fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Matur

Byrjaði í fisksölu í skugga fjárhagsvandræða: „Í alls konar neyslu og var eiginlega bara hálfgerður skíthæll“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 08:00

Fiskbúð Fúsa opnaði í síðustu viku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handboltakappann Sigfús Sigurðsson þekkja flestir Íslendingar. Hann stóð vaktina á línunni og í vörn í íslenska landsliðinu í handbolta og var í hópinum sem nældi sér í silfurpening á Ólympíuleikunum árið 2008. Síðar fór að halla undan fæti hjá Sigfúsi, eða Fúsa eins og hann er kallaður í daglegu tali, og bárust fréttir til að mynda af því þegar hann seldi fyrrnefnt Ólympíusilfur til að greiða skuldir.

Sigfús sneri sér að fisksölu árið 2013 þegar handboltaferlinum var lokið og hann fékk ekki vinnu. Kristján Berg, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, gaf Fúsa tækifæri í fisknum og síðasta mánudag opnaði Fúsi sína eigin fiskbúð – Fiskbúð Fúsa. Fiskbúðina rekur hann ásamt systur sinni og mági og fengu þau aðeins nokkra daga til að standsetja búðina.

„Þetta er nú ekki alveg hundrað prósent enn þá en það verður það,“ segir Fúsi í innslagi í Íslandi í dag þar sem hann gerir upp fortíðina.

Var í tómu rugli

Hann segir frá því í viðtalinu að hann hafi glímt við innri djöfla í gegnum tíðina, þar á meðal neyslu.

„Ég varð pabbi aftur í apríl 2013 og það var svona öðruvísi heldur en með son minn. Þegar hann fæðist ’95 þá var ég í tómu rugli, var í alls konar neyslu og var eiginlega bara hálfgerður skíthæll út á við. Maður var eiginlega enginn pabbi, ég var meira bara svona vinur eða stóri bróðir á tímabili fyrir hann. Svo núna eignast ég dóttur mína og þá er ég meira svona pabbi sko. Það þroskaði mig gríðarlega það ferli allt saman og ég hætti að vera strákurinn sem vildi enga ábyrgð taka í að vilja taka kannski of mikla ábyrgð stundum,“ segir Fúsi í viðtalinu.

Hann hlakkar til að takast á við rekstur Fiskbúðar Fúsa, en segist hafa lært mikið á því að vinna í fiskbúð Fiskikóngsins á Sogavegi. Það sé reynsla sem hann búi að.

„Ég er nú ágætlega brosmildur og finnst ekkert leiðinlegt að tala, eins og þú heyrir. Ég veit töluvert mikið um fiskinn, Kristján var náttúrulega með vinnslu líka þar sem ég var að læra og læra og læra og ég er að nýta þá reynslu hérna,“ segir Fúsi í innslaginu sem má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa