fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Matur

Pepsi-drengurinn skók samfélagið: „Stimplaður þjófur“ – „Pepsíflaskan kostaði 95 krónur en hún virðist ætla að kosta mig meira“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 12. desember 2018 07:45

Munið þið eftir Pepsi-drengnum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóas Kristjánsson var á allra vörum í byrjun árs 2000 þegar að hann var rekinn úr 10-11 versluninni við Laugalæk. Einn af eftirlitsmönnum verslunarinnar sakaði Bóas um að drekka úr Pepsi-flösku án þess að greiða fyrir hana. Var Bóas rekinn úr vinnunni á staðnum eftir aðeins þriggja vikna starf.

Upp frá þessu hófst mikið fjölmiðlafár og Bóas fékk fljótt viðurnefnið Pepsi-drengurinn, enda fannst almenningi að honum veigið. Í samtali við DV sagðist Bóas alls ekki hafa ætlað að stela einu né neinu.

Pepsi-drengurinn gafst ekki upp og krafðist réttlætis.

„Það var röð tilviljana sem olli því að ég var ekki búinn að greiða fyrir pepsíflöskuna þegar eftirlitsmaðurinn kom að. Það stóð aldrei til að stela flöskunni því ef ég hefði ætlað mér það hefði ég varla farið með hana inn á kaffistofu starfsfólks þar sem tveir yfirmenn mínir sátu fyrir. Auk þess tók samstarfsmaður minn einnig pepsíflösku á sama hátt og ég og ekki var hann rekinn,” sagði Bóas, sem var aðeins sautján ára þegar þetta gerðist. Faðir hans, Kristján Valur Ingólfsson, guðfræðingur og fyrrum starfsmaður Skálholtsskóla, var því staðráðinn í að leita réttar sonar síns.

„Drengurinn er stimplaður þjófur; markaður eins og þjófar fyrr á öldum, og við verðum að hreinsa mannorð hans,“ sagði hann í samtali við DV.

Sakaður um að stela snúð líka

Í DV var einnig talað við Þórð Þórisson, framkvæmdastjóra 10-11. Hann sagði brot Bóasar hafa verið alvarlegra þar sem hann hefði fengið sér snúð með drykknum. Þeim ásökunum svaraði Pepsi-drengurinn fullum hálsi.

„Þetta var pitsusnúður og það eru óskráðar reglur í 10-11-verslununum að starfsfólk má fá sér einn brauðhleif úr brauðborðinu án þess að greiða fyrir en pepsíið ætlaði ég alltaf að borga og er reyndar búinn að því. Pepsíflaskan kostaði 95 krónur en hún virðist ætla að kosta mig meira.“

Stimplaður þjófur

Bóas fékk vinnu á bílasölu.

Feðgunum Bóasi og Kristjáni brá í brún þegar að Bóas sótti um vinnu hjá Bónus stuttu síðar, sem einnig var í eigu Baugs. Hann fékk starfið en var sendur heim umsvifalaust á fyrsta degi.

„Þeir flettu nafni hans upp í gagnagrunni sínum og þar var sonur minn einfaldlega stimplaður sem þjófur. Þetta þýðir að Bóas getur hvergi fengið vinnu hjá stærstu verslunarkeðju landsins,“ sagði Kristján.

Prestssonurinn sló í gegn á bílasölu

Það má með sanni segja að íslenskt samfélag hafi veitt Bóasi dyggan stuðning á þessum erfiða tíma. Þegar að málið leitaði í fjölmiðla var Jóhann Jóhannsson hjá bílasölunni Evrópu ekki lengi að bjóða honum vinnu sem hann þáði.

„Það má með sanni segja að prestssonurinn hafi slegið í gegn hérna hjá okkur. Hann hefur reynst vel og staðið sig með prýði,“ sagði Jóhann í samtali við DV. „Pepsídrengurinn er hér í því að bóna bíla, sækja þá og senda, auk þess sem hann heldur húsakynnunum hjá okkur í standi. Allt þetta gerir hann vel og ég tel mig heppinn að hafa fengið hann í vinnu.”

Klúður frá upphafi til enda

Bóas og Kristján sóttust hart eftir því að nafn Pepsi-drengsins yrði hreinsað og unnu fullnaðarsigur í lok janúar árið 2000 þegar að Baugur féllst á að greiða lögbundinn uppsagnarfrest og viðurkenndi mistök sín. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sagði málið agalegt.

Algjört klúður.

„Þetta mál er klúður frá upphafi til enda. Ég hefði orðið brjálaður ef einhver eftirlitsmaður hefði gripið til slíkra ráðstafana í einhverri verslun minni. Ég hefði tæklað málið öðruvísi.”

Tæp nítján ár eru liðin frá því að Pepsi-drengurinn Bóas vann hug og hjörtu þjóðarinnar. Það má segja að Bóas hafi staðið uppi sem sterkari maður því í framhaldinu fór hann í söngskóla og tók þátt í Idol Stjörnuleit árið 2003. Í kjölfarið lærði hann fatahönnun og hefur vakið athygli um heim allan fyrir framúrstefnulega og vistvæna hönnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Svona býrðu til smjör frá grunni

Svona býrðu til smjör frá grunni
Matur
Fyrir 3 dögum

Hverjir eiga djúpsteiktu pylsuna?

Hverjir eiga djúpsteiktu pylsuna?
Matur
Fyrir 1 viku

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu
Matur
Fyrir 1 viku

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“