fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
Matur

Komdu með í gamlárspartí: Hlaupskot með kampavíni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 29. desember 2018 19:00

Sannkallaður partídrykkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru einhverjir farnir að skipuleggja teiti á gamlárs og þá er um að gera að búa til hlaupskot með kampavíni. Gerist ekki partívænna!

Hlaupskot með kampavíni

Hráefni:

300 ml heitt vatn
55 g sykur
500 ml kampavín eða freyðivín
4 matarlímsblöð
150 g hindber (eða ber/ávöxtur að eigin vali)

Aðferð:

Setjið vatn og sykur í lítinn pott og hitið yfir lágum eða meðalhita. Hrærið til að leysa upp sykurinn og hækkið síðan hitann. Náið upp suðu, lækkið hitann og látið malla í fimm mínútur. Takið pottinn af hellunni. Hellið kampavíninu í stóra skál sem þolir hita og bætið matarlími út í. Setjið til hliðar í um fimm mínútur, eða þar til blöðin eru mjúk. Takið blöðin úr víninu og kreistið eins mikið af vökva úr og hægt er. Bætið blöðunum síðan í sykursírópið og þeytið vel þar til matarlímið hefur leysts upp. Hellið sírópinu síðan í skálina með kampavíninu og hrærið. Leyfið þessu að kólna við stofuhita og setjið síðan inn í ísskáp í um klukkustund. Hrærið hindberjum saman við um leið og hlaupið byrjar að þykkna. Deilið hlaupinu í sex glös, eða fleiri minni glös, og hyljið glösin með plastfilmu. Geymið í ísskáp í fjóra til sex tíma og berið svo fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis