fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Furðulegar matarvenjur Íslendinga: Lindubuff í aspassúpu, piparkökur með gráðosti og slátur með kokteilsósu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 10. nóvember 2018 16:00

Listinn er ekki fyrir viðkvæma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Okkur á matavefnum barst það til eyrna fyrir stuttu að fólk stundaði það að setja samloku með rækjusalati í samlokugrill. Þetta fannst okkur ansi óvenjulegt en þegar við fórum að spyrjast fyrir um þennan skrýtna rétt kom á daginn að ansi margir stunda það að grilla samloku með rækjusalati.

Því lék okkur forvitni á að vita hvort Íslendingar temdu sér einhverjar fleiri furðulegar matarvenjur og leituðum við til Facebook-hópsins Matartips! sem er stútfullur af matgæðingum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og kom á daginn að matarvenjur eru jafnt skrýtnar og þær eru margar.

Súkkulaðikex með bernaise-sósu

Piparkökur með ýmsu áleggi, svo sem smjöri og osti, komu oft upp, en það furðulegasta sem við heyrðum, sem virðist vera sænsk hefð, voru piparkökur með gráðosti. Ansi margir nefndur þann rétt og sögðu hann lostæti.

Piparkökur með gráðosti eiga að vera algjört lostæti.

„Það er svo sjúúúúúklega gott,“ sagði einn matgæðingurinn og bætti við að piparkökur með gráðosti væru bestar með púrtvíni á jólunum.

Skúffukaka vafin í ostssneið var annar vinsæll kostur sem og súkkulaðisnúður með osti. Þá virðist sérbakað vínarbrauð sett inn í rúnstykki með skinku og osti vera vinsæll meðal einhverra, sem og súkkulaðikex með bernaise-sósu.

Lindubuff í aspassúpu

Margir nefndu ýmiss matvæli sem dýfð eru ofan í sósur, skyr eða eitthvað annað. Til dæmis hraunbitum dýft í Voga ídýfu, beikoni dýft í bráðið súkkulaði, gúrkum dýft í sykur og lakkrís dýft í Voga ídýfu með kryddblöndu. Án efa það skrýtnasta sem við fengum að heyra samt sem áður var Lindubuffi dýft ofan í aspassúpu.

„Ég var á stað þar sem komu alltaf matarbakkar. Einu sinni kom aspassúpa og Lindubuff. Við prófuðum að dýfa og þá var ekki aftur snúið,“ segir matgæðingurinn sem á þessa undarlegu hefð.

Þá var það einnig nokkuð oft nefnt að franskar sem búið er að dýfa í ís væri lostæti, sem og kleinur með Skafís. Svo var það einn matgæðingur sem hélt því fram að vanilluís með ólífuolíu og sjávarsalti væri herramanns matur.

Franskar og ís ku vera frábær blanda.

Harðfiskur með hnetusmjöri og Lucky Charms með kjötsúpu

Rúgbrauð með kæfu, kokteilsósu og rauðkáli og rúgbrauð með smjöri og tómatsósu kom einnig við sögu. Kokteilsósan virðist vera pöruð við fleiri matvæli, ef marka má matgæðinga – til dæmis slátur með kokteilsósu og brauð með kokteilsósu og banana. Skrýtin útgáfa af harðfisk var einnig kynnt til sögunnar – harðfiskur með hindberjasultu, harðfiski dýft í hnetusmjör og djúpsteiktur harðfiskur, hvernig svo sem það er gert. Og talandi um hnetusmjör þá finnst einhverjum gott að dýfa súrum gúrkum í hnetusmjör og setja hnetusmjörssamloku í samlokugrill.

Gamla, góða kjötsúpan kom einnig við sögu og minntist einn matgæðingur á að skyr blandað við kjötsúpu væri mjög bragðgott.

„Mér finnst það alveg eðlilegt enda alin upp við það.“

Öllu óeðlilegra er hins vegar annar réttur þar sem kjötsúpa kemur við sögu – nefnilega morgunkornið Lucky Charms snætt með vatni úr kjötsúpu.

Samloka með mysing og Cocoa Puffs

Íslendingar virðast einnig elska að setja sætindi í örbylgjuofn, hita þau í smá stund og leyfa þeim að bráðna – svo sem Djúp, Homeblest-kex, lakkrís, Þrist og Lindubuff.

Einhverjar samlokutegundir voru nefndar í þessu samhengi en sú langvinsælasta virðist vera samloka úr flatkökum eða brauði með smjöri og osti, sem dýft er ofan í jógúrt. Samloka með mysing og Cocoa Puffs á milli komst líka á blað.

„Ekki spyrja mig hvernig það smakkast. Þykir víst lostæti,“ skrifaði einn matgæðingur.

„Dass af steiktum lauk út í Cheerios.“

Pylsubrauð með sýrðum rjóma og vínberjum var einnig nefnt sem og samloka með hráum lauk og hnetusmjöri. Talandi um hráan lauk þá var þetta einnig nefnt:

„Dass af steiktum lauk út í Cheerios.“

Þá kom blandan Blátt Doritos og konfektlakkrís einnig á blað, sem og Kornflex með kotasælu og vínarbrauð með baunasalati. Einhverjir nefndu einnig að einstaklega bragðgott væri að blanda heitum rétt og marengstertu saman í fjölskylduboðum. Svo er það þessi réttur sem við verðum eiginlega að prófa – samt ekki:

„Steiktur fiskur í raspi með bráðnum osti ofan á og síðan er niðurskorinn, ferskur banani borðaður með (ásamt kartöflum). Þetta er heimsins besta combo. Öllum finnst þetta mjög skrýtið en allir sem hafa smakkað fíla þetta í botn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa