fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Giftu sig í Costco: Áhuginn á ódýrum pylsum leiddi þau saman

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 2. desember 2018 15:00

Dásamlegur dagur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórverslunin Costco er gríðarlega vinsæl á Íslandi og hefur fólk til dæmis fellt hugi saman eftir kynni í vöruhúsinu. Það er einmitt raunin með Margot Schein og Julian Parris frá San Diego í Bandaríkjunum. Þau hittust fyrst á veitingastað Costco. Hann fékk sér pylsu, hún fékk sér pítsasneið og upp frá því voru þau óaðskiljanleg.

Það kom því ekkert annað til greina þegar þau ákváðu að ganga í það heilaga en að láta gefa sig saman í Costco-versluninni í hverfinu Mission Valley í San Diego – þar sem þau hittust fyrst. Þau búa nú í Norður-Karolínu en flugu alla leið til San Diego til að innsigla ástina í Costco, innan um hundruði vörubretta af risavöxnum pakkningum.

Harry Potter-þema

„Við eigum svo margt sameiginlegt en Costco er það fyrsta sem við áttum sameiginlegt,“ segir Margot í samtali við TODAY Food.

Óvenjuleg athöfn.

Fjölskylda og vinir parsins voru viðstaddir athöfnina í miðri Costco-versluninni, en starfsmenn fengu einnig að taka þátt í þessum gleðidegi.

„Það er passandi að þessar tvær hagsýnu manneskjur sem hittust fyrst hér og að áhugi þeirra á gæðavöru á góðu verði og ódýrum pylsum hafi dregið þau saman,“ segir manneskjan sem gaf þau saman, sem er einnig náinn vinur parsins.

Margot og Julian ákváðu að hafa Harry Potter-þema í brúðkaupinu, en brúðurin klæddist skarlatsrauðum kjól í takt við Gryffindor House-litina. Þá var brúðarvöndurinn búinn til úr blaðsíðum úr skáldsögum J. K. Rowling. Brúðguminn kæddist bláu og brons til að heiðra Ravenclaw.

Mættu með innkaupalistana

Áður en Margot og Julian hittust fyrst í eigin persónu tengdu þau á stefnumótaforritinu OKCupid. Margot sendi honum skilaboð því hún sá að listinn hans yfir frábæra staði fyrir stefnumót innihélt Costco. Þá ákváðu þau að hittast í versluninni með innkaupalistana sína meðferðis. Stefnumótið gekk svo vel að þau fóru rakleiðis á kaffihús og héldu stefnumótinu áfram.

Costco-veitingar.

„Ég man eftir því hvernig við röltum um gangana og hvernig ég gjörsamlega gleymdi flestu á listanum mínum því ég gat ekki tekið augun af þér,“ sagði Julian í brúðkaupsheitum sínum.

Það þarf varla að taka það fram að veitingarnar í brúðkaupinu voru allar úr Costco.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa