fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
Matur

Kristbjörg nýtir allt af skepnunni: „Frá haga í maga er mitt mottó“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 07:40

Kristbjörg gefur lesendum uppskrift að heimalagaðri sviðasultu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir er vinsæl á Snapchat og snappar mikið um mat undir nafninu bandidogeg. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir þjóðlega matseld og sýndi til dæmis frá því um daginn þegar hún bjó til sviðasultu frá grunni.

„Ég á nokkrar kindur og þegar tími er kominn á að fella þær finnst mér alveg lágmark að nýta allt saman. Að gera svið er eitthvað sem Íslendingar hafa gert svo lengi en núna er þetta allt framleitt fyrir okkur. Mikið af fólki veit ekki hvernig hlutirnir eru gerðir því það er í raun komið svo langt frá náttúrunni. Frá haga í maga er mitt mottó,“ segir Kristbjörg og deilir uppskrift að sviðasultunni góðu.

Sviðasulta verður til.

„Maður sýður sviðin með smá salti og smakkar soðið til, hvort það þurfi meira salt eður ei. Gott er að sjóða lappir með ef þú átt þær. Það er svo gott gelatín í þeim. Svo rífur maður kjötið niður í litla bita, eða hakkar, setur í álform og soð úr pottinum yfir. Gott er að nota farg á sultuna – þá verður hún þétt og flott. Setur í kæli og sviðasultan er tilbúin daginn eftir.“

Blandar upprunanum við núið

Kristbjörg segist reyna að nýta sem flest af jörðinni í sinni matseld.

Kristbjörg er mikill matgæðingur.

„Mér finnst gaman að geta gert fallegan mat með góðu hráefni. Á sumrin ræktum við mamma alls konar grænmeti og ég set einnig niður kartöflur. Við reynum að nýta það sem jörðin gefur okkur, eins og kúmen, ber, blóm og fleira. Ég elska að geta gert sjálf. Það er gaman að þurfa ekki að versla allt í búðinni. Ég elska að geta farið nær upprunanum og blandað honum inn í núið,“ segir Kristbjörg.

„Þetta eru stundir sem ekki er hægt að kaupa.“

Foreldrar hennar eru bændur og er hún með annan fótinn hjá þeim. Henni finnst mjög mikilvægt að halda í íslenskar matarhefðir.

„Íslenskur matur er svo frábær og bragðgóður að það má helst ekki gleyma því hvaðan hann kemur. Gamlar hefðir og gömul handtök týnast oft í hraðanum í dag. Þó svo að það sé þægilegt að geta gripið eitthvað með sér úr búðinni sem er tilbúið þá finnst mér það skipta miklu máli að halda í gamlar hefðir. Að sitja með móður minni að úrbeina, sauma fyrir vambir eða búa til bjúgu er eitthvað sem að mun sitja með mér í hjartanu þar til mínir dagar eru á enda. Að finna ilminn af pabba þegar hann kemur úr reykkofanum er svo spennandi,“ segir Kristbjörg á einlægum nótum og bætir við:

„Þetta eru stundir sem ekki er hægt að kaupa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Snúðar á þrjá vegu sem gætu komið á óvart

Snúðar á þrjá vegu sem gætu komið á óvart
Matur
Fyrir 2 vikum

Dæmdur glæpamaður segir hollt mataræði hafa breytt lífi hans – Vinsæll á samfélagsmiðlum

Dæmdur glæpamaður segir hollt mataræði hafa breytt lífi hans – Vinsæll á samfélagsmiðlum
Matur
Fyrir 2 vikum

Veganistur gefa út bók: „Markmið okkar hefur alltaf verið að gera uppskriftir sem allir skilja“

Veganistur gefa út bók: „Markmið okkar hefur alltaf verið að gera uppskriftir sem allir skilja“
Matur
Fyrir 2 vikum

Fór á Starbucks og var gjörsamlega misboðið yfir því sem starfsmaður skrifaði á glasið hennar

Fór á Starbucks og var gjörsamlega misboðið yfir því sem starfsmaður skrifaði á glasið hennar
Matur
Fyrir 3 vikum

Fimm þeytingar sem eru fullkomnir í morgunmat

Fimm þeytingar sem eru fullkomnir í morgunmat
Matur
Fyrir 3 vikum

Tíu hlutir sem þú vissir ekki um franskar

Tíu hlutir sem þú vissir ekki um franskar