fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
Matur

Sunneva Einars telur ekki kaloríur: „Það myndi gera mig sturlaða“ – Deilir uppskrift að sparnaðarrétti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 4. desember 2018 11:30

Sunneva Einarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir er gríðarlega vinsæl á Instagram og tekur reglulega að sér að svara spurningum fylgjenda sinna.

Í sögu sinni á Instagram birtir hún spurningu frá fylgjenda sem hún segist hafa fengið mjög oft áður. Spyr fylgjandinn hvort hún vigti mat og telji hitaeiningar ofan í sig til að halda sér í góðu formi.

„Nei, ég tel ekki ofan í mig kaloríur! Aldrei gert það og það myndi gera mig sturlaða,“ svarar Sunneva og bætir við að hún „svindli“ í mataræði á hverjum degi.

„Ég hreinlega vel bara heilsusamlegri valkostinn en á sama tíma fæ ég mér eitthvað smá „cheat“ alla daga. Myndi ekki detta í hug að vigta matinn minn en frekar bara stoppa þegar maður finnur að maður er saddur. Drekka vatn með og vel yfir daginn,“ bætir hún við.

Þá deilir Sunneva einnig uppskrift sem fylgir hér á eftir.

Karrýsteikt hvítkál með eggjum

„Þegar þú ert að flýta þér, vilt spara en vilt eitthvað „good“.“

Aðferð:

Hvítkál og laukur sett saman á pönnu með dass af olíu og minna dass af smjöri. Steikt þangað til mjúkt og bætt smá karrý og hvítlauksrif saman við. Egg hrærð og steikt á pönnu. Kryddað með hvítlauk og pipar. Egg sett saman við hvítkál og smá pipar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg brella til að hella upp á betra kaffi

Ótrúleg brella til að hella upp á betra kaffi
Matur
Fyrir 4 dögum

Svona býrðu til smjör frá grunni

Svona býrðu til smjör frá grunni
Matur
Fyrir 5 dögum

Tobba gerði ótrúlega uppgötvun: „Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“

Tobba gerði ótrúlega uppgötvun: „Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“
Matur
Fyrir 5 dögum

Heimagerð tómatsósa að hætti Amöndu

Heimagerð tómatsósa að hætti Amöndu