fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Kynning

Atomos.is: Lokamarkmiðið er 100% íslensk framleiðsla frá plöntu til vöru

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 9. ágúst 2021 09:48

CBD er náttúruleg sameind sem vinna má úr kannabisplöntum. Um er að ræða eina mest bólgueyðandi og græðandi sameind sem finnst í jurtaríkinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki að ástæðulausu að CBD vörur hafa verið að ryðja sér til rúms víða um heim. „Vöxturinn í þessum iðnaði hefur verið það gríðarlegur að það þarf að fletta langt aftur í sögubækurnar til að sjá annan eins vöxt í þessu samhengi,“ segir Unnar Þór Sæmundsson, annar eigenda Atomos.is ásamt Jóel Einari Halldórssyni.

CBD er náttúruleg sameind sem vinna má úr kannabisplöntum. Um er að ræða eina mest bólgueyðandi og græðandi sameind sem finnst í jurtaríkinu. „Fólk er að nota CBD gegn bólgum og gigt og svo virðist stór hópur sem þjáist af vefjagigt nota CBD með góðum árangri,“ segir Unnar.

Hugmynd verður að veruleika

„Þegar Jóel kom til mín fyrst með hugmyndina um að flytja inn CBD var ég tvístíga. En með hverri grein og rannsókn sem ég las varð ég enn sannfærðari um það hvað þetta væri góð hugmynd.“

Unnar og Jóel hófu innflutning um leið og kannabínóðar voru lögleiddir hér á landi og varð Atomos fyrst á íslenskum markaði með CBD vörur. Reglurnar kveða á um að CBD vörur mega ekki innihalda mælanlegt magn af THC, sem er sú sameind sem orsakar vímuáhrif í kannabis. „Atomos ruddi veginn á sínum tíma fyrir innflutning á CBD og afleiddum vörum. Það var samt sem áður mikið högg í upphafi þegar tollurinn hélt vörunum í tíu mánuði. Eftir þann tíma var loks sannreynt það sem við vissum allan tímann, að það var ekki mælanlegt magn af THC í hráefnunum okkar.“

Takmarkið er íslensk framleiðsla

Atomos.is flytur inn CBD og framleiðir eigin krem og húðolíur. „Við vildum byggja upp okkar eigið vörumerki, í stað þess að flytja inn vörur frá þekktum framleiðendum. Lokatakmarkið er svo að öll framleiðsla, allt frá plöntu til vöru, fari fram hér á landi. Það takmarkar óþarfa flutning og kemur í veg fyrir ónauðsynlegt kolefnisspor.

Í dag býður löggjöfin ekki upp á þetta og því flytjum við CBD inn erlendis frá. Það má vissulega rækta iðnaðarhamp hér heima, en svo er óljóst hvað má gera við hann. Það er í raun alger klikkun að við neyðumst til að flytja inn eitthvað sem vex eins og illgresi og ætti í raun ekki að þurfa að kosta eitt einasta kolefnisspor. Þessi planta er líka gríðarlega kolefnisbindandi og bindur jarðveg enn betur en lúpína og trjágróður í uppgræðslu. Það væri klárlega skref til úrbóta ef löggjöfin í kringum iðnaðarhampinn og framleiðslu úr honum yrði gerð skýrari og gegnsærri en hún er núna.“

Áhrifaríkar vörur

„Salan hefur margfaldast í hverjum einasta mánuði á vörunum okkar. Nánast allir sem versla hjá okkur, halda áfram að kaupa frá okkur, og er hlutfallið um um 70-80%. Fólk er í mörgum tilfellum að finna hjá okkur bót á vanda sem hefur hrjáð þá lengi. Okkar markmið er að leiða fólk í gegnum þann vanda sem það vill vinna á og mæla þá með vöru sem getur hjálpað.

Dagur og nótt

Dag– og næturkremið okkar eru markaðssett sem bólukrem og vinna, ásamt öðrum innihaldsefnum, vel á bólum. Margir sem hafa verið að glíma við mjög hvimleið og langvarandi bóluvandamál, eru búnir að prófa allar meðferðir, hvort sem eru náttúrulegar eða lyfjameðferðir og ekkert virkar. Ekki fyrr en þeir prófa CBD kremin frá okkur.

Dagur og nótt eru frábær bólukrem. KREM er afar rakagefandi og gott andlits- og líkamskrem.

Krem

Einnig erum við með rakakrem fyrir andlitið og hentar á þurr svæði á líkamanum. Þessi krem hafa verið að sýna mjög góða svörun gegn ýmsu exemi og útbrotum. Til dæmis hafa börnin mín verið að fá kuldaexem og læknar hafa skrifað upp á sterakrem, sem mér er alls ekki vel við að nota á börnin mín. Sjálfur fæ ég líka slæmt exem eða útbrot í andlitið. Ég prófaði að nota rakakremið á börnin mín og í andlitið á mér og varð furðu lostinn hvað það virkar vel.

Serum

Serumið er svo augnkrem og inniheldur CBD ásamt fleirum frábærum innihaldsefnum. Amma mín og konan mín eru algerlega húkktar á þessu kremi enda hefur það góð áhrif á bólgur.

Serumið er frábært fyrir þrútin og þreytt augu.

Áhrifaríkar olíur

Atomos býður einnig upp á þrjár tegundir af CBD olíum sem virka vel gegn ýmsum húðkvillum og óþægindum. „Ein týpan er svokölluð „full spectrum“ olía sem þýðir að hún inniheldur hreinan úrdrátt úr kannabisplöntunni, að undanskildum THC auðvitað. Sú gerð fæst í þremur styrkleikum.

Full spectrum olían fæst í þremur styrkleikum, 5, 15 og 25% af CBD.

Hinar tvær olíurnar eru svokallaðar „Isolate“ olíur þar sem kannabínóðar eru einangraðir út frá öðrum efnum eins og hampolíu. Þeim er svo blandað við NTC olíu sem er afleidd úr kókoshnetum. MTC olían stuðlar að enn betri upptöku en hampolían og saman vinna þær á ótrúlega áhrifaríkan máta.“

Isolate olíurnar innihalda MCT olíu sem er afleidd úr kókoshnetum.

Móðir allra kannabínóða

„Nýlega hófum við að flytja inn CBG, sem er ný sameind sem einnig er unnin úr iðnaðarhampi og hefur verið að ryðja sér til rúms. Framleiðendur eru spenntir fyrir CBG sameindinni enda er það hún sem framleiðir sýrurnar í plöntunni sem leiða til framleiðslu allra annarra kannabínóða. Því hefur CBG allajafna verið kölluð móðir allra kannabínóða.“

Hampblómi eru íslensk framleiðsla og koma frá Böðmóðsstöðum.

Spennandi tímar og vörur framundan

„Við erum að sækjast eftir samstarfi við íslenska framleiðendur og ræktendur á iðnaðarhampi. Stór hluti þeirra sem fóru í ræktun á iðnaðarhampi á sínum tíma komst að því að þeir höfðu enga leið til að selja afurðina. Þó svo að ekki megi enn framleiða hráefni í krem og húðolíur hér á landi, er ýmislegt sem má gera. Við fáum nú hamp te frá Syðri Þverá og þurrkuð hampblóm og hampkurl frá Böðmóðsstöðum. Þessar vörur hafa verið gríðarlega vinsælar og erum við að ræða við fleiri ræktendur fyrir komandi haustuppskeru. Þessar vörur innihalda einnig CBD eins og kremin okkar og húðolíurnar og hafa neytendur verið ánægðir með þennan kost.

Hampkurlið kemur einnig frá Böðmóðsstöðum.

Einnig erum við að undirbúa að koma með nýjar og spennandi vörur á markað og til dæmis er ein í undirbúningi núna sem verður mjög áhugavert að kynna fyrir Íslendingum. Þetta verður lúksus útgáfa af öðrum vörum sem við höfum áður verið með og líklega hefur ekkert þessu líkt sést áður á Íslandi.

Við leggjum gríðarlega mikið upp úr að halda í upprunalega hugsjón okkar um gæði og rekjanleika. Það eru margir hér á landi að bjóða upp á CBD vörur og samkeppnin er það sem heldur þessum fyrirtækjum á tánum hvað varðar gæðastjórnun og fleira. Þeir sem eru með fagurgala og lofa upp í ermina á sér, þeir missa viðskipti þegar varan stenst ekki himinháar kröfur. Við hjá Atomos viljum að neytendir okkar geri sér grein fyrir því sem vörurnar geta gert í raun og veru. Þannig höldum við í viðskiptin og getum byggt upp vörumerkið okkar á traustum grunni.“

Vörurnar frá Atomos má nálgast á vefsíðu fyrirtækisins, atomos.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
17.11.2021

Meltingarflóran er ALLT

Meltingarflóran er ALLT
Kynning
09.11.2021

Járn er lífsnauðsynlegt steinefni fyrir mannslíkamann

Járn er lífsnauðsynlegt steinefni fyrir mannslíkamann
Kynning
04.10.2021

Æsandi gaman í hverjum glugga í desember

Æsandi gaman í hverjum glugga í desember
Kynning
22.09.2021

Innleiðing Siðferðisgáttar hjá BYKO

Innleiðing Siðferðisgáttar hjá BYKO
Kynning
13.07.2021

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum
Kynning
02.07.2021

Bitz á 20% afslætti í Vogue: Matarstell sem þolir allt – líka bakarofninn

Bitz á 20% afslætti í Vogue: Matarstell sem þolir allt – líka bakarofninn
Kynning
11.06.2021

Boðhlaup BYKO

Boðhlaup BYKO
Kynning
10.06.2021

Rafmögnuð hátíð – loksins!

Rafmögnuð hátíð – loksins!