fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Matur

Hádegismatur fyrir 1.000 krónur eða minna í Reykjavík – Sjáðu listann

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 7. október 2018 16:00

Það er ýmislegt hægt að fá sem fer vel með fjárhaginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sífellt skrafað um að matarverð á Íslandi sé hátt og finna landsmenn flestir fyrir því. Nýr matarvefur DV fór því á stúfana og fann hádegismat fyrir þúsund krónur eða minna á veitingastöðum Reykjavíkurborgar. Það skal tekið fram að verðið á þessum réttum var athugað dagana 2. og 3. október og er listinn alls ekki tæmandi.

Pylsan er vinsæl.

Klassísk pylsa og gos

Verð: Á bilinu 450 til 600 kr.

Hún er kölluð þjóðarréttur Íslendinga, blessuð pylsan með öllu, engu eða sumu. Þekktasti pylsustaður borgarinnar er eflaust Bæjarins beztu, en sökum gríðarlegra vinsælda þessa einfalda réttar meðal erlendra ferðamanna væri kannski tímasparnaður í að stoppa í næstu sjoppu og grípa með sér eina ylvolga.

Núðlunasl

Verð: 960 kr.

Á Noodle Station í Reykjavík og Hafnarfirði er hægt að fá núðlusúpu með grænmeti á minna en 1.000 krónur, en þess ber að geta að staðurinn er einnig á Selfossi. Fyrir 680 krónur til viðbótar er hægt að hafa kjötmeti í súpunni.

Súpan á Local er í ódýrari kantinum.

Mexíkó kallar

Verð: 950 kr.

Staðurinn Local í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi býður upp á úrval af salati, samlokum og djús, en á matseðlinum er einnig mexíkósk kjúklingasúpa sem kostar 950 krónur.

Núðlur dagsins

Verð: 990 kr.

Hægt er að fá lítinn skammt af núðlum dagsins fyrir minna en 1.000 krónur á veitingastöðum Nings í Reykjavík og Kópavogi.

Pítsurnar á The Deli heilla.

Ein, jafnvel tvær pítsusneiðar

Verð: 550 til 970 kr.

Skyndibitastaðurinn The Deli er staðsettur við Bankastræti og býður upp á eina pítsusneið á 550 krónur og tvær sneiðar á tæpar 1.000 krónur.

Heil pítsa fyrir svanga

Verð: 1.000 kr.

Vinsæli pítsastaðurinn Domino’s fær að fylgja með, en aðeins á þriðjudögum fæst miðstærð af pítsu með þremur áleggstegundum á einn fjólubláan.

Það er hægt að fá ýmislegt á Aktu Taktu fyrir 1.000 krónur eða minna.

Samlokur, pylsur og naggar

Verð: 489 til 999 kr.

Á skyndibitastaðnum Aktu Taktu er ýmislegt hægt að fá sem kostar minna en þúsund krónur. Meðal þess sem fer vel með budduna eru sex kjúklinganaggar á 999 krónur, ristuð samloka með skinku og osti á 899 krónur, pylsa með öllu á 489 krónur og baguette með skinku og osti á 799 krónur.

Litlir kafbátar eru ekki dýrir.

Þinn eigin kafbátur

Verð: Frá 649 kr.

Hægt er að bregða sér á Subway um allt land og næla sér í sex tommu kafbát fyrir minna en 1.000 krónur. Taco-bátur er til dæmis á 929 krónur, bátur með rifnu grísakjöti á 859 krónur, grænmetisbátur á 649 krónur og skinkubátur á 759 krónur. Þá er bryddað upp á litlum báti mánaðarins sem er á 499 krónur.

Hamborgari og franskar

Verð: 1.000 kr.

Klassískur hamborgari, franskar og gos kostar 1.000 krónur á borgarastaðnum Metro.

Hægt er að fá ýmsa rétti í IKEA fyrir minna en þúsund krónur.

Smurbrauð og heimilismatur

Verð: 695 til 995 kr.

Þeir sem eiga leið hjá IKEA í Garðabæ geta gætt sér á heitum heimilismat fyrir 995 krónur. Ef heimilismaturinn heillar ekki er hægt að gúffa í sig smurbrauði fyrir 695 til 795 krónur.

Ferskur fiskur fyrir einn fjólubláan.

Fiskinn minn, nammi nammi namm

Verð: 1.000 kr.

Á fiskistaðnum Fish & Co við Aðalstræti í Reykjavík er hægt að fá fisk og meðlæti á litlar 1.000 krónur.

Súpa sem hitar í skammdeginu

Verð: 990 kr.

Á kaffihúsinu Brikk í Hafnarfirði er hægt að slafra í sig súpu og brauði með á tæpar 1.000 krónur.

HLIÐAREFNI:

Fylgist með tilboðum

Svo má ekki gleyma þeim aragrúa af tilboðum sem eru í gangi í matvöruverslunum og bensínstöðvum hverju sinni. Í bakaríum er einnig hægt að næla sér í eitthvert hnossgæti sem fer ekki með fjárhaginn og í ýmsum sjoppum borgarinnar er boðið upp á meira en bara pylsu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er ástæðan fyrir því að þú léttist ekki á ketó mataræðinu

Þetta er ástæðan fyrir því að þú léttist ekki á ketó mataræðinu
Matur
Fyrir 1 viku

Ketó karrýfiskur – Meira að segja gikkirnir borða þennan rétt

Ketó karrýfiskur – Meira að segja gikkirnir borða þennan rétt
Matur
Fyrir 2 vikum

Er þetta versta nammið á Íslandi? „Þetta bragðast allt eins og matarlím“ – Taktu könnunina

Er þetta versta nammið á Íslandi? „Þetta bragðast allt eins og matarlím“ – Taktu könnunina
Matur
Fyrir 2 vikum

Skora á veitingagesti að gera sér upp fullnægingu

Skora á veitingagesti að gera sér upp fullnægingu
Matur
Fyrir 2 vikum

Hún byggði ferilinn upp á því að vera vegan – Heilsunni hrakaði og hún hætti á blæðingum: „Ég var mjög hrædd“

Hún byggði ferilinn upp á því að vera vegan – Heilsunni hrakaði og hún hætti á blæðingum: „Ég var mjög hrædd“
Matur
Fyrir 2 vikum

Sumardrykkurinn sem tryllir partígestina

Sumardrykkurinn sem tryllir partígestina