fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Matseðill vikunnar: Einföld fiskisúpa og dásamlegur pasta pottréttur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 14:10

Matseðill vikunnar er fjölbreyttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þá er komið að því vikulega – matseðil fyrir alla virka daga vikunnar. Hér ættu einhverjir að geta fengið hugmyndir að kvöldmat fyrir fjölskylduna þegar hugmyndaflugið er alveg steindautt eftir erfiðan dag.

Sjá einnig: Rækjusalat sem kemur á óvart og geggjuð pylsupítsa.

Mánudagur – Einföld fiskisúpa

Uppskrift frá Garden in the Kitchen

Hráefni:

2 msk. ólífuolía
½ laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 kg þorskur
425 g saxaðir tómatar
½ bolli kókosmjólk
½ bolli sýrður rjómi
2 msk. tómatpúrra
1 rauð paprika, skorin í bita
1 græn paprika, skorin í bita
salt og pipar
½ tsk. chili flögur (má sleppa)
1 msk. ferskur kóríander

Aðferð:

Hitið olíu í stórum potti og steikið lauk og hvítlauk yfir meðalhita í um 3 mínútur. Bætið tómötum við og hrærið. Bætið kókosmjólk, sýrðum rjóma og tómatpúrru út í og hrærið vel. Leyfið þessu að malla í 2 til 3 mínútur. Bætið síðan papriku og fiski saman við og kryddið með salti og pipar og chili flögum. Setjið lok á pottinn og leyfið þessu að malla í 10 til 12 mínútur. Eftir sirka 8 til 9 mínútur er gott að snúa þorskbitunum við. Takið síðan pottinn af hellunni og stráið kóríander yfir. Gott er að bera þessa fram með kínóa eða hrísgrjónum.

Fiskisúpan yljar.

Þriðjudagur – Pasta pottréttur

Uppskrift frá Cheese Curd in Paradise

Hráefni:

500 g farfalle pasta
500 g nautahakk
4½ bolli marinara-sósa eða tómat pastasósa
½ bolli ricotta ostur eða kotasæla
1½ bolli rifinn ostur
salt og pipar

Aðferð:

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið síðan vatninu af pastanu. Brúnið hakkið á pönnu. Bætið marinara-sósu, ricotta osti og ½ bolla af rifnum osti saman við hakkið og hrærið vel. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Lækkið hitann og blandið pastanum saman við hakkið. Hrærið varlega í blöndunni þar til allt er blandað saman. Drissið restinni af ostinum ofan á réttinn og leyfið ostinum að bráðna áður en þið berið fram.

Mjög einfaldur pastaréttur.

Miðvikudagur – Blómkálssalat

Uppskrift frá Real Balanced

Hráefni:

5 beikonsneiðar
1 meðalstór blómkálshaus, skorinn í litla bita
2 msk. lárperuolía
1 tsk. hvítlaukur, saxaður
1/8 tsk. pipar
1/8 tsk. salt
½ bolli sýrður rjómi
¼ bolli mæjónes
1 bolli cheddar ostur
½ bolli vorlaukur, saxaður
1 msk. „hot sauce“
¼ tsk. paprikukrydd

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C og setjið álpappír á ofnplötu. Steikið beikon á pönnu þar til það er stökt. Leggið beikonið síðan á pappírsþurrku og þerrið fituna. Brjótið það síðan niður í litla bita og leggið til hliðar. Blandið blómkáli, lárperuolíu, hvítlauk, pipar og salti saman í skál. Hellið blöndunni á ofnplötuna og bakið í 15 til 20 mínútur. Takið úr ofninum og leyfið blöndunni að kólna alveg. Hrærið síðan blómkálsblöndunni saman við sýrða rjómann og mæjóns. Blandið beikoni, cheddar osti, helmingnum af lauknum, „hot sauce“ og helmingnum af paprikukryddinu saman við. Kælið í ísskáp í að minnsta kosti 2 klukkutíma. Skreytið með restinni af lauknum og paprikukryddinu.

Kalt blómkálssalat er lostæti.

Fimmtudagur – Steikt hrísgrjón og svínakjöt

Uppskrift frá Sugar Spices Life

Svínakjöt – Hráefni:

700 g svínakjöt, skorið í litla bita
1 msk. olía
1/8 tsk. chili flögur (má sleppa)
½ tsk. pipar
2 msk. sojasósa
½ laukur, skorinn í bita
1 msk. hvítlaukur, saxaður
¾ bolli hunang
1 msk. maíssterkja
vorlaukur, saxaður
sesamfræ

Aðferð:

Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið kjöti, chili flögum, pipar, sojasósu, lauk og hvítlauk út í og steikið þar til svínakjötið er steikt í gegn, eða í um 7 til 8 mínútur. Bætið hunangi saman við og hrærið vel. Drissið maíssterkju yfir blönduna og hrærið vel. Leyfið þessu að malla þar til sósan hefur þykknað. Bætið vorlauk og sesamfræjum saman við og takið af hitanum.

Hrísgrjón – Hráefni:

1 bolli hvít hrísgrjón
1½ bolli vatn
1 msk. smjör
salt

Aðferð:

Setjið hrísgrjón, vatn, smjör og salt í pott og náið upp suðu yfir háum hita. Lækkið hitann og látið malla í 15 mínútur. Setjið hrísgrjón í skál og leyfið að kólna í ísskáp í að minnsta kosti klukkustund.

Steikt hrísgrjón – Hráefni:

2 egg
salt og pipar
1½ msk. smjör
½ laukur, saxaður
1 bolli frosnar baunir og gulrætur
3 hvítlauksgeirar, saxaðir
4 msk. sojasósa
½ tsk. sesamolía
vorlaukur, saxaður

Aðferð:

Bræðið hálfa matskeið af smjöri í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið tveimur eggjum og salti og pipar út í og hrærið stanslaust þar til eggin eru elduð. Takið eggin af pönnunni. Setjið aðra hálfa matskeið af smjöri í pönnuna og bætið lauk, baunum, gulrótum, hvítlauk, 2 matskeiðum af sojasósu og ¼ teskeið af sesamolíu saman við. Eldið þar til grænmetið er mjúkt. Færið grænmetið yfir á annan helming pönnunnar og bætið hálfri matskeið af smjöri saman við. Bætið hrísgrjónum og tveimur matskeiðum af sojasósum saman við og eldið þar til hrísgrjónin hafa brúnast. Blandið síðan restinni af sesamolíunni, eggjum og söxuðum vorlauk saman við. Setjið svínakjötið ofan á hrísgrjónin og berið fram.

Steikt hrísgrjón og svínakjöt klikkar ekki.

Föstudagur – Grillað lambafille – fyllt með fetaosti, furuhnetum, spínati og apríkósum

Uppskrift af lambakjot.is

Hráefni

2 heil lambafille
100 g fetaostur
1 poki spínat
100 g furuhnetur
50 g apríkósur

Aðferð:

Mótið holrými með því að troða trésleif í gegnum bita af lambafille, þannig að gat myndist endilangt. Skolið spínatið og þerrið. Steikið spínatið í ólífuolíu á pönnu, ásamt furuhnetum. Þerrið á pappír. Bætið fetaostinum saman við og blandið öllu vel saman í skál með höndunum. Skerið apríkósur smátt niður og blandið saman við. Kryddið með salti og pipar. Setjið maukið síðan í sprautupoka og sprautið því inn í gatið á lambakjötinu. Nú er það tilbúið beint á grillið í um það bil 2 mínútur á hverri hlið (fjórar hliðar). Saltið og piprið kjötið eftir smekk. Berið fram með fersku gænu salati , tómötum, blaðlauk, papriku og lárperu.

Fyllt lambakjöt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa