fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Matur

Er þetta besta leiðin til að elda beikon?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 17. desember 2018 11:10

Beikon er gott en óhollt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert sérstaklega gaman að steikja beikon á pönnu þar sem það getur verið ansi sóðaleg iðja. Þessi leið eru miklu, miklu betri og hugsanlega sú besta þegar kemur að beikon eldun.

Við viljum samt taka fram að þegar á aðeins að steikja tvær til þrjár sneiðar er betra að skella þeim bara beint á pönnuna.

Besta leiðin til að elda beikon

1. Hitið ofninn

Hitið ofninn í 200°C og klæðið stóra ofnplötu með álpappír.

2. Notið grindina

Ef þið viljið hafa beikonið mjög stökkt þá setjið þið ofngrind ofan á ofnplötuna. Þetta gerir það að verkum að beikonið stendur aðeins hærra og eldast á öllum hliðum. Ef þið viljið ekki stökkt beikon getið þið sleppt þessu skrefi.

3. Bakið beikonið

Raðið beikonsneiðunum á grindina eða plötuna í einfalda röð. Mikilvægt er að hafa smá bil á milli sneiðanna, annars festast þær saman. Bakið þar til beikonið er stökkt, eða í um 20 mínútur – allt eftir þykkt. Gott er að fylgjast með sneiðunum síðustu mínúturnar svo þær brenni ekki.

4. Þerrið sneiðarnar

Leggið sneiðarnar á pappírsþurrku til að losna við fitu og berið síðan strax fram.

5. Geymið fituna

Hellið fitunni af beikoninu í krukku og geymið í ísskáp. Þessa fitu er hægt að nota í ýmislegt – til dæmis til að elda egg eða steikja grænmeti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa