fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Matur

Byrjaði að fasta og léttist um 40 kíló: „Þegar ég var 25 ára var ég hundrað kíló og þekkti varla líkama minn“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 1. desember 2018 21:55

Courtney byrjaði að fasta og hætti að borða skyndibita og mjólkurvörur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér fannst lífsstíllinn minn virka vel fyrir mig – þar til ég fékk sjaldgæfan en tímabundinn sjúkdóm sem skaddaði taugar í öðrum fótleggnum mínum. Það var nær ómögulegt að ganga, hvað þá að æfa. Kílóin hlóðust á mig og ég átti bæði börnin mín á þessum tíma. Þegar ég var 25 ára var ég hundrað kíló og þekkti varla líkama minn,“ segir Courtney Montgomery í pistli á vefsíðunni Women’s Health.

Hætti í gosi og skyndibita

Einn daginn leit Courtney í spegilinn og vissi að hún þyrfti að breyta einhverju.

„Það var ekki bara að ég þekkti mig ekki í speglinum. Mér leið heldur ekki eins og ég sjálf. Ég er dansari þanngi að ég gat ekki hreyft mig eins og ég vildi eða gert það sem ég gat áður. Og staðreyndin að ég bæri ábyrgð á lélegri heilsu minni gerði þetta enn verra,“ segir Courtney. Í kjölfarið byrjaði hún á að breyta mataræði sínu.

„Ég hætti að borða skyndibita sem þýddi að ég eldaði meira heima. Ég hætti að fá mér Starbucks-drykki og sætindi. Ég lagði áherslu á hreina fæðu – kjúkling, grænmeti og heilkorn. Ég hætti að drekka gos og fékk mér aðallega vatn að drekka.“

View this post on Instagram

Hey Ladies! My name is Courtney, I am a Personal Trainer and Group Fitness Instructor here in the north Denver metro area. Picture Left: Feb 2016 ( 13 months after my last child was born) Picture Right: November 2016 ( 10 month transformation) I am reaching out to find a few select ladies to train for FREE in JULY 🇺🇸 YES, If you are interested in creating a NEW LIFESTYLE please contact me now! WHATS THE CATCH—- > No catch, I would love to share your success story, before/after results (with your permission of course) , and a review would be 🤗 great, BUT not necessary. All I ask is you TELL YOUR FRIENDS about your experience👍🏼 WHO AM I LOOKING FOR? Anyone who wants to make a change and most importantly WILLING TO PUT IN EFFORT 💪🏼 Contact me now if you are interested – Don't hesitate/ FIRST COME FIRST SERVE courtneymontgomery@yahoo.com 440-6STUDIO #personaltraining #fitness #broomfieldcolorado #denverfitness #workout #studio #gym #motivation

A post shared by Courtney Elizabeth (@courtneyoelizabeth) on

Nokkrum mánuðum síðar hætti Courtney að drekka áfengi og neyta mjólkurvara. Stuttu síðar byrjaði hún að fasta tímabundið, og borðaði í átta tíma á dag og fastaði í sextán tíma, og gerir í raun enn. Hún borðar ekkert frá átta á kvöldin til tólf á hádegi næsta dags, en hér er dæmigerður matseðill dagsins hjá henni:

Máltíð 1: Prótein hristingur eða ristað brauð með lárperu og eggi.
Snarl: Harðsoðið egg með cajun kryddi.
Máltíð 2: Svartbaunabuff og gufusoðið grænmeti.
Snarl: Hnetusmjör og epli.

Líkaminn breyttist og styrktist

Eftir að Courtney breytti um lifnaðarhætti féll hún fyrir hjólreiðum.

„Spinning-tímar voru fullkomnir fyrir mig því herbergið var dimmt þannig að enginn sá mig. Mér leið betur að sitja á hjóli í dimmu herbergi þar sem ég þurfti lítið að hreyfa mig, bara hjóla. Fyrst um sinn var nógu erfitt að gera bara það. Ég þóttist meira að segja stundum þyngja hjólið þegar að kennarinn sagði mér að gera það. En ég hélt áfram að mæta viku eftir viku og sá líkama minn breytast og styrkjast,“ segir hún. Árin á eftir fann hún fleiri æfingartíma sem hentuðu henni, svo sem dans, jóga og barre. Aukakílóin fóru hins vegar seint.

„Þó ég væri að borða rétt og hreyfa mig var samt ekki auðvelt að léttast. Þetta gerðist ekki hratt. Ég missti kíló á hægum en stöðugum hraða. Það var erfiðast að sætta sig við það og finna hvatningu til að halda áfram þegar þolinmæði mín var að þrotum komin. En því meira sem ég æfði og borðaði rétt, því betur leið mér og loks gerði ég mér grein fyrir að ég þyrfti ekki að missa nokkur kíló á viku til að bæta heilsuna.“

View this post on Instagram

HEY YALL🙋🏼‍♀️ . Let me introduce myself if you don’t know me… . My name is ☝🏼Courtney and this is me now at 28. If you’ll take a second and scroll over, you’ll find the 23 year old version of me 😱 . I lived off Raviolis, Wendy’s and enjoyed BudLight Platinum on the weekends! I thought that I was making a healthy decision by ordering a chicken sandwich instead of a burger… and ordering sweet tea instead of soda was a win! (Mississippi sweet tea I mind you) . I want you to understand that what we put into our bodies does not only affect our weight, but also our organ function, energy levels, moods, clear skin, the ability to perform. Everything! What we put into our bodies is the fuel that gives us life! . You may have to give up Chef Boyardee and Chic-fil- A but you don’t have to give up your whole life! You can still enjoy delicious FULL meals and not feel deprived… . HOW YOU ASK? 1) you’re gonna have to prepare your own food 2) you have to ask questions 3) you need to do research & learn 4) you need to find recipes & meals that you find delicious and you can consistently create 5) you need to find your motivation because it’s not gonna be easy **** it will be worth it. . If you feel like you may need a little help or encouragement – there is an ONLINE community of people who will be working for the next 4 months to learn how to live “Healthy For The Holidays” . The LITE version is great for beginners or those who may just need the encouragement & community! It’s being ran by two trainers, so if you are ready to ditch the excuses and take control of your life- we have a PRO version to help you maximize your results! . It doesn’t stop there, we can provide you with nutritional supplements, as well as workouts ✌🏼 TAKING THE STRESS OFF OF YOU! . If there is anything I’ve learned in the time between these photos it is that WHO I WANT TO BE is Ultimately up to ME and the decisions I make on a daily basis. The decision is now yours… . If you would like to jump on this opportunity – let’s connect! You deserve to feel good ✌🏼 . We are kickin off on Saturday, so don’t waste any time! #fitnessprofessional #personaltrainer #groupfitness

A post shared by Courtney Elizabeth (@courtneyoelizabeth) on

Byrjaði að trúa á sjálfa sig

Það tók Courtney þrjú ár að missa fjörutíu kíló, en hún náði því takmarki árið 2015. Nú vill hún hjálpa öðrum sem eru í sömu stöðu og hún var fyrir nokkrum árum.

„Ég kíki oft í kringum mig til að sjá hvort öðrum líði eins og mér leið og reyni að veita þeim stuðning. Markmið mitt í lífinu er að hjálpa fólki að trúa á sig sjálft og markmið sín, líkt og ég byrjaði að trúa á mig sjálfa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Veitingahúsaveldi Jamie Oliver riðar til falls – Jamie‘s Italian tekið til gjaldþrotaskipta: „Ég er virkilega leiður“

Veitingahúsaveldi Jamie Oliver riðar til falls – Jamie‘s Italian tekið til gjaldþrotaskipta: „Ég er virkilega leiður“
Matur
Fyrir 4 dögum

Baksturinn verður leikur einn ef þú fylgir þessu eina einfalda ráði

Baksturinn verður leikur einn ef þú fylgir þessu eina einfalda ráði
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum
Matur
Fyrir 1 viku

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“