fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019
Matur

Skyldulesning: 12 staðreyndir um matarsóun sem lætur þig hugsa tvisvar um áður en þú hendir mat

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 8. október 2018 16:00

Segjum nei við matarsóun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matarsóun er gríðarlegt vandamál í nútímaheimi, en hægt er að minnka hana gífurlega mikið ef hvert heimili hugsar sig tvisvar um áður en það sóar mat. Hér eru nokkrar staðreyndir sem gætu ýtt við því.

1. Þriðjungur þess matar sem framleiddur er fer beint í ruslið samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna.

2. Það þýðir að um 1.3 milljarðar tonna af mat fer í ruslið á hverju ári í heiminum.

3. Í þessum 1,3 milljörðum tonna felst að 45% af öllum ávöxtum og grænmeti, 35% af öllum fiski og sjávarfangi, 30% af öllu korni, 20% af öllum mjólkurvörum og 20% af öllu kjöti er sóað.

4. 3,5 milljónum tonna af mat er sóað árlega á Norðurlöndunum.

5. Samkvæmt skýrslu Matvæla– og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna er áætlað að um 3.300.000 Gg af losun koldíoxíðígilda í heiminum á ári megi rekja til matarsóunar.

6. Mestum mat er sóað í Evrópu og Norður-Ameríku.

7. Minnst matarsóun er í Suð- og Suðaustur-Asíu.

8. Meðalheimili í Bandaríkjunum sóar mat að andvirði 250 þúsund króna á ári hverju.

9. Sá matur sem fer til spillis í Bandaríkjunum gæti brauðfætt 274 milljónir manna.

10. Það fara 200 lítrar af vatni í að framleiða eitt egg.

11. Sóun á tveimur meðalstórum hamborgurum er eins og að sóa tæplega 7000 lítrum af vatni.

12. 90% Bandaríkjamanna henda mat sem er í lagi vegna dagsstimpla á vörum.

Heimildir: matarsoun.is og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

YouTube stjarna sem gaf heimilislausum manni tannkremsfyllt Oreo dæmd í 15 mánaða fangelsi

YouTube stjarna sem gaf heimilislausum manni tannkremsfyllt Oreo dæmd í 15 mánaða fangelsi
Matur
Fyrir 1 viku

Coca-Cola setur kóladrykk með kaffibragði á markaðinn – Misheppnaðist 2006 en nú verður reynt aftur

Coca-Cola setur kóladrykk með kaffibragði á markaðinn – Misheppnaðist 2006 en nú verður reynt aftur
Matur
Fyrir 2 vikum

Internetið logar vegna umdeildrar könnunar í Bretlandi: „Ég held að þetta sé gildra“

Internetið logar vegna umdeildrar könnunar í Bretlandi: „Ég held að þetta sé gildra“
Matur
Fyrir 2 vikum

Stefán Karl mætir á Fabrikkuna – „Við erum spennt og stolt að ýta þessu verkefni úr vör“

Stefán Karl mætir á Fabrikkuna – „Við erum spennt og stolt að ýta þessu verkefni úr vör“