fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Meghan Markle færði bændum heimabakað bananabrauð að gjöf

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 17. október 2018 16:30

Meghan skoðar Ástralíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meghan Markle, hertogynjan af Sussex, er nú á ferð um Ástralíu ásamt eiginmanni sínum, Harry Bretaprins. Þau heimsóttu til að mynda bóndabæ í borginni Dubbo sem er rekinn af Woodley-fjölskyldunni fyrr í dag.

Meghan vakti mikla lukku í heimsókninni enda færði hún heimilisfólkinu heimabakað bananabrauð sem gjöf, en hún bakaði brauðið sjálf kvöldið áður. Ku brauðið hafa innihaldið súkkulaðibita og örlítið engifer, en Meghan færði bændunum einnig Fortnum- og Mason-te. Hér fyrir neðan má sjá myndir af veisluborðinu:

Ástæðan fyrir því að Meghan færði bændunum brauð er sú að hún var alin þannig upp að færa fólki alltaf eitthvað þegar það er sótt heim. Hún hafði hins vegar áhyggjur af því að hún hefði sett of mikið af banönum í brauðið, en Harry er mikill bananamaður og náði að róa taugar eiginkonu sinnar.

Fréttir bárust af því í byrjun vikunnar að Meghan og Harry ættu von á sínu fyrsta barni, en það hefur ekki stoppað Meghan í að skoða Ástralíu og allt það sem hún hefur uppá að bjóða. Hafa hjónin meðal annars heimsótt grunnskóla og farið í lautarferð.

Meghan og Harry.

Og ef ske kynni að allt í einu gripi lesendur þörf að baka bananabrauð, þá eru tvær ólíkar en mjög góðar uppskriftir hér fyrir neðan:

Bananabrauð – Uppáhalds uppskriftin mín

Bananabrauð Röggu Nagla: Haframjöl – hugsað út fyrir hafragrautinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa