fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Svona sneiðirðu mörg hundruð kaloríur úr jólamatnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 17. desember 2018 14:00

Góð ráð fyrir þá sem telja ofan í sig hitaeiningar - líka um jólin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir fyllast kvíða vegna þess áts sem fylgir jólahátíðinni. Þessi grein er fyrir þennan hóp, en hér fyrir neðan eru nokkur ráð um hvernig má lækka kaloríufjölda í jólamatnum talsvert. Munum samt að njóta um jólin.

Kalkúnn

Kalkúnakjöt er próteinríkt og frekar magurt. Hins vegar er hægt að spara sér nokkrar kaloríur með því að borða ekki skinnið.

100 g af kalkúnakjöti með skinni: 146 kaloríur
100 g af kalkúnakjöti án skinns: 104 kaloríur

Kaloríusparnaður: 42 kaloríur

Slepptu rauða kjötinu

Talandi um kalkún, þá er talsvert hitaeiningasnauðara að borða hvítt kjöt eins og kalkún heldur en rautt kjöt.

100 g dökkt kjöt: 230 kaloríur
100 g kalkúnakjöt án skinns: 104 kaloríur

Kaloríusparnaður: 126 kaloríur

Fyllingin

Góð fylling er algjört lykilatriði þegar bera á kalkún fram á veisluborði, en fyllingar eru mis hitaeiningaríkar.

100 g af fyllingu með pylsum: 252 kaloríur
100 g af fyllingu með berjum, hnetum og ávöxtum: 162 kaloríur

Kaloríusparnaður: 90 kaloríur

Vínið leynir á sér

Einhverjum finnst gott að fá sér vín með mat, en til dæmis er hægt að minnka hvítvínsmagnið í glasinu og skipta tæplega helmingnum af því út fyrir sódavatn.

1 glas hvítvín: 150 kaloríur
1 glas hvítvín blandað við sódavatn: 90 kaloríur

Kaloríusparnaður: 60 kaloríur

Bless við gosið

Talandi um drykki þá er leikur einn að skipta gosdrykkjum út fyrir vatn eða sódavatn.

Kókdós: 137 kaloríur
Glas af vatni eða sódavatni: 0 kaloríur

Kaloríusparnaður: 137 kaloríur

Dökkt súkkulaði í staðinn fyrir mjólkursúkkulaði

Súkkulaði er nauðsynlegt á jólum hjá mörgum, en það felst kaloríusparnaður í því að borða dökkt súkkulaði.

1 stykki mjólkursúkkulaði: 255 kaloríur
1 stykki dökkt súkkulaði: 70 kaloríur

Kaloríusparnaður: 185 kaloríur

Blómkál í staðinn fyrir kartöflur

Blómkál hefur verið gríðarlega vinsælt síðustu misseri þar sem margir borða eftir lágkolvetna mataræði.

1 meðalstór kartafla: 130 kaloríur
1 bolli blómkál: 29 kaloríur

Kaloríusparnaður: 101 kaloría

Rækjukokteill

Vinsæll forréttur hjá mörgum en einföld breyting getur minnkað kaloríurnar gífurlega mikið.

Rækjukokteill með brauði og smjöri: 420 kaloríur
Rækjukokteill með salati og fituskertu mæjónesi: 70 kaloríur

Kaloríusparnaður: 350 kaloríur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa