fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Öðruvísi og einfaldir forréttir um áramótin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 29. desember 2018 09:30

Geggjaðar hugmyndir fyrir áramótateitið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa það sama í matinn ár eftir ár á áramótunum en það er um að gera að leika sér með eitthvað nýtt á einu stærsta kvöldi ársins. Auðveldast er að byrja á að brydda upp á nýjungum í forrétt og hér eru nokkrar hugmyndir. Munið bara að æfa ykkur fyrir stóra daginn svo ekkert fari úrskeiðis.

Sætir og saltir fetabitar

Hráefni:

fetaostur (helst heill klumpur sem skorinn er niður í teninga)
hunang
pistasíuhnetur, smátt saxaðar

Aðferð:

Stingið tannstöngli í hvern fetatening. Dýfið fetateningunum í hunang og látið renna af þeim hunangið. Veltið þeim strax í muldar pistasíuhneturnar.

Fetabitar.

Sveppa- og spínatkrans

Hráefni:

2 msk. olía
2 hvítlauksgeirar, stórir
1 lítill rauðlaukur, smátt saxaður
285 g spínat
225 g sveppir, smátt saxaðir
½ tsk. svartur pipar
¾ tsk. ítalskt krydd
½ tsk. reykt paprikukrydd
½ tsk. cayenne-pipar
¼ bolli ferskt kóríander, saxað
½ bolli ricotta-ostur (eða kotasæla)
¼ bolli rifinn parmesanostur og hefðbundinn ostur
450 g smjördeig
salt eftir smekk

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C og klæðið ofnplötu með smjörpappír. Hitið 2 matskeiðar af olíu í pönnu yfir meðalhita. Steikið hvítlaukinn og laukinn í 2 mínútur. Bætið sveppum saman við og hrærið. Kryddið með salti, pipar, ¼ teskeið af reyktri papriku og ¼ teskeið af cayenne-pipar. Eldið í 3 til 4 mínútur, eða þar til safinn gufar upp. Bætið spínati saman við og eldið í 2 til 3 mínútur. Setjið blönduna í skál og blandið ricotta-osti, parmesan, osti, ítölsku kryddi, restinni af cayenne-pipar og restinni af reyktu paprikunni saman við. Smakkið til. Bætið kóríander saman við og blandið vel saman. Fletjið út smjördeigið og dreifið úr blöndunni á annan helming deigsins. Lokið því síðan og búið til rúllu sem síðan verður hringur. Klippið í deigið hér og þar til að fyllingin skíni í gegn. Bakið í 20 til 25 mínútur og leyfið að hvíla í nokkrar mínútur áður en brauðið er borið fram.

Sveppa- og spínatkrans.

Brie og trönuberjalostæti

Hráefni:

225 g smjördeig
225 g brie-ostur
½ bolli trönuberjasulta
¼ bolli pekanhnetur, saxaðar
6 rósmaríngreinar, saxaðar
bökunarsprey
hveiti

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C og spreyið bökunarspreyinu í hólfin á múffupönnu. Fletjið smjördeigið út og notið til þess hveiti. Skerið í 24 ferhyrninga og setjið einn ferhyrning í hvert hólf á múffupönnunni. Skerið brie-ostinn í 24 bita og setjið einn bita í hvern ferhyrning. Setjið síðan smá trönuberjasultu yfir, pekanhnetur og rósmarín. Bakið í 15 mínútur, eða þar til deigið er gullinbrúnt.

Brie og trönuberjalostæti.

Ómótstæðilegir ostaboltar

Hráefni:

8 beikonsneiðar
225 g mjúkur rjómaostur
1 bolli rifinn cheddar-ostur
1 msk. hvítlaukskrydd
1 tsk. paprikukrydd
salt og pipar
1/3 bolli graslaukur, saxaður
1/3 bolli pekanhnetur, smátt saxaðar
18 saltstangir

Aðferð:

Steikið beikonið í um 8 mínútur eða þar til það er stökkt. Þerrið það á pappírsþurrku. Blandið rjómaosti, cheddar, hvítlaukskryddi, paprikukryddi, salti og pipar saman í skál og búið til átján kúlur úr blöndunni. Raðið á bakka og kælið í ísskáp í 1 klukkustund. Saxið beikonið og blandið því saman við graslauk og pekanhnetur. Rúllið kúlunum upp úr beikonblöndunni og stingið saltstöng í hverja kúlu.

Ostaboltar.

Sætkartöfludúllur

Hráefni:

3–4 meðalstórar sætar kartöflur, skornar í sneiðar
2 msk. smjör, brætt
1 tsk. hlynsíróp
salt
1 poki sykurpúðar (hefðbundin stærð)
½ bolli pekanhnetur

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Blandið sætum kartöflum við smjör og síróp og raðið sneiðunum í einfalda röð á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Saltið. Bakið í um 20 mínútur en snúið sneiðunum við eftir tíu mínútur. Takið úr ofninum og stillið hann á grillstillingu. Setjið einn sykurpúða ofan á hverja kartöflu og grillið þar til hann hefur bráðnað. Setjið strax eina pekanhnetu ofan á hvern sykurpúða og berið fram strax.

Sæt kartöflu dúllur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa