fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

21 eldhúsráð sem þú átt alls ekki að taka mark á

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 16. október 2018 16:30

Þau eru fjölmörg algengu mistökin í eldhúsinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru alls konar eldhúsráð sem ganga manna á milli, en sum þeirra eru einfaldlega glórulaus. Hér eru nokkur af þeim.

1. Vatn sýður fyrr ef salti er bætt í það

Þó margir haldi annað þá er salti aðeins bætt í vatn til að bæta bragð þess sem er soðið. Það er algjör misskilningur að saltið geri það að verkum að suða náist fyrr upp. Suðupunktur saltsvatns er hærri en suðupunktur vatns þannig að saltvatn nær hærra hitastigi en tekur þar af leiðandi lengri tíma að ná upp suðu í því.

Salt í vatnið bætir bragðið.

2. Notaðu hvaða hníf sem er

Eldamennskan verður einfaldari ef þú þekkir þína hnífa. Skörðóttur brauðhnífur er góður til þess að skera mjúka ávexti og grænmeti eins og tómata og jarðarber, en einnig brauð og bakkelsi. Flysjunarhnífar er fullkomnir þegar þarf að afhýða, fjarlægja fræ eða hreinsa rækjur. Hnífur með breiðu blaði er góður í að skera rótargrænmeti. Þannig að það skiptir miklu máli hvernig hníf þú velur við mismunandi tilefni og eldamennsku.

Hnífur er ekki það sama og hnífur.

3. Hentu sellerílaufunum

Þetta er alrangt því sellerílauf eru eins og kryddjurtir og hægt er að nota þau sem slík. Saxaðu sellerílaufin eins og um kryddjurtir væru að ræða og notaðu þau til dæmis í staðinn fyrir kóríander eða steinselju – í soðum, súpum, kássum eða sem skreytingu.

Sellerílauf eru mjög bragðgóð.

4. Það hefur engin áhrif á eldunin að stafla öllu á pönnuna

Önnur algeng mistök hér á ferð. Ef of mikið er á pönnunni verða matvælin guðusoðin en ekki steikt og brúnast ekki vel. Auðvitað er fljótlegra að troða öllu á pönnuna en útkoman verður ekki eins góð. Það er betra að steikja í hollum svo allt eldist jafnt og þétt og fái fallegan lit.

Ekki stafla, gott fólk.

5. Það er mikilvægt að nota köld egg og mjólkurvörur í bakstri

Ó, nei. Auðvitað virðast þessar vörur vera ferskari þegar þær eru nýkomnar úr ísskápnum en ískaldar geta þær gert bakkelsið þéttara í sér. Best er að geyma egg og mjólkurvörur við stofuhita í 30 til 60 mínútur áður en þær eru notaðar svo bakkelsið verði léttara og loftkenndara.

Notið egg og mjólkurvörur við stofuhita í baksturinn.

6. Það er ekki hættulaust að hita hrísgrjón aftur

Hrísgrjón sem hituð eru upp aftur, til dæmis næsta dag, geta valdið matareitrun ef þau eru ekki hituð rétt. Elduð hrísgrjón þurfa að kólna alveg áður en þau eru sett í lofttæmdar umbúðir í ísskáp. Það má ekki geyma þau í meira en einn dag og síðan þarf að hita þau upp þannig að þau séu sjóðandi heit. Munið hins vegar að það má alls ekki hita þau upp aftur.

Það má hita hrísgrjón upp aftur.

7. Það þarf að snúa kjöti reglulega við steikingu

Það er auðvitað mjög freistandi að snúa kjöti í sífellu en það er óþarfi. Ef það er gert þá fæst ekki stökkt skinn á kjötið og fallegur litur. Það er nefnilega alveg nóg að snúa kjöti tvisvar á meðan það er eldað til að varðveita bragðið og raka.

Ekki snúa of oft.

8. Það skiptir engu máli hvernig þú skerð hvítlauk

Það er bara rangt. Ekki hunsa uppskriftina. Ef hann á að vera smátt saxaður, þá skaltu saxa hann smátt. Ef þarf að mauka hann með hvítlaukspressu, þá skaltu gera það. Bragð hvítlauksins breytist eftir því hvernig hann er skorinn og er til dæmis mildara bragð af gróf söxuðum hvítlauk en þeim sem er maukaður. Þá fylgir heilum hvítlauksgeirum mildasta bragðið.

Fylgið uppskriftinni þegar um hvítlauk er að ræða.

9. Kjúklingur skal ávallt vera skolaður áður en hann er eldaður

Að skola kjúkling útrýmir engum bakteríum heldur getur þvert á móti dreift þeim í eldhúsinu. Það er eldunin sem drepur bakteríurnar.

Það er bara tímasóun að skola hráan kjúkling.

10. Afganga þarf að kæla áður en þeir eru settir inn í ísskáp

Þetta á alls ekki við í dag og það er ekkert sem sannar að matur sem kólnar snögglega eyðileggist. Atvinnumenn í eldamennsku mæla þvert á móti með að afgangar eigi að fara fljótlega inn í ísskáp, helst innan nokkurra klukkustunda. Ástæðan fyrir því er að magn baktería í matnum getur tvöfaldast ef hann er skilinn eftir við stofuhita of lengi.

Strax inn í ísskáp með afganga.

11. Það er best að setja frosið grænmeti í örbylgjuofn

Þessi aðferð er vissulega fljótleg og einföld en grænmetið getur orðið gegnblautt og ólystugt með þessari aðferð. Það er betra bara að gufusjóða grænmetið þó það taki lengri tíma.

Ekki setja frosið grænmeti í örbylgjuofn.

12. Pasta festist ekki saman ef olía er sett í vatnið

Það er algjör óþarfi að setja olíu í vatn þegar á að sjóða pasta. Betra er að bæta bara salti í vatnið og ná upp suðu áður en pastað er sett ofan í pottinn.

Sparið olíuna.

13. Það á að setja kartöflur í álpappír áður en þær eru ofnbakaðar

Það á bara að setja kartöflurnar í álpappír þegar þær eru alveg við opinn eld eða hita, eins og á grilli. Það er algjör óþarfi að bruðla með álpappírinn þegar kartöflur eru bakaðar í ofni og verður það bara til þess að flusið verður ekki stökkt. Við viljum það ekki.

Kartöflur þurfa ekki álpappír þegar þær eru bakaðar í ofni.

14. Mikilvægt er að þeyta pönnukökudeig vel og lengi

Alls, alls ekki. Ef deigið er þeytt mikið þá verða pönnukökurnar þéttar í sér, ekki léttar og dúnmjúkar. Best er að blanda þurr- og blautefnunum saman í sitthvoru lagi og blanda þeim svo saman létt, bara þar til allt er vel blandað saman. Alls ekki þeyta í tíma og ótíma.

Bara þeyta létt, takk.

15. Það á að snöggsteikja lauk og hvítlauk á sama tíma

Þetta eru algeng mistök. Staðreyndin er að eldunartími hvítlauks er mun styttri en lauks. Þannig að ef þið viljið ekki að hvítlaukurinn brenni þá er best að bæta honum við eins seint í eldamennskunni og hægt er, nema uppskriftin kveði á um að hann sé steiktur fyrst og síðan vökva bætt út í.

Laukur og hvítlaukur eiga ekki samleið á sama tíma á pönnu.

16. Pastavatn á að fara í vaskinn

Eins og þið hafið tekið eftir í nokkrum uppskriftum hér á matarvefnum þá er pastavatn algjör snilld, sem sagt vatnið sem pasta er soðið upp úr. Alls ekki hella því strax í vaskinn því hægt er að nýta það til að gera sósur þykkari, enda stútfullt af sterkju og salti.

Pastavatn er snilld.

17. Setjið kartöflur beint í sjóðandi vatn

Það er ekki gott að setja hráar kartöflur beint í sjóðandi vatn því þá eldast ytra lagið fyrr en það innra. Best er að setja kartöflur í kalt vatn með smá salti og hita vatnið síðan jafnt og þétt þar til það nær suðu.

Kartöflur þurfa ást og umhyggju – ekki sjóðandi heitt vatn.

18. Það er ekki nauðsynlegt að forhita pönnur og ofna

Þetta eru svokölluð byrjendamistök. Ef pönnur og ofnar eru forhitaðir þá eldast maturinn á jafnari hátt. Það er sérstaklega mikilvægt að ná góðum hita upp í feitinni sem notuð er til að steikja upp úr á pönnu og ef ofn er ekki stilltur á rétt hitastig er hægt að rústa góðu bakkelsi.

Passið hitann.

19. Það er tímasóun að leyfa kjöti að hvíla

Kjöt sem fær ekki að hvíla er alls ekki uppá sitt besta. Þegar kjöt fær að hvíla slaknar á vöðvatrefjum og kjötið verður safaríkara. Þetta tekur ekki langan tíma því kjöt þarf bara að hvíla í 5 til 10 mínútur áður en það er skorið.

Leyfið kjötinu að hvíla.

20. Hendið gömlu brauði

Það er leikur einn að blása lífi í brauð sem er orðið þurrt og óspennandi. Hægt er að leggja það í bleyti í kalt vatn til að veita því raka og hita það síðan í ofni í nokkrar mínútur. Þá er einnig hægt að nota það í fjölmargar uppskriftir og til dæmis hægt að búa til French Toast eða brauðteninga.

Gamalt brauð er hægt að endurlífga.

21. Tómata á að geyma inni í ísskáp

Nei, þeir þurfa bara alls ekki á ísskáp að halda. Kuldinn hefur nefnilega slæm áhrif á bæði bragð og áhrif. Geymið tómata á eldhúsborði án þess að sólin skíni á þá og neytið þeirra innan nokkurra daga.

Kuldi er ekki besti vinur tómatanna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa