fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Matur

Blöskrar þér matarverð á Íslandi? Hér eru nokkur góð ráð til að lækka matarkostnað: Þú gætir sparað þúsundir króna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 15:00

Hægt er að breyta örlitlu og spara pening.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það líður varla sá dagur að ekki er talað um hækkandi verð á matvöru. Margir finna fyrir því í veskinu en hins vegar er hægt að breyta innkaupunum lítillega til að spara nokkrar krónur. Hér eru til dæmis nokkur ráð til að minnka matarkostnað á vörum sem eru langt frá því að vera nauðsyn. Það skal tekið fram að öll verð í meðfylgjandi umfjöllun voru könnuð miðvikudaginn 31. október og þriðjudaginn 6. nóvember 2018.

Kreisí í kókómjólk

¼ líter af kókómjólk, hefðbundin ferna fyrir einn mann, eða barn, kostar 96 krónur. Hins vegar er hægt að kaupa kakómalt frá Nesquick á 729 krónur, heil 900 grömm. Talið er að um 13,6 grömm fari í hvern skammt af Nesquick ásamt 100 millilítrum af léttmjólk. Úr hverjum 900 gramma dunk fást því 66 glös af kakómalti en nota þarf samtals 6,6 lítra af léttmjólk í herlegheitin. Verð á lítranum af léttmjólk er 181 króna. 6,6 lítrar kosta því 1194 krónur. Heildarverð við þessi 66 glös er því 1923 krónur. 66 fernur af Kókómjólk kosta hins vegar 6336 krónur.

Kókómjólk: 6336 krónur
Kakómalt: 1923 krónur

Sparnaður: 4413 krónur

Tár, bros og kaffipúðar

Ef við vindum okkur í annan vinsælan drykk, nefnilega kaffi. Hægt er að kaupa 36 kaffipúða frá Merrild, sem dugir þar af leiðandi í 36 kaffibolla, á 662 krónur. Formalað Merrild kaffi, alls 500 grömm, er hins vegar á 655 krónur. Ef við miðum við að sjö grömm séu í hverjum kaffibolla þá fæst 71 kaffibolli úr pokanum með formalað kaffinu. 71 bolli úr Merrild kaffibúðum myndi hins vegar kosta 1306 krónur.

Kaffipúðar: 1306 krónur
Formalað kaffi: 655 krónur

Sparnaður: 651 króna

Max sparnaður

Enn erum við í drykkjarföngum, nú í gosinu vinsæla Pepsi Max. Hægt er að fá litla 33 sentilítra dós á 85 krónur, sem eru 0,33 lítrar. Tveir lítrar kosta hins vegar 216 krónur. Ef maður myndi vilja drekka tvo lítra af Pepsi úr litlum dósum myndi það samtals kosta 510 krónur.

Pepsi í litlum dósum: 510 krónur
Pepsi í stórum flöskum: 216 krónur

Sparnaður: 294 krónur

Kaupum frosið – ekki ferskt

Jarðarber eru afskaplega góð og holl en oft hefur því verið fleygt fram að jafnvel sé betra að kaupa þau frosin en fersk. Það er einnig mjög gott fyrir budduna því 454 gramma askja af ferskum jarðarberjum kostar 699 krónur, eða 1540 krónur kílóið. 350 grömm af frosnum jarðarberjum kosta hins vegar 249 krónur, eða 711 krónur kílóið. Ágætis munur þar.

Fersk jarðarber: 1540 krónur kílóið
Frosin jarðarber: 711 krónur kílóið

Sparnaður: 829 krónur.

Rúmlega 3000 króna munur

Sömu sögu er að segja um blessuð bláberin. 170 gramma askja af ferskum bláberjum kostar 740 krónur sem þýðir að kílóið er á 4353 krónur. 250 grömm af frosnum bláberjum eru hins vegar á 249 krónur og kílóið því á 996 krónur.

Fersk bláber: 4353 krónur kílóið
Frosin bláber: 996 krónur kílóið

Sparnaður: 3357 krónur

Sneitt og skorið

330 gramma pakkning af sneiddum Brauðosti kostar 733 krónur, eða 2221 krónur kílóið. Ef maður kaupir hins vegar sams konar Brauðost í heilu stykki kostar 460 gramma stykki 799 krónur og kílóaverðið komið niður í 1737 krónur.

Sneiddur ostur: 2221 krónur
Heilt oststykki: 1737 krónur

Sparnaður: 484 krónur

Vatn eða sódavatn

Tveir lítrar af sódavatni með súraldinbragði kosta 219 krónur. Upplagt er að skipta sódavatni út fyrir hreina og góða íslenska vatnið með súraldinsneið út í. Kílóið af súraldinum kostar 529 krónur. Ætla má að hvert súraldin sé um 100 grömm og því fást 10 súraldin fyrir 529 krónur. Ef við miðum við að eitt súraldin fari í að bragðbæta tvo lítra af vatni þá kosta þessir tveir lítrar litlar 53 krónur.

Tveir lítrar sódavatn með súraldin: 219 krónur
Tveir lítrar vatn með súraldin: 53 krónur

Sparnaður: 166 krónur

Litla og stóra skyr

Lítil 180 gramma dós af hreinu skyri kostar 129 krónur og kílóaverðið því 759 krónur. Hálft kíló af sams konar skyri kostar hins vegar 308 krónur og kílóaverðið komið niður í 616 krónur.

Lítið skyr: 759 krónur kílóið
Stórt skyr: 616 krónur kílóið

Sparnaður: 143 krónur

Stóra er ódýrari kostur

Við endum þessa yfirferð, sem er alls ekki tæmandi, á heilsusafa frá Floridana. Lítil 330 millilítra flaska af safanum kostar 129 krónur, sem þýðir að lítrinn er á 391 krónu. Stór flaska, sem inniheldur einn líter, er hins vegar á 226 krónur.

Lítil flaska: 391 króna líterinn
Stór flaska: 226 krónur líterinn

Sparnaður: 165 krónur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Jenna Jameson gerði þessa þrjá hluti þegar hún byrjaði á ketó – Hefur misst tæp 40 kíló

Jenna Jameson gerði þessa þrjá hluti þegar hún byrjaði á ketó – Hefur misst tæp 40 kíló
Matur
Fyrir 2 dögum

Ketó skonsur fyrir skyndibitafíklana: „Bráðna í munni“ – „Algjör bomba“

Ketó skonsur fyrir skyndibitafíklana: „Bráðna í munni“ – „Algjör bomba“
Matur
Fyrir 4 dögum

Bakaður banana og súkkulaði hafragrautur í einni skál: Sjáið myndbandið

Bakaður banana og súkkulaði hafragrautur í einni skál: Sjáið myndbandið
Matur
Fyrir 5 dögum

Vinnufélagar Theodórs gengu fram af honum: „Siðleysi samstarfsfólks míns nær hér hæstu hæðum“

Vinnufélagar Theodórs gengu fram af honum: „Siðleysi samstarfsfólks míns nær hér hæstu hæðum“