fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
Matur

Nýtt Hello Kitty-kaffihús er draumi líkast

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 08:15

Æðislegar innréttingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérstakt Hello Kitty-kaffihús opnaði í Irvine í Kaliforníu þann 14. september síðastliðinn og hefur nú þegar vakið athygli heimsins. Er þetta fyrsta kaffihúsið sem er tileinkað teiknimyndapersónunni Hello Kitty í Bandaríkjunum.

Á kaffihúsinu er sætapláss fyrir allt að tólf manns og er til dæmis hægt að gæða sér á sérbökuðum, litlum kleinuhringjum eða litlum kökum sem líta út eins og Sanrio-karakterar, en Sanrio er fyrirtækið á bak við Hello Kitty.

Æðislegar kökur.

Auðvitað er gjafaverslun í kaffihúsinu og til dæmis hægt að kaupa sér Hello Kitty-krús eða fallega spöng með slaufu í anda kisunnar frægu.

Gjafavörur í anda Hello Kitty.

Svo eru það hvítu veggirnir á kaffihúsinu sem eru skreyttir einstökum Hello Kitty-listaverkum sem voru sérstaklega búin til fyrir kaffihúsið. Talandi um fullkominn vettvang fyrir Instagram-myndaflóð.

Listaverkin eru skemmtileg.

Á kaffihúsinu er líka sérstakt slaufuherbergi, en til að komast þar inn þarf að bóka borð. Síðdegis er boðið upp á testund í slaufuherberginu sem kostar um 6000 krónur á mann. Þá er boðið upp á alls kyns ávexti, samlokur og sætindi. Einnig er boðið upp á gríðarlegt úrval af tei.

Veitingarnar eru ekki af verri endanum.

Að kvöldi til breytist slaufuherbergið í kokteilbar fyrir 21 árs og eldri og einnig þarf að bóka borð í þá gleðistund. Að sjálfsögðu eru kokteilarnir í anda Hello Kitty og einn af þeim er meira að segja borinn fram með Hello Kitty-ísmola.

Hello Kitty-kokteilar.

Þeir sem eiga leið um Irvine í Kaliforníu geta bókað borð á Hello Kitty-kaffihúsinu hér.

Hafið nóg batterí á símanum til að festa herlegheitin á mynd.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 5 dögum

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur
Matur
Fyrir 5 dögum

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?
Matur
Fyrir 6 dögum

Bestu Rice Krispies kökur í heimi – Uppskrift

Bestu Rice Krispies kökur í heimi – Uppskrift
Matur
Fyrir 6 dögum

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s
Matur
Fyrir 1 viku

Sniðugar leiðir til að nota ísmolaform

Sniðugar leiðir til að nota ísmolaform
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er grænmetið sem inniheldur fæst kolvetni

Þetta er grænmetið sem inniheldur fæst kolvetni