fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
Matur

Margir stilla ísskápinn vitlaust og eyðileggja mat: Veist þú hve kaldur ísskápurinn á að vera?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 22. október 2018 11:05

Fylgjumst með hitastigi ísskápsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsmenn verða alltaf meðvitaðri og meðvitaðri um matarsóun og grípa til ýmissa ráða til að sporna gegn henni. Hins vegar er eitt sem skiptir gríðarlegu máli þegar kemur að matarsóun og það er sjálfur ísskápurinn. Hann verður nefnilega að vera stilltur á rétt hitastig svo matvæli skemmist ekki alltof fljótt.

Bresku góðgerðarsamtökin WRAP, sem berjast gegn matarsóun, segja að Bretar séu ekki upplýstir um á hvaða hitastig ísskápurinn þurfi að vera stilltur, sem þar af leiðandi orsaki meiri matarsóun. Samkvæmt upplýsingum WRAP er ísskápur á meðalheimili í Bretlandi stilltur á 7°C, sem er hærra en hitastigið sem Matvælastofnun Bretlands, FSA, mælir með. Mælt er með því að ísskápar séu stilltir á 0°C til 5°C svo matvæli geymist sem best. Matvælastofnun Íslands mælir með að ísskápar séu stilltir á 0°C til 4°C.

„Ísskáparnir okkar eru oft stilltir á of hátt hitastig sem þýðir að mjólk og aðrar matvörur eyðileggjast of fljótt og enda í ruslinu. Við myndum aldrei henda pening í ruslið en meðalfjölskylda í Bretlandi sóar tæplega ellefu þúsund á mánuði með því að sóa mat sem hefði getað verið nýttur,“ segir Helen White hjá WRAP í samtali við blaðið Metro.

Samkvæmt upplýsingum á vef Matvælastofnunar Íslands þarf að geyma kælivöru við 0°C til 4°C því þá fjölgi bakteríum hægt. Hér fylgja nokkur heilræði frá Matvælastofnun um geymslu matvæla í ísskáp:

* Setjið kælivörur strax í ísskáp þegar komið er heim úr innkaupaferð. Kælið matarafganga strax að máltíð lokinni. Sýklar geta fjölgað sé gríðarlega hratt í mat sem látinn er standa við stofuhita.

* Kjötrétti, sósur, salöt, eftirrétti og aðra rétti, sem matreiddir eru nokkru áður en þeirra er neytt, skal kæla strax.

* Stórum skömmtum, sem lengi eru að kólna, þarf að skipta niður í smærri skammta. Til að kæla pottrétti, sósur, súpur og svipaða rétti er gott að setja pottinn í kalt rennandi vatn, eða vatn með miklum klaka. Til að flýta kælingu er gott að hræra öðru hvoru.

Ekki yfirfylla ísskápinn.

* Hangikjöt, skinku og svipaða rétti, sem borðaðir eru kaldir, skal kæla strax eftir suðu þannig að kjötið nái 0-4°C hitastigi sem fyrst.

* Þíðið frosinn mat í ísskáp eða á köldum stað. Hafið matinn í ílátum sem tryggja að ekkert leki yfir í önnur matvæli.

* Hrámeti, önnur innihaldsefni, hálfunnin og tilbúin matvæli skal geyma, meðhöndla, og selja við kælihitastig, svo ekki sé hætta á fjölgun örvera, mengun, eða öðrum skaðlegum áhrifum, sem gerir matvælin óhæf til neyslu.

* Látið matvæli ekki standa lengur en 2 klukkustundum við herbergishita.

* Til þess að kæling sé góð þarf að gæta þess að yfirfylla ekki ísskápinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 5 dögum

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur
Matur
Fyrir 5 dögum

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?
Matur
Fyrir 6 dögum

Bestu Rice Krispies kökur í heimi – Uppskrift

Bestu Rice Krispies kökur í heimi – Uppskrift
Matur
Fyrir 6 dögum

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s
Matur
Fyrir 1 viku

Sniðugar leiðir til að nota ísmolaform

Sniðugar leiðir til að nota ísmolaform
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er grænmetið sem inniheldur fæst kolvetni

Þetta er grænmetið sem inniheldur fæst kolvetni