fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Matur

Svona á að leggja á borð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 2. desember 2018 19:00

Gaman er að leggja fallega á borð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gaman að dekka veisluborð og njóta veitinga með góðum vinum og fjölskyldum. Sumir vilja hafa allt pottþétt og því um að gera að fylgja leiðbeiningum hjá Leiðbeiningastöð heimilanna um hvernig eigi að leggja á borð.

Diskar

Diskur fyrir aðalrétt er hafður sem miðpunktur og lagður ca 1 cm frá borðbrún.

Ofan á hann er lögð milliservíetta ef vill og forrétta- eða súpudiskur þar ofan á.

Til vinstri er lagður hliðardiskur fyrir brauð eða salat og þar fyrir ofan diskur eða skál fyrir bein og annað, ef vill.

Ef notaðir eru millidiskar er diskur fyrir aðalrétt ekki lagður á borðið fyrr en búið er að snæða forrétt og fjarlægja millidisk.

Diskur fyrir aðalrétt er lagður ca 1 cm frá borðbrún.

Hnífapör

Hnífapör, gafflar vinstra megin og hnífar hægra megin. Tegundir og fjöldi fer eftir því hve margir réttir eru í boði. Meginreglan er sú að byrjað er að nota þau sem liggja yst og svo í röð í átt að diski: Hnífur fyrir forrétt hægra megin fjær diski.

Hnífur fyrir aðalrétt hægra megin næst diski.

Hnífur fyrir brauð er gjarnan lagður á hliðardisk til vinstri.

Hnífsegg skal alltaf snúa að diski.

Súpuskeið er höfð lengst til hægri ef boðið er upp á súpu sem forrétt.

Gaffall fyrir forrétt fjær diski, vinstra megin.

Gaffall fyrir aðalrétt næst diski vinstra megin.

Skeið/gaffall fyrir eftirrétt eru lögð ofan við disk.

Stundum er vatnsglas haft ofarlega til vinstri.

Önnur áhöld og skreytingar

Glös frá hægri til vinstri: glas fyrir vatn, glas fyrir forrétt, glas fyrir aðalrétt, glas fyrir eftirrétt.

Stundum er vatnsglas haft ofarlega til vinstri.

Nafnspjald ef við á, er oftast fyrir miðju aftan við glös eða aðeins til hægri.

Söngtextar og matseðill eru oft lagðir á hliðardisk á vinstri hönd.

Ef kaffi er strax í lok borðhalds er bollapar lagt til vinstri við glös eða ofan við disk.

Föt, skálar og áhöld fyrir réttina fara eftir tegundum og magni þess sem boðið er upp á.

Í formlegu borðhaldi þar sem raðað er til borðs, situr daman hægra megin við sinn borðherra.

Ef boðið er upp á kaldan forrétt má leggja hann á borð áður en gestir ganga til sætis og þá er í lagi að skenkja vínið fyrirfram.

Annars er víni skenkt áður en matur er komin á diska.

Við hlaðborð er áhöldum gjarnan raðað þannig að hnífapör ásamt munnþurrkum að auðvelt sé að taka þau þegar það er búið að setja mat á disk, t.d. á hliðarborð.

Á kökuhlaðborðum er kökudiskum staflað við borðsenda og kaffibollar og áhöld höfð sér.

Munum að oft er hið einfalda best og varast skal að bjóða upp á of margar tegundir í einu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Veitingahúsaveldi Jamie Oliver riðar til falls – Jamie‘s Italian tekið til gjaldþrotaskipta: „Ég er virkilega leiður“

Veitingahúsaveldi Jamie Oliver riðar til falls – Jamie‘s Italian tekið til gjaldþrotaskipta: „Ég er virkilega leiður“
Matur
Fyrir 4 dögum

Baksturinn verður leikur einn ef þú fylgir þessu eina einfalda ráði

Baksturinn verður leikur einn ef þú fylgir þessu eina einfalda ráði
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum
Matur
Fyrir 1 viku

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“