fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
Matur

Keyrði tæplega 400 kílómetra með pítsu fyrir dauðvona mann

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 21. október 2018 17:30

Dalton og pítsan góða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dalton Shaffer er átján ára og vinnur á pítsastaðnum Steve’s Pizza í bænum Battle Creek í Michigan í Bandaríkjunum. Hann fór með frekar óvenjulega sendingu í vikunni, nefnilega alla leið til Indianapolis með tvær pítsur fyrir dauðvona mann. Dalton keyrði um 370 kílómetra með pítsurnar og var mættur til mannsins klukkan hálf þrjú um nóttina. Síðan keyrði hann aðra tæpa 400 kílómetra til baka og rétt náði morgunverkunum á bóndabænum sem hann vinnur einnig á.

Viðtakendur pítsanna voru hjónin Richard og Julie Morgan. Richard er dauðvona úr krabbameini og á aðeins nokkra daga eftir ólifaða. Þó hjónin búi nú í Indianapolis bjuggu þau í Battle Creek fyrir 25 árum síðan og hafa aldrei fundið betri pítsastað en Steve’s Pizza.

Julie og Richard.

„Við vorum ung og það var þröngt í búi en um hver mánaðarmót náði Rich í Steve’s-pítsu í kvöldmat,“ skrifar Julie á Facebook. „Ég get ekki lýst því hve gómsæt þessi pítsa er – en nokkrum flutningum og mörgum árum síðan höfum við ekki enn fundið betri pítsu. Rich segir oft um pítsur að þær séu góðar, en ekki eins góðar og hjá Steve’s,“ bætir hún við.

„Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um“

Julie og Richard ætluðu að gera sér glaðan dag í tilefni af afmæli Julie á dögunum og voru búin að skipuleggja ferð til Michigan. Þar ætluðu þau að njóta haustlitanna og auðvitað fá sér sneið af uppáhaldspítsunni sinni. Heilsu Richards hrakaði hins vegar skyndilega og þurftu þau að hætta við ferðina. Þá tók faðir Julie, David Dalke, málið í sínar hendur. Hann hringdi í Steve’s Pizza með það fyrir augum að fá pítsastaðinn til að senda fjölskyldunni skeyti eða skilaboð og hughreysta þau á þessum erfiðu tímum. Fyrrnefndur Dalton Shaffer svaraði í símann og snerti saga fjölskyldunnar við honum.

Hjónin ásamt börnum sínum.

„Á hinum endanum var Dave, faðir Julie. Hann sagði mér frá því sem var í gangi. Hann sagði mér að tengdasonur hans hefði verið sendur heim til að deyja,“ segir Dalton í samtali við TODAY Food. Í staðinn fyrir að skrifa niður nokkur vel valin orð fyrir fjölskylduna ákvað Dalton að spyrja Dave hver uppáhaldsálegg Julie og Richards væru. Hann vissi að hann þyrfti að keyra í marga klukkutíma til að komast til þeirra en lofaði að leggja í langferðina þegar pítsastaðurinn lokaði það kvöldið klukkan tíu.

„Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um. Ætli þetta hafi ekki verið skyndiákvörðun hjá mér,“ segir Dalton. „Þegar ég keyrði inn í innkeyrsluna klukkan 2.30 eða 2.40, var fjölskyldan að bíða eftir mér. Faðirinn var þarna og hann kom út og faðmaði mig,“ bætir hann við.

Agndofa og auðmjúk

Pítsurnar voru eins og gefur að skilja orðnar kaldar, en það skipti ekki höfuðmáli í þessu samhengi. Julie var himinlifandi yfir þessari fallegu hugsun.

„Ég er meira en agndofa og auðmjúk yfir þessu góðverki. Dalton færði fjölskyldu okkar svo mikla gleði – og bestu pítsu í heiminum – á þessum erfiða tíma,“ skrifar hún á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 5 dögum

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur
Matur
Fyrir 5 dögum

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?
Matur
Fyrir 6 dögum

Bestu Rice Krispies kökur í heimi – Uppskrift

Bestu Rice Krispies kökur í heimi – Uppskrift
Matur
Fyrir 6 dögum

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s
Matur
Fyrir 1 viku

Sniðugar leiðir til að nota ísmolaform

Sniðugar leiðir til að nota ísmolaform
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er grænmetið sem inniheldur fæst kolvetni

Þetta er grænmetið sem inniheldur fæst kolvetni