fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Matur

The Rock er alls ekki með Guðna forseta í liði: Sjáðu myndina sem lagði Instagram á hliðina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 2. desember 2018 11:00

Dwayne er mikill matmaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Dwayne Johnson, einnig þekktur sem The Rock, er mikill matgæðingur og birtir reglulega myndir af matnum sínum á Instagram eins og sannur áhrifavaldur.

The Rock vakti mikinn usla fyrir helgi þegar hann birti mynd af kvöldmatnum sínum, en hann fékk skýr skilaboð frá einkaþjálfara sínum það kvöld að borða mikið af kolvetnum til að vera tilbúinn í tökudag á kvikmyndinni Hobbs & Shaw daginn eftir.

„Ég elska pítsa- og kolvetnahám í miðri viku jafnmikið og fyllibytta elska ókeypis salthnetur,“ skrifar kletturinn við mynd af pítsunni frægu.

„Vindum okkur í áleggið sem ég panta og höfum í huga að ég er gaurinn sem elskar að setja tequila og púðursykur í hafragrautinn minn, þannig að ananas á pítsu er mitt eftirlæti ásamt skinku,“ bætir leikarinn við.

Eins og frægt er orðið vill forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, alls ekki ananas á pítsu og baðst nýverið afsökunar á að hafa tekið svo strangt til orða að ætti beinlínis að banna þetta umdeilda pítsuálegg. Þá sagði stjörnukokkurinn Gordon Ramsay eitt sinn í sjónvarpinu:

„Þú setur ekki fjandans ananas á pítsu.“

Fylgjendur The Rock skiptust í fylkingar á Twitter um áleggið eins og sést hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Veitingahúsaveldi Jamie Oliver riðar til falls – Jamie‘s Italian tekið til gjaldþrotaskipta: „Ég er virkilega leiður“

Veitingahúsaveldi Jamie Oliver riðar til falls – Jamie‘s Italian tekið til gjaldþrotaskipta: „Ég er virkilega leiður“
Matur
Fyrir 4 dögum

Baksturinn verður leikur einn ef þú fylgir þessu eina einfalda ráði

Baksturinn verður leikur einn ef þú fylgir þessu eina einfalda ráði
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum
Matur
Fyrir 1 viku

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“