fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Kampavínssmökkun á Hlemmi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 18. október 2018 18:00

Helgin er tileinkuð kampavíni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlegi kampavínsdagurinn 2018 er núna á föstudaginn, 19. október og eru þeir sem ætla að gera vel við sig og fá sér kampavín hvattir til að nota alþjóðlega kassamerkið #champagneday á samfélagsmiðlum.

Haldið er upp á daginn um allan heim, með ýmsum kampavínshátíðum og er Ísland engin undantekning. Kröst í mathöllinni á Hlemmi tekur til að mynda þátt í deginum í annað sinn og býður upp á kampavínssmökkun alla helgina. Þeir sem ákveða að skella sér geta prófað fjögur, ólík kampavín frá mismunandi svæðum Champagne-héraðsins í Frakklandi fyrir 3500 krónur. Þeir sem þekkja sitt kampavín vita að þessi lúxusdrykkur er aðeins framleiddur í Champagne-héraðinu.

Kampavínin sem verða í boði í smökkuninni eru Blanc de Blanc frá Laherte Fréres, rósakampavínið Rosé de Saignée frá Larmandier Bernier, hið fornfræga Spéciale Cuvée frá Bollinger og hið ofurþurra Brut Nature frá Drappier.

Hér gefst áhugamönnum um kampavín tækifæri til að prufa sig áfram með drykkinn og finna hvaða tegund hentar bragðlaukunum best.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa