fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019
Matur

Þetta gerist þegar þú reynir að elda í 70 gráðu frosti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 9. október 2018 18:00

Vill einhver pasta?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cyprien Verseux er jökla- og stjörnulíffræðingur, sem er nú með aðsetur á Suðurskautslandinu. Hann vinnur að rannsóknum í Concordia-stöðinni, sem er án efa einn afskekktasti staður jarðar.

Cyprien nýtir stundir á milli stríða með því að blogga um líf sitt á þessum afskekkta stað og hvernig einföldustu hlutir geta orðið afar flóknir – eins og að elda mat.

Cyprien Verseux.

Í nágrenni Concordia-stöðvarinnar er nefnilega um 70°C frost yfir vetrartímann, svo kalt að bakteríur þrífast ekki einu sinni þar. Níu mánuði ársins er hvorki hægt að komast til eða frá stöðinni – það er einfaldlega það mikill kuldi að ekki er hægt að nýta sér farartæki.

Cyprien datt í hug einn daginn að bregða sér út fyrir og reyna að elda undir berum himni. Hann náði þessum makalausu myndum af eldamennsku í nístingskulda og eru þær vægast sagt magnaðar.

Þetta hefði örugglega orðið gómsætt:

Girnilegt:

Þessi egg áttu aldrei séns:

Ekki þessi heldur:

Það gæti verið hættulegt að hætta sér í þetta marmelaði:

Eilítið þurrt pasta:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 6 dögum

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús
Matur
Fyrir 6 dögum

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming
Matur
Fyrir 1 viku

Halla kemur ketóliðum til bjargar: „Gæða skyndibiti á núll einni“

Halla kemur ketóliðum til bjargar: „Gæða skyndibiti á núll einni“
Matur
Fyrir 1 viku

Eiríkur bendir á stóran galla á flestum heimilum: „Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma“

Eiríkur bendir á stóran galla á flestum heimilum: „Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma“