætti að taka sitt eigið blóð, þar sem nokkrir af vonbiðlunum sögðust vera læknar. Nokkrum dögum síðar hófst hún handa.

„Á meðan blóðpokinn fylltist hægt af hálfum lítra af blóði (sem er sama magn og maður gefur í blóðbanka) starði ég fjarlæg inn í tómið. Hvað myndi mamma mín hugsa ef hún sæi mig sitjandi í stofunni svona? Ég velti þessu fyrir mér. Hvað með grunnskólakennarana mína?“

Spjölluðu um ástarlífið við blóðmörsgerð

Blóðug eldamennska.

Þegar að pokinn var orðinn fullur af blóði missti Gwen eitthvað af mætti í handleggnum. Reynsluleysið sagði síðan til sín þegar hún fjarlægði nálina með hraði og blóð sprautaðist á stofugólfið. Því næst kom vinkona hennar Fayette í heimsókn, en hún ætlaði að hjálpa með eldamennskuna þar sem hún er mikill sérfræðingur um blóðmör.

„Ég tók öll hráefnin til og ég og Fayette spjölluðum um ástarlífið okkar á meðan við blönduðum linsubaunum, tómatpúrru, sojasósu og kryddjurtum saman til að búa til safaríka súrinamíska fyllingu. Og síðan helltu við viljandi, en varlega, næstum því öllu blóðinu saman við. Við mótuðum pylsur úr deiginu og tróðum þeim í ofninn minn frá tíunda áratug síðustu aldar. Í fyrsta sinn skildi ég það þegar fólk segir að eldamennska gefi því tilfinningu að það hafi afrekað eitthvað. Á meðan blóðmörin sem ég bjó til með mínu eigin blóði, svita og tárum eldaðist í ofninum þrifum við Fayette eldhúsið. Á þessum tímapunkti leit það út eins og sláturhús,“ segir Gwen.

Fallegur diskur.

Þó margir hefðu sýnt því áhuga að smakka blóðmörina átti Gwen ekki nóg fyrir alla og bauð bara einum vini sínum í mat.

„Eftir að ég tók pylsurnar úr ofninum gerði ég tvo, fallega diska tilbúna. Punkturinn yfir i-ið var svo blóðið sem var afgangs sem ég hellti yfir réttinn. Ég kveikti á kertum og við settumst. Við vorum tilbúin til að borða. Við skárum hamingjusöm í pylsurnar og borðuðum þær eins og við værum dómarar í matreiðsluþætti. Áferðin var mjög góð og pylsan var fullkomlega krydduð. Því miður setti ég aðeins of mikið af sojasósunni þannig að pylsan var sölt. Samt sem áður var þetta vel af sér vikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Veitingahúsaveldi Jamie Oliver riðar til falls – Jamie‘s Italian tekið til gjaldþrotaskipta: „Ég er virkilega leiður“

Veitingahúsaveldi Jamie Oliver riðar til falls – Jamie‘s Italian tekið til gjaldþrotaskipta: „Ég er virkilega leiður“
Matur
Fyrir 4 dögum

Baksturinn verður leikur einn ef þú fylgir þessu eina einfalda ráði

Baksturinn verður leikur einn ef þú fylgir þessu eina einfalda ráði
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum
Matur
Fyrir 1 viku

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“