fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019
Matur

Þetta eru tíu kynþokkafyllstu kokkarnir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 18. október 2018 10:10

Nokkrir af þeim kokkum sem komast á blað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímaritið PEOPLE stendur nú fyrir keppni um kynþokkafyllsta, núlifandi kokkinn árið 2018. Sigurvegarinn verður opinberaður á sjónvarpsstöðinni Food Network þann 1. nóvember næstkomandi, en hér eru þeir tíu kokkar sem keppa um titilinn.

Edouardo Jordan

Þessi kokkur hlaut tvenn James Beard-verðlaun í ár sem besti kokkur á veitingastaðnum Salare og fyrir besta, nýja veitingastaðinn JuneBaby. Er hann tók við verðlaununum tileinkaði hann syni sínum, Akil þau, sem er fjögurra ára. Ku snáðinn elska að elda með föður sínum og stefnir allt í að hann verði föðurbetrungur í framtíðinni.

Edouardo.

Johnny Spero

Johnny opnaði nýverið veitingastaðinn Reverie í Washington og á einnig von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni Alexis.

Johnny.

Jordan Andino

Jordan er eigandi filippíska staðarins Flip Sigi í New York og stjórnar sjónvarpsþættinum Late Nite Eats á Cooking Channel. Hann dreymir um Michelin-stjörnur og stefnir á að verða fyrsti filippíski kokkurinn sem hlýtur þá viðurkenningu.

Jordan.

Eric Adjepong

Matseld Erics einkennist af bragði frá Vestur-Afríku en hann matreiðir dýrindis rétti á Pinch & Plate í Washington. Eric ólst upp í Ghana en fluttist ungur til Bandaríkjanna með foreldrum sínum og lifir fyrir að kynna Bandaríkjamenn fyrir þeim mat sem hann ólst upp við að borða.

Eric.

Deuki Hong

Deuki er frægur fyrir stökka, kóreska kjúklinginn sem hann eldar og starfar nú sem kokkur á veitingastaðnum Sunday at the Museum í asíska listasafninu í San Francisco. Þá hefur hann einnig gefið út matreiðslubókina Koreatown.

Deuki.

Andrew Isabella

Andrew er yfirkokkur á veitingastaðnum BeetleCat í Atlanta og hlaut verðlaun fyrir bestu humarrúlluna hjá tímaritinu Down East.

Andrew.

Louis Maldonado

Aðdáendur raunveruleikaþáttanna Top Chef muna eflaust eftir Louis en hann komst alla leið í úrslit í seríu ellefu. Í dag vinnur hann að því að opna veitingastaðinn Amara í San Francisco.

Louis.

Kevin Tien

Tímaritið Food & Wine segir Kevin vera í hópi bestu, nýju kokkana í ár, en hann opnar bráðum veitingastaðinn Emilie sem heitir í höfuðið á unnustu hans, Emily. Þá á hann einnig veitingastaðinn Himitsu í Washington og stofnaði góðgerðarsamtökin Kevin’s Kitchen sem hjálpar fólki í matarbransanum í neyð.

Kevin.

Thiago Silva

Thiago býr til stórkostleg listaverk úr mat og vinnur sem ráðgjafi á Catch NYC í New York. Hann fæddist í Brasilíu og getur gert ótrúlegustu hluti með súkkulaði.

Thiago.

Ryan Durant

Ryan á staðinn Assaggio í Branford, Connecticut og vakti mikla athygli árið 2015 þegar fréttamaður í Connecticut missti gaffalinn úr hendinni þegar hann heyrði að kokkurinn væri á lausu. Nú hafa aðstæður hjá kokkinum breyst og hann er kvæntur.

Ryan.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Nýtt Nóa Kropp ærir landsmenn: „Þar fór ketóið mitt til fjandans“

Nýtt Nóa Kropp ærir landsmenn: „Þar fór ketóið mitt til fjandans“
Matur
Fyrir 2 dögum

Avókadó snakk – fullkomin hollusta yfir sjónvarpinu

Avókadó snakk – fullkomin hollusta yfir sjónvarpinu
Matur
Fyrir 5 dögum

Persónuleikaprófið sem afhjúpar þitt sanna eðli – Hvaða páskaegg ertu?

Persónuleikaprófið sem afhjúpar þitt sanna eðli – Hvaða páskaegg ertu?
Matur
Fyrir 6 dögum

Dúnmjúku pylsuhornin sem bjarga páskunum

Dúnmjúku pylsuhornin sem bjarga páskunum
Matur
Fyrir 1 viku

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp
Matur
Fyrir 1 viku

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur