fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019
Matur

Top Chef-kokkur á ár eftir ólifað: Ætlar að heimsækja alla bestu veitingastaði heims

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 9. október 2018 16:00

Fatima Ali er dauðvona.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fatima Ali vakti mikla athygli í 15 seríu af matreiðslukeppninni Top Chef á þessu ári og því síðasta. Eftir að tökum þáttanna lauk greindist Fatima með krabbamein, nánar tiltekið illkynja beinæxli. Í framhaldinu fór hún í geislameðferð og skurðaðgerð og hélt að hún væri laus við krabbameinið. Í september síðastliðnum fékk Fatima þær fregnir að hún væri komin aftur með krabbamein og ætti aðeins ár eftir ólifað. Í pistli á heimasíðu tímaritsins Bon Appétit segir Fatima að viðhorf hennar til lífsins hafi breyst á þeirri stundu.

„Krabbameinsfrumurnar sem læknarnir töldu að hefðu horfið hafa snúið aftur í hefndarhug í vinstri mjöðm og lærlegg. Krabbameinslæknirinn minn segir að ég eigi ár eftir ólifað og að ný lyfjameðferð breyti litlu. Ég var búin að hlakka til að vera þrítug, daðrandi og lifandi. Ætli ég verði ekki að flýta mér að því að daðra. Ég má engan tíma missa,“ skrifar Fatima.

Hatar að nota veikindin sér í hag

Hún segist enn fremur vera búin að panta borð á öllum bestu veitingastöðum heims áður en hún deyr.

„Þetta er frekar fyndið. Þegar við höldum að við höfum allan tímann í heiminum til að lifa gleymum við að njóta lífsins. Þegar þessi valkostur er tekinn frá okkur lifnum við við. Ég er í örvæntingu að reyna að fylla skilningarvitin á næstu mánuðum og panta borð á bestu veitingastöðum heims, hef samband við fyrrverandi elskhuga og vini og kaffæri fjölskyldu minni í tíma sem ég átti sjálfselsk fyrir sjálfa mig áður,“ skrifar hún.

Hún segist hata að nota veikindin sér í hag, aðferð sem virkaði mjög vel þegar hún fékk borð á hinum geysivinsæla veitingastað Noma í Kaupmannahöfn.

„Ég er steinhissa þegar ég fæ svar frá sjálfum kokkinum Rene Redzepi. Svo virðist vera að fólk svari þegar maður segir því að maður sé að deyja úr krabbameini,“ skrifar Fatima. Hún segir það ákveðinn létti að geta lifað lífinu.

„Skrýtinn léttir hefur hreiðrað um sig innra með mér, vitandi að ég geti loksins lifað fyrir mig, þó það sé ekki nema í nokkra, dýrmæta mánuði í viðbót.“

Ætlar að borða sig í gegnum New York

Fatima ætlar að nýta þessa síðustu mánuði út í ystu æsar og er mjög opin með sjúkdóminn sem er að draga hana til dauða.

„Allir dagar eru tækifæri fyrir mig að prófa eitthvað nýtt. Mig dreymdi alltaf um að eignast minn eigin veitingastað. Nú er ég með sílengri lista yfir þá sem ég þarf að heimsækja. Frá fáguðu trufflubrauði hjá Chef‘s Table á Brooklyn-hátíðinni til bragðsterks Szechuan-pottréttar í Flushing, er ég að búa til plan hvernig ég ætla að borða mig í gegnum New York og nágrenni á meðan ég hef tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

YouTube stjarna sem gaf heimilislausum manni tannkremsfyllt Oreo dæmd í 15 mánaða fangelsi

YouTube stjarna sem gaf heimilislausum manni tannkremsfyllt Oreo dæmd í 15 mánaða fangelsi
Matur
Fyrir 1 viku

Coca-Cola setur kóladrykk með kaffibragði á markaðinn – Misheppnaðist 2006 en nú verður reynt aftur

Coca-Cola setur kóladrykk með kaffibragði á markaðinn – Misheppnaðist 2006 en nú verður reynt aftur
Matur
Fyrir 2 vikum

Internetið logar vegna umdeildrar könnunar í Bretlandi: „Ég held að þetta sé gildra“

Internetið logar vegna umdeildrar könnunar í Bretlandi: „Ég held að þetta sé gildra“
Matur
Fyrir 2 vikum

Stefán Karl mætir á Fabrikkuna – „Við erum spennt og stolt að ýta þessu verkefni úr vör“

Stefán Karl mætir á Fabrikkuna – „Við erum spennt og stolt að ýta þessu verkefni úr vör“