fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Uppnám á Þorláksmessu: „Ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta eða hlæja“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 30. nóvember 2018 10:00

Helgi Ómarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mín helsta minning er nokkuð fersk en þetta var í hitteðfyrra, en mögulega sú trámatískasta á þessum 27 árum mínum,“ segir Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stjórnandi hlaðvarpsins Helgaspjallið, þegar hann er spurður út í eftirminnilega minningu tengda mat.

Sjá einnig: Eftirminnileg jól Töru tóku óvænta stefnu:„Þetta þurfti akkúrat að gerast í Vesturbænum klukkan sirka 18“.

„Á jólunum galdrar móðir mín fram rækjukokteil sem við höfum alltaf borðað. Hann er án efa það besta sem ég fæ í lífinu og ég er strax byrjaður að hlakka til,“ segir Helgi. En á jólunum í hitteðfyrra fór allt úr skorðum.

„Þetta var sem sagt þannig að mamma var búin að kaupa öll hráefnin og það sem hún þurfti til að elda jólamatinn. Nema hvað að ég sá iceberg-salat í ísskápnum. Ég kannaði þá málið og móðir mín tilkynnti mér að það hefði ekki verið til gott kínakál í búðinni svo við þyrftum bara að hafa iceberg-salat í rækjukokteilnum.“

Það má með sanni segja að Helga hafi nánast fallist hendur.

„Nú vil ég ekki einu sinni telja viðbrögð mín dramatísk, en ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta eða hlæja. Við gerðum okkur ferð til Egilsstaða, en fjölskyldan er á Seyðisfirði, á Þorláksmessu og gerðum dauðaleit að ásættanlegu kínakáli. Það hafðist og jólin gátu þá loksins komið. Jú vinir, jólin snúast svo sannarlega um hefðir og enginn, ekki einu sinni móðir mín, vogar sér að rústa rækjukokteil móður minnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa