fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Matur

Kampavín í aðalhlutverki: Fimm frábærir kokteilar á áramótum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 28. desember 2018 16:00

Komdu með mér í gamlárspartí.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú styttist í áramótin og margir sem ætla að skála í kampavíni þegar að nýja árið gengur í garð. Hér eru fimm hugmyndir að kokteilum þar sem kampavín er í aðalhlutverki.

Kampavínsmargaríta

Hráefni:

½ bolli ferskur súraldinsafi
1 bolli silfur tequila
½ bolli appelsínusafi
1 kampavínsflaska
súraldinsneiðar, til að skreyta
salt, fyrir glasabarmana

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum, nema sneiðum og salti, vel saman í stórri könnu. Vætið glasabarmana með súraldinsneiðunum og dýfið þeim síðan í gróft salt. Deilið drykknum í glösin og skreytið með súraldinsneiðum.

Kampavínsmargaríta.

Bláa bomban

Hráefni:

1 bolli vodka
1 bolli kampavín
½ bolli blátt Curacao
½ bolli límonaði
3 bollar ísmolar, muldir
sítrónusneiðar
strásykur

Aðferð:

Blandið vodka, kampavíni, Curacao, límonaði og ísmolum saman í blandara. Vætið glasabarmana með sítrónusneiðunum og dýfið þeim síðan í sykur. Deilið drykknum á milli glasa og njótið.

Bláa bomban.

Partímúlasni

Hráefni:

60 ml vodka
60 ml ferskur súraldinsafi
120 ml engiferbjór
kampavín eða freyðivín
súraldinsneiðar
mynta

Aðferð:

Deilið vodka og súraldinsafa á milli tveggja glasa og blandið saman. Hellið síðan engiferbjórnum jafnt á milli. Fyllið með kampavíni eða freyðivíni og skreytið með súraldinsneiðum og myntu.

Partímúlasni.

Mímósamargaríta

Hráefni:

2 bollar appelsínusafi
½ bolli tequila
¼ bolli súraldinsafi
súraldinsneiðar
gróft salt
1 kampavínsflaska
appelsínusneiðar

Aðferð:

Blandið appelsínusafa, tequila og súraldinsafa saman í könnu og hrærið vel. Vætið glasabarmana með súraldinsneiðunum og dýfið þeim síðan í gróft salt. Hellið drykknum í glös og fyllið glösin með kampavíni. Skreytið glösin með appelsínu- og súraldinsneiðum.

Mímósamargaríta.

Hafmeyjumímósa

Hráefni:

300 ml melónulíkjör
1 l ananassafi
1 kampavínsflaska
300 ml blár Curacao
1 súraldin

Aðferð:

Hellið 30 millilítrum af melónulíkjör í hvert glas. Fyllið glasið næstum því með ananassafa og fyllið það alveg með kampavíni. Skreytið með smá Curacao og súraldinsneiðum.

Hafmeyjumímósa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

James Corden skoraði Gordon Ramsay á hólm – Endaði með ósköpum – Myndband

James Corden skoraði Gordon Ramsay á hólm – Endaði með ósköpum – Myndband
Matur
Fyrir 3 dögum

Breskir lávarðar elska Garðar: „Aldrei fengið önnur eins viðbrögð og þakklæti“

Breskir lávarðar elska Garðar: „Aldrei fengið önnur eins viðbrögð og þakklæti“
Matur
Fyrir 4 dögum

Maturinn sem ofurfyrirsætan Chrissy Teigen þolir ekki: Uppljóstrunin kom fólki í uppnám

Maturinn sem ofurfyrirsætan Chrissy Teigen þolir ekki: Uppljóstrunin kom fólki í uppnám
Matur
Fyrir 5 dögum

Svona nær Jenna Jameson árangri á ketó: „Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á þetta!“

Svona nær Jenna Jameson árangri á ketó: „Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á þetta!“
Matur
Fyrir 6 dögum

Vikumatseðill fyrir þá sem nenna ekki að elda

Vikumatseðill fyrir þá sem nenna ekki að elda
Matur
Fyrir 6 dögum

Einstakur hamborgari veldur íslenskum matgæðingum ama: „Þvílíkur vibbi“

Einstakur hamborgari veldur íslenskum matgæðingum ama: „Þvílíkur vibbi“