fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019
Matur

Matgæðingar ósáttir við Royal-búðinginn: „Þetta er ekki sami búðingur og var“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 4. október 2018 10:00

Skiptar skoðanir um búðing.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur karamellubúðingurinn breyst?

Eldheitar umræður sköpuðust um gamla, góða Royal-búðinginn fyrir stuttu inni á Facebook-hópnum Matartips. Voru margir á því að bragðið hefði breyst til hins verra.

„Af hverju ætli Royal-karamellubúðingurinn sé orðinn svona litlaus og fölur? Já, og bragðið hefur breyst líka. P.s. Bragðlaukarnir mínir og sjónin er í fínu lagi,“ skrifar manneskjan sem stofnar til þráðarins sem hefur skapað mikil skoðanaskipti.

„Þetta er ekki sami búðingurinn og var. Allt annað bragð af þessum,“ segir einn Facebook-notandi og aðrir taka í sama streng:

„Sammála, hann er frekar bragðlítill. Ekki sá sami og áður.“

„Ég var með vanillubúðing í gær einmitt. Langt síðan síðast og mér fannst hann einmitt svo bragðlaus.“

„Nákvæmlega. Litljótur og bragðdaufur.“

Skjáskot af upphafi þráðarins í Matartips.

Einhverjir benda á það innan hópsins að búðingnum hafi verið breytt fyrir mörgum árum, og einhverjum finnst að ætti að taka þá breytingu til baka.

„Þeir mega alveg breyta aftur. Alls ekki góður ef það er raunin að þeir séu að breyta honum,“ skrifar einn matgæðingur.

Ekkert hæft í þessum fullyrðingum

Matarvefurinn hafði samband við Stefán S. Guðjónsson, forstjóra John Lindsay hf., sem selur Royal-búðinginn, til að fá úr þessu skorið. Hann segir vissulega að uppskriftinni hafi verið breytt en telur það ekki koma niður á bragðinu.

„Við höfum ávallt kappkostað að nota náttúruleg bragð- og litarefni og höfum þess vegna þurft að breyta hráefnum. Einhverjir hafa fullyrt við okkur að þetta hafi leitt til breytinga. En samkvæmt okkar formúlu er ekkert hæft í því,“ segir Stefán. Hann segir það koma til greina að bragðlaukar fólks þróist og breytist með aldrinum.

„Bragðið hefur lítið breyst í tímans rás. Auðvitað er það þannig að bæði bragðskyn fólks og smekkur breytist í gegnum árin. Gamli, góði Royal-búðingurinn smakkast alltaf jafn vel.“

Nú ætlar matarvefurinn ekki að leggja mat á breytingar á Royal-búðingnum sem hefur fylgt þjóðinni í áratugi, en vill hins vegar benda á að tilvalið er að nota skyndibúðinga í alls kyns bakstur, til dæmis þessa kanilsnúða sem eru óviðjafnanlegir:

Heimsins bestu kanilsnúðar

Snúðar – Hráefni:

4 msk volgt vatn
6 msk volgt smjör
1 pakki Royal-vanillubúðingur
2 ½ dl rjómi
2 egg
1 msk sykur
1 tsk sjávarsalt
500 g hveiti
1 pakki þurrger

Fylling – Hráefni:

3-6 msk brætt smjör
200 g púðursykur
4 tsk kanill

Geggjaðir nýkomnir úr ofninum.

Aðferð:

Hitið rjómann. Setjið öll hráefnin sem eiga heima í snúðunum í skál og hellið rjómanum yfir. Hnoðið vel saman. Stráið hveiti yfir deigið, breiðið yfir það klút og látið það hefast þar til það hefur tvöfaldast. Setjið deigið á borðflöt sem búið er að strá hveiti á og fletjið út eins þunnt og þið mögulega getið. Smyrjið deigið með smjöri og stráið púðursykri og kanil. Rúllið deiginu upp og skerið í bita. Setjið klút yfir snúðana og leyfið þeim að hefast aftur. Hitið ofninn í 200°C og bakið snúðana í um 15 mínútur.

Skyndibúðingur er góður í bakstur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Ofureinfalt salat sem er fullkomið í sólinni

Ofureinfalt salat sem er fullkomið í sólinni
Matur
Fyrir 1 viku

Rétturinn sem tryllir mannskapinn – Þessa uppskrift þarf að geyma

Rétturinn sem tryllir mannskapinn – Þessa uppskrift þarf að geyma
Matur
Fyrir 2 vikum

Pítsa endist lengur inni í ísskáp en þú heldur – Bara ekki gera þessi mistök

Pítsa endist lengur inni í ísskáp en þú heldur – Bara ekki gera þessi mistök
Matur
Fyrir 2 vikum

Þú verður að prófa þennan sumardrykk – Sex hráefni og málið er dautt

Þú verður að prófa þennan sumardrykk – Sex hráefni og málið er dautt
Matur
Fyrir 2 vikum

Internetið logar vegna umdeildrar könnunar í Bretlandi: „Ég held að þetta sé gildra“

Internetið logar vegna umdeildrar könnunar í Bretlandi: „Ég held að þetta sé gildra“
Matur
Fyrir 2 vikum

Stefán Karl mætir á Fabrikkuna – „Við erum spennt og stolt að ýta þessu verkefni úr vör“

Stefán Karl mætir á Fabrikkuna – „Við erum spennt og stolt að ýta þessu verkefni úr vör“