fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Áhrifavaldur í bobba: „Ég er móðguð að fólki finnist ég vera heimsk“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 1. desember 2018 16:00

Viðbrögðin hafa komið Miu á óvart.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Instagram og Snapchat er aragrúi af fólki sem birtir matarmyndir og uppskriftir fyrir fylgjendur sína. Mia Richardson, tvítug stúlka frá Bretlandi, er ein af þeim. Hún birti hins vegar mynd á Instagram-sögu sinni á dögunum sem hefur vakið mikinn usla.

Mia birti mynd af rétt sem hún var að elda og skrifaði við að þetta væri heimagerður, taílenskur karríréttur. Einn af fylgjendum hennar rak hins vegar augun í svolítið á myndinni, nefnilega umbúðir utan af búðarkeyptum karrírétt.

Fylgjandinn deildi skjáskoti af mynd Miu og skrifaði einfaldlega:

„Instagram í hnotskurn.“

Hér er myndin umdeilda.

Kaldhæðin á netinu

Myndinni hefur verið deilt mjög oft en Mia segir í samtali við Mirror að þetta hafi eingöngu verið grín. Hún trúir því jafnframt ekki hve mikla athygli myndin hefur fengið.

„Ég er oft kaldhæðin á Instagram og tek mig ekki of alvarlega. Þetta var bara grín. Ég er móðguð að fólki finnist ég vera heimsk,“ segir Mia, sem vinnur sem einkaþjálfari í London.

„Sem betur fer get ég hlegið að sjálfri mér. Ég held að það séu margir sem tækju svona lagað nærri sér. Þetta sýnir manni að fólk sem maður þekkir ekki einu sinni getur tekið mynd og gert eitthvað úr henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa