fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

20 mest ávanabindandi matvæli í heimi: Auðvitað er eiginlega ekkert hollt á listanum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 9. október 2018 22:00

Lítið sem kemur á óvart á listanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teymi vísindamanna við sálfræðideild háskólans í Michigan birti nýlega rannsókn þar sem tuttugu mest ávanabindandi matvæli í heimi eru listuð upp. Vildi teymið reyna að skilja betur hvaða matvæli vekja upp fíkn í manneskjum.

Í rannsókninni var fylgst með 120 háskólanemendum en spurningalisti var einnig sendur á 384 aðra þátttakendur. Rannsóknin var í tveimur hlutum og í þeim fyrri tók fólk á aldrinum 18 til 23 ára þátt. Fólkinu var sýndur matur og beðið um að segja hvaða matur væri líklegur til að valda þeim vandræðum samkvæmt matarfíkniskala Yale, sem er vel þekktur. Þá kom í ljós að af þeim 35 matvælum sem þátttakendum var sýnd voru unnin matvæli, sem innihalda meiri fitu og meira magna af glúkósa, líklegri til að vera tengd við fíknihegðun.

Alls kyns matur, sem oftast er kallaður ruslfæði, er á listanum.

Í seinni hlutanum voru þátttakendur á aldrinum 18 til 64 ára. Þá var notast við Likert-kvarðann, sálfræðiskala þar sem þátttakendur ákváðu hve sammála eða ósammála þeir voru vissum atriðum er varðaði 35 mismunandi matvæli. Þátttakendur gátu gefið matvælum einkunn frá 1 og upp í 7, en matvæli sem fengu 7 voru talin valda mestu vandræðum eða vera mest ávanabindandi.

Þegar niðurstöður úr þessum tveimur hlutum voru teknar saman gátu vísindamenn ákvarðað hvaða tuttugu matvæli væru mest ávanabindandi í heimi. Hér fyrir neðan er listinn, en fyrst á listanum er sá matur sem er mest ávanabindandi og svo koll af kolli. Það kemur líklegast ekki á óvart að ekki er um heilsufæði að ræða.

Mest ávanabindandi matur í heimi:

• Pítsa
• Súkkulaði
• Snakk
• Smákökur
• Ís
• Franskar
• Ostborgari
• Gosdrykkir
• Kökur
• Ostur
• Beikon
• Djúpsteiktur kjúklingur
• Rúnnstykki
• Smjörpopp
• Morgunkorn
• Hlaup
• Steik
• Möffins
• Hnetur
• Egg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa