fbpx
Miðvikudagur 06.nóvember 2024
Matur

Fullkominn Alfredo-kjúklingur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 6. október 2018 15:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir kannast við kjúkling í Alfredo-sósu, en þessi réttur er tilvalinn kósímatur um helgar. Ekki skemmir fyrir að það er einstaklega einfalt að matreiða hann.

Alfredo-kjúklingur

Hráefni:

2 msk. ólífuolía
2 kjúklingabringur
salt og pipar
1½ bolli nýmjólk
1½ bolli kjúklingasoð
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
225 g Fettuccine-pasta
½ bolli rjómi
1 bolli rifinn parmesan ostur
fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar og eldið í 8 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hann er eldaður í gegn. Leyfið kjúklingnum að hvíla í 10 mínútur og skerið hann svo niður í bita.

Setjið mjólk, soð og hvítlauk á pönnuna og kryddið með salti og pipar. Náið upp léttri suðu og bætið pastanum saman við. Hrærið við og við í um 3 mínútur og leyfið pastanu síðan að sjóða í 8 mínútur. Hrærið rjómanum og parmesan ostinum saman við og látið malla þar til sósan hefur þykknað. Takið af hitanum og hrærið kjúlingnum saman við. Skreytið með saxaðri steinselju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka