fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Sum matvæli geymast árum saman: Dagsetningin segir ekki allt

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. desember 2018 11:00

Skyldulesning!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin svokallaða „best fyrir“-dagsetning á matvælum er alls ekki heilög og oft er í góðu lagi með mat þótt liðinn sé langur tími frá síðasta söludegi. Vissulega eru sum matvæli viðkvæmari en önnur og bera þess fljótt merki að þeim þurfi að henda fljótlega eftir „best fyrir“-dagsetningu eða síðasta söludag. Mjólk, ostur og kjötvörur eru gott dæmi um slík matvæli.

En hvað með allan pakkamatinn og niðursuðuvörurnar sem leynast djúpt inni í skápunum? Eða sósuflaskan sem er búin að vera innst inni í ísskápnum frá því að þú manst eftir þér?

Ef marka má samantekt fréttamiðilsins Time, sem fékk sérfræðinga og matvælaframleiðendur með sér í lið, þá má jafnvel geyma matvæli í nokkur ár eftir „best fyrir“-dagsetninguna. Oft er best að nota almenna skynsemi til að meta hvort í lagi er með matinn eða ekki.

En vert er þó að hafa í huga að til þess að matvæli geymist þarf auðvitað að nota réttar geymsluaðferðir. Yfirleitt er mælt með dimmum og þurrum stöðum fyrir óopnaðan þurrmat og niðursuðuvörur, en eftir opnun geymast matvælin best í ísskáp.

Bjór

Það er líklega ekki oft sem bjór nær því að fara fram yfir síðasta söludag áður en hann er drukkinn, en ef slíkt gerist þá ætti að vera í góðu lagi með hann í allt að fjóra mánuði.

Púðursykur

Flestir kannast við að púðursykurinn verði grjótharður ef það það gleymist að loka pokanum. Og þá er honum yfirleitt hent. En ef púðursykur er geymdur í loftþéttum poka á þurrum og svölum stað geymist hann ansi lengi. Best er að nota almenna skynsemi til að meta hvort það sé í lagi með hann.

Venjulegt mjólkursúkkulaði

Það gerist eflaust ekki á mörgum heimilum að súkkulaði fari fram yfir síðasta söludag, en það ætti engu að síður að vera í góðu lagi með það allt upp undir ár frá framleiðsludegi. Framleiðsludagurinn er reyndar ekki alltaf gefinn upp á umbúðum, en þá kemur almenn skynsemi að góðum notum.

Malað kaffi

Kaffi geymist í allt að tvö ár í óopnuðum umbúðum, á svölum og þurrum stað. Hafi umbúðirnar verið opnaðar geymist það í um mánuð í ísskáp.

Pasta

Það kemur líklega ekki mörgum á óvart, en pasta geymist í um það bil ár eftir „best fyrir“-dagsetninguna.

Frosnir réttir

Tilbúnir frosnir réttir hafa ansi langan endingartíma. En það er talað um að óhætt sé að neyta flestrar slíkrar fæðu 12 til 18 mánuðum eftir síðasta söludag.

Frosið grænmeti

Óopnaðir pokar af frosnu grænmeti geymast í allt að tvö ár eftir síðasta söludag. Hafi pokarnir hins vegar verið opnaðir er geymslutíminn ekki nema um mánuður.

Tómatsósa

Óupptekin flaska af tómatsósu geymist í um ár eftir síðasta söludag, en eftir þann tíma fer líklega bæði bragð og litur að dofna. Það ætti samt að vera óhætt að neyta hennar. Opnuð flaska geymist hins vegar í um fjóra til sex mánuði.

Majónes í krukku

Óopnuð krukka af majónesi geymist mjög lengi, en bragðgæðin minnka með tímanum.
Opin krukka geymist í tvo til þrjá mánuði.

Sinnep

Sinnep geymist í allt að tvö ár eftir síðasta söludag. Eftir þann tíma fer bæði bragð og litur að dofna, en það ætti hins vegar að vera óhætt að borða það.

Ólífuolía

Olían geymist í tvö ár frá framleiðsludegi, en eftir það fara bragðgæði að dofna. Það er hins vegar alveg óhætt að nota hana til matreiðslu eftir þann tíma.

Hrísgrjón

Líkt og önnur þurrvara geymast hrísgrjón ansi lengi. Það ætti að vera í lagi að borða þau allt að tveimur árum eftir síðasta neysludag.

Salatsósa

Það ætti að vera í góðu lagi að nota salatsósuna sem er búin að standa innst í skápnum í heilt ár. Hafi sósuflaskan hins vegar verið opnuð geymist hún ekki nema í níu mánuði í ísskáp.

Tabasco-sósa

Sterka sósan í litlu flöskunum sem allir þekkja. Flestir eiga eina slíka í ísskápnum og það minnkar hægt í flöskunni, enda yfirleitt lítið notað af sósunni í einu. Það er þó óþarfi að henda flöskunni þó hún hafi verið í ísskápshurðinni árum saman. Tabasco-sósan geymist nefnilega í allt að fimm ár eftir síðasta söludag, á köldum og þurrum stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa