fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Matur

22 af 25 hamborgarastöðum fá falleinkunn: Bjóða upp á kjöt sem er stútfullt af sýklalyfjum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 19. október 2018 07:18

Það skal varast borgara sem innihalda kjöt sem sprautað hefur verið með sýklalyfjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundar nýrrar skýrslu gefa 22 af 25 vinsælustu hamborgarastöðunum í Bandaríkjunum falleinkunn þar sem staðirnir bjóða upp á kjöt af nautgripum sem hafa verið sprautaðir með sýklalyfjum. Aðeins tvær veitingastaðakeðjur af þessum 25, staðirnir Shake Shack og Burger Fi, fá toppeinkunn fyrir að bjóða upp á borgara úr kjöti af gripum sem hafa ekki verið fóðraðir á sýklalyfjum. Þá fékk staðurinn Wendy D mínus í einkunn, en staðurinn býður upp á kjöt frá framleiðanda sem hefur minnkað notkun sína á sýklalyfjum lítið eitt. Meðal þeirra hamborgarastað sem fá falleinkunn eru McDonald‘s og Burger King.

Sýklalyf í 43% nautgripa

Lena Brook, formaður nefndarinnar sem vann skýrsluna, segir í samtali við Daily Mail að hópurinn hafi fyrst skoðað magn sýklalyfja í fuglakjöti. Þá kom í ljós að magn sýklalyfja í kjúklingakjöti á skyndibitastöðum hefði minnkað mikið síðustu ár. Í kjölfarið hafi verið ákveðið að rannsaka hamborgara, enda er það einn af vinsælustu réttunum meðal Bandaríkjamanna. Samkvæmt skýrslu sem var birt í fyrra og unnin af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA), kom fram að sýklalyf fundust í um 43% nautgripa en aðeins 6% í kjúklingi.

Hér má sjá hvernig fyrirtækin stóðu sig.

„Við vildum einbeita okkur að þeim mat sem Bandaríkjamenn elska og geiranum sem kaupir nautakjötið,“ segir Lena um skýrsluna. Þeir 25 hamborgarastaðir sem voru skoðaðir voru valdir því þeir voru þeir söluhæstu vestan hafs. Veitingastaðirnir voru dæmdir út frá þremur atriðum: hvort þeir væru búnir að marka sér stefnu um að hætta að nota kjöt sem innihéldi sýklalyf, hvort unnið væri að því að koma þeirri stefnu í verk og hvort að umhverfisverndarhópurinn NRDC gæti staðfest það. Kom í ljós að Shake Shack og BurgerFi væru einu tvær keðjurnar sem höfðu skýra stefnu um að bera ekki fram kjöt af nautgripum sem hefðu verið fóðraðir á sýklalyfjum.

Ónæmi fyrir sýklalyfjum getur dregið fólk til dauða

Lena segir að þessar niðurstöður hafi komið eilítið á óvart og að hún hafi búist við að niðurstöðurnar yrðu jákvæðari hjá smærri og nýrri keðjum.

„Á topp 25 listanum er mikið af minni keðjum sem eru nýjar og ný kynslóð af borgarakeðjum sem eru að narta í hælana á stóru keðjunum,“ segir hún. „Nýjar kynslóðir einbeita sér frekar að því að bjóða upp á kjöt af nautgripum sem eru aldir á ábyrgan hátt þannig að ég hélt að margar af þeim keðjum myndu bjóða upp á sýklalyfjalaust kjöt.“

Smærri hamborgarastaðir sem komust ekki á topp 25 listann fengu viðurkenningu, svo sem Elevation Burger og Burger Lounge, fyrir að bjóða kjöt án sýklalyfja.
Margar af stærstu hamborgarakeðjum Bandaríkjanna, til að mynda McDonald‘s og In-N-Out, hafa gefið það út síðustu ár að breytinga sé að vænta í þessum efnum og að fyrirtækin ætli að hætta að bjóða upp á kjöt sem inniheldur sýklalyf. Ekkert hefur orðið úr þeim loforðum enn þá en talið er að rúmlega tvær milljónir manna smitist af bakteríu sem er ónæm fyrir sýklalyfjum á hverju ári í Bandaríkjunum. Rúmlega 23 þúsund manns deyja sökum þessara smita. Ein af ástæðum þess að ónæmi fyrir sýklalyfjum meðal manna hefur aukist síðustu ár er vegna þess að sýklalyf eru notuð í matvælaframleiðslu. Þá spilar einnig ofnotkun mannfólksins á þessum lyfjum stórt hlutverk.

Ofnotkun sýklalyfja er grafalvarlegt mál.

Rödd neytenda skiptir máli

Sýklalyf eru ekki aðeins notuð til að lækna veik dýr heldur einnig til að láta þau vaxa hraðar og fyrirbyggja sjúkdóma. Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið kynnti nýlega fimm ára plan til að draga úr notkun sýklalyfja í matvælaframleiðslu. Í planinu er meðal annars lagt til að sýklalyf verði ekki notuð nema undir eftirliti dýralæknis eða þegar dýr eru veik.

„Næsta skrefið er að banna sýklalyf þannig að þau séu aðeins notuð þegar dýr eru veik,“ segir Lena og bætir við að neytendur hafi mikið vald þegar kemur að þessum efnum.

„Ég segi lesendum og matgæðingum alltaf að rödd þeirra skipti máli. Ef þeir borða á stöðunum sem fengu toppeinkunn mæli ég með að þeir láti yfirmenn vita því þeir vilja heyra frá ykkur. Ef að þeir borða á veitingastöðum sem fengu falleinkunn ættu þeir að senda skilaboð til yfirmanna og lýsa yfir áhyggjum sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Jenna Jameson gerði þessa þrjá hluti þegar hún byrjaði á ketó – Hefur misst tæp 40 kíló

Jenna Jameson gerði þessa þrjá hluti þegar hún byrjaði á ketó – Hefur misst tæp 40 kíló
Matur
Fyrir 2 dögum

Ketó skonsur fyrir skyndibitafíklana: „Bráðna í munni“ – „Algjör bomba“

Ketó skonsur fyrir skyndibitafíklana: „Bráðna í munni“ – „Algjör bomba“
Matur
Fyrir 4 dögum

Bakaður banana og súkkulaði hafragrautur í einni skál: Sjáið myndbandið

Bakaður banana og súkkulaði hafragrautur í einni skál: Sjáið myndbandið
Matur
Fyrir 5 dögum

Vinnufélagar Theodórs gengu fram af honum: „Siðleysi samstarfsfólks míns nær hér hæstu hæðum“

Vinnufélagar Theodórs gengu fram af honum: „Siðleysi samstarfsfólks míns nær hér hæstu hæðum“