fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Matur

Frábær ráð fyrir jólaþrifin: Ekki eyða mörgum klukkutímum í hreingerningar – Þú þarft bara hálftíma

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 21:00

Æðisleg ráð!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru bara nokkrir dagar þar til jólin verða hringd inn og líður tíminn ofurfljótt – allavega hjá fullorðna fólkinu. Margir eyða mörgum klukkutímum í að gera heimilið hreint fyrir jólin og kemur fram í grein á miðlinum Daily Mail að Bretar eyði nærri þremur tímum í jólahreingerningar. Í greininni kemur einnig fram að 1 af hverjum 10 Bretum eyði fimm tímum í jólaþrifin.

Því býður Daily Mail upp á nokkur frábær ráð til að minnka þriftímann úr nokkrum klukkustundum í aðeins hálftíma. Þessi ráð ættu að minnka streitu hjá mörgum, en gott er að hafa í huga að jólin koma og verða dásamleg hvort sem heimilið er hreint eður ei.

Reddið ykkur límrúllum

Það er algjör óþarfi að draga fram ryksuguna til að fjarlægja hár og ryk af púðum og lampaskermum. Einfaldast er að hafa límrúllu við hendina, jafnvel á nokkrum stöðum um heimilið og renna henni mjúklega yfir þessa hluti. Það tekur enga stund.

Einblínið á svæði sem fólk tekur eftir

Byrjið á að þrífa svæði sem fólk tekur strax eftir, eins og glugga, spegla og sjónvarpið. Ef þú fellur á tíma í þrifunum þá náðirðu allavega að klára þessi svæði, sem getur blekkt fólk í að trúa að þú hafir þrifið allt hátt og lágt.

Sítrónur til bjargar

Kreistið sítrónusafa í skál með vatni og látið sjóða í örbylgjuofni í margar mínútur. Þessi aðferð þrífur ekki aðeins örbylgjuofninn á meðan þú sinnir öðru heldur mun eldhúsið ilma dásamlega.

Blautþurrkur klikka ekki

Gott er að hafa blautþurrkur við höndina, sérstaklega í baðherbergi og eldhúsi, til að þrífa létt yfir alla fleti. Það tekur enga stund að grípa eina blautþurrku og þurrka létt yfir til dæmis salernið og hægt að gera það þegar maður burstar tennur að kvöldi.

Kaupið nýja dyramottu

Það er jú það fyrsta sem fólk tekur eftir þegar það kemur í heimsókn. Ef dyramottan er splunkuný og hrein taka gestir ekki eftir öðru í kringum hana.

Tónlist lyftir andanum

Búið til lagalista með skemmtilegum lögum sem láta þig spretta hraðar úr spori.

Fjárfestið í fallegri ábreiðu

Það er leiðinlegt og tímafrekt að þrífa sófa, sérstaklega að taka áklæðið af öllum pullum og reyna með kröftum að koma því aftur á. Kaupið frekar fallegt teppi, jafnvel jólalegt, til að fela alla bletti og skít í sófanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa