fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019
Matur

Júlía eyddi jólum með manninum með hattinn: „Ég kýldi hann í öxlina á níunda bjór“ – Hefur ekki séð hann í mörg ár

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 23:00

Júlía Margrét Einarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var frekar ruglaður tími þegar ég vann sem vaktstjóri á Tíu dropum við Laugaveg, þar sem ég deildi þeirri stöðu ásamt manninum sem var alltaf með hatt,“ segir skáldið Júlía Margrét Einarsdóttir þegar hún er spurð út í eftirminnilega matarminningu tengda jólum.

Sjá einnig: Eftirminnileg jól Töru tóku óvænta stefnu: „Þetta þurfti akkúrat að gerast í Vesturbænum klukkan sirka 18“.

„Annað okkar stóð alltaf vaktina þarna frá morgni þegar við sörveruðum kakó með rjóma og vöfflur, fram á nótt. Þegar kvöldaði dimmdi í kjallaranum og snjórinn lokaði gluggunum. Við kveiktum á kertum, hrærðum í jólaglöggi og harmonikkukonan spilaði sorgleg jólalög. Eftir lokun og frágang, klukkan tvö á nóttunni, settumst við sem þarna unnum ásamt fastagestum og harmonikkustelpunni og spiluðum laumu. Reyktum inni og drukkum. Allir dagar byrjuðu eins, og enduðu eins, með sama fólkinu í sama kjallaranum,“ bætir hún við.

Slengt fram í ölæði

Júlía og maðurinn með hattinn.

Eitt kvöldið skar sig þó úr á eftirminnilegan hátt.

„Í eitt af þessum skiptum gerði ég óvart samning við manninn með hattinn um að eyða með honum jólunum. Hann sagði okkur að hann væri ekki spenntur fyrir þeim þetta árið, og ætlaði ekki að halda þau. Ég kýldi hann í öxlina á níunda bjór og sagði honum að við skyldum nú bara panta okkur sóðalegan mat, horfa á Die Hard og gefa skít í jólin,“ segir Júlía Margrét og brosir.

„Næsta dag hafði ég gleymt þessum samræðum en hann ekki. Ég þorði aldrei að segja honum að þessu hefði nú bara verið slengt fram í ölæði, svo þegar hann spurði hvernig ég vildi hafa þetta á aðfangadagskvöld viðurkenndi ég bara að þrátt fyrir allt þætti mér mikilvægt að hlusta á messuna og opna pakka. Mamma og pabbi voru mjög hissa þegar ég kvaddi þau á aðfangadagskvöld, pabbi stóð við eldavélina, mamma nýböðuð að máta kjólinn sinn og ekkert eðlilegra en að ég tyllti mér hjá þeim,“ segir þetta hæfileikaríka skáld, sem gekk ekki á bak orða sinna.

„EN ég sveik ekki loforð svo ég staulaðist heim til mannsins í gegnum snjóinn á meðan jólin voru hringd inn, með stóran kassa af bjór í einum poka og pakka í hinum.“

Humarsúpa, humarhalar og ofnbakaður humar

Þegar heim til mannsins með hattinn var komið beið hennar óvenjuleg veisla.

„Þar var búið að kveikja á diskókúlu, í stórri risíbúð í miðbænum, og ljós dönsuðu um stofuna í takt við messuna sem ómaði úr útvarpinu. Vinur minn hafði staðið í eldhúsinu allan daginn og lagði sig fram við að gera þetta hátíðlegt – sem það sannarlega var. En þegar kom að því að borða bauð hann stoltur upp á for forrétt – humarsúpu. Forrétturinn sjálfur var hvítlauksristaðir humarhalar og þegar kom að aðalréttinum útskýrði hann að honum hefði ekki dottið neitt annað í hug að elda fyrir manneskju sem borðaði ekki kjöt, nema kannski rétt sjávarfang á jólunum, en ofnbakaður humar var það.“

Mun aldrei aftur borða humar

Júlía Margrét hefur ekki haldið sambandi við manninn með hattinn en minnist þessa kvölds með hlýju í hjarta.

„Við spiluðum svo laumu eftir að hafa opnað pakkana, fleiri vinir okkar frá Tíu dropum komu í heimsókn (einn þeirra er kærastinn minn í dag) og reyktum inni um nóttina. Tíu dropum var lokað stuttu síðar og við héldum hvort í sína áttina. Maðurinn með hattinn býr í París og ég hef ekki séð hann árum saman, en mér þykir alltaf vænt um þessa jólaminningu. En ég mun aldrei aftur borða humar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 5 dögum

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús
Matur
Fyrir 5 dögum

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming
Matur
Fyrir 1 viku

Halla kemur ketóliðum til bjargar: „Gæða skyndibiti á núll einni“

Halla kemur ketóliðum til bjargar: „Gæða skyndibiti á núll einni“
Matur
Fyrir 1 viku

Eiríkur bendir á stóran galla á flestum heimilum: „Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma“

Eiríkur bendir á stóran galla á flestum heimilum: „Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma“