fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

ELKO greiddi viðskiptavinum 10 milljónir kr. fyrir notuð raftæki árið 2020 og gefur út sína fyrstu samfélagsskýrslu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 16. apríl 2021 14:00

ELKO hefur valið að leggja sérstaka áherslu á fjögur af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Voru þar valin áhersluatriði sem snerta kjarnastarfsemi félagsins hvað mest til að stuðla að sjálfbærni og ábyrgum viðskiptaháttum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsskýrsla ELKO hefur litið dagsins ljós!
Samfélagsleg og umhverfisleg sjónarmið hafa lengi verið ofarlega á baugi og gaf ELKO á dögunum út sína fyrstu samfélagsskýrslu þar sem farið er ítarlega yfir stefnur, árangur og markmið fyrirtækisins tengdum þessum málaflokkum. ELKO hefur lengi kappkostað við að draga úr kolefnisspori með markvissri flokkun úrgangs, móttöku og endursölu á notuðum raftækjum, rafrænum reikningum og orkusparnaði svo dæmi séu tekin. „Með nýrri samfélagsskýrslu hefur ELKO tekið þessi málefni enn fastari tökum og sett sér stefnu til framtíðar um að leggja áherslu á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð þar sem loforð fyrirtækisins er að það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli,“ segir Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO. Nálgast má skýrsluna í heild sinni hér.

„Með nýrri samfélagsskýrslu hefur ELKO tekið þessi málefni enn fastari tökum og sett sér stefnu til framtíðar um að leggja áherslu á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð þar sem loforð fyrirtækisins er að það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli,“ segir Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO



Fáðu eitthvað fyrir ekkert: ELKO keypti gömul raftæki af viðskiptavinum fyrir 10 milljónir árið 2020

Alls greiddi ELKO viðskiptavinum sínum rúmar 10 milljónir kr. fyrir notuð raftæki á árinu 2020 undir merkjunum „fáðu eitthvað fyrir ekkert“. ELKO kaupir notuð raftæki á borð við snjallsíma, spjaldtölvur, fartölvur og leikjatölvur og kemur þeim í endurvinnsluferli Foxway sem er samstarfsaðili ELKO í þessum efnum. Þannig fóru yfir 2.000 notuð raftæki frá íslenskum neytendum í endurvinnslu eða endursölu á síðasta ári. Raftækin eru öll yfirfarin, metin og ýmist seld aftur, ákveðnir partar endurnýttir eða tækin endurunnin eins og kostur gefst. „Ótal gömul raftæki sem eru ekki lengur í notkun liggja í skúffum hér og þar en með þessu móti gefst viðskiptavinum kostur á að koma þeim í verð eða skipta þeim upp í ný um leið og gömlu tækin fara í ábyrgt endurvinnslu, eða endurnýtingarferli“, segir Arinbjörn.

Nýir endurvinnsluskápar í ELKO
ELKO hefur komið upp nýjum, rúmgóðum og snyrtilegum endurvinnsluskápum í anddyrinu í verslun ELKO í Lindum og ELKO á Akureyri. Í þessum skápum er tekið við smærri raftækjum, batteríum, blekhylkjum, ljósaperum og flúrperum. „Með þessum nýju endurvinnsluskápum geta viðskiptavinir einfaldlega nýtt ferðina og losað sig við alla þessa hluti sem eiga það til að safnast upp á heimilinuog komið þeim í ábyrga endurvinnslu án þess að þurfa að gera sér sérstaka ferð á stærri endurvinnslustöðvar. Við höfum lengi tekið við þessum hlutum til endurvinnslu á afgreiðslukössum en þessar nýju hirslur gera ferlið mun betra og skilvirkara,“ segir Arinbjörn.


 
Styrktarsjóður ELKO
Styrktarsjóður ELKO hefur haft það markmið í gegnum árin að hjálpa öllum að njóta ótrúlegrar tækni. Hin ýmsu málefni hafa hlotið styrki í gegnum tíðina en áhersla hefur verið lögð á að styrkja verkefni sem tengjast velferð barna og ungmenna. Alls var rúmum 5 milljónum króna úthlutað úr styrktarsjóð ELKO árið 2020 en nánari upptalningu má finna í samfélagsskýrslu ELKO. Ásamt almennum umsóknum í styrktarsjóðinn hafa starfsmenn verið hvattir til að leggja fram tillögur að úthlutunum úr styrktarsjóði ELKO einu sinni á ári. „Verkefnið hefur gefist virkilega vel og er það í raun liður í því að sýna í verki loforð fyrirtækisins sem er: Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli,“ segir Arinbjörn.

Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna
ELKO hefur valið að leggja sérstaka áherslu á fjögur af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Voru þar valin áhersluatriði sem snerta kjarnastarfsemi félagsins hvað mest til að stuðla að sjálfbærni og ábyrgum viðskiptaháttum.

  • ELKO leggur áherslu á jafnrétti með jafnlaunavottun og jafnlaunastefnu og styður þannig við Heimsmarkmið 5 um jafnrétti kynjanna.
  • ELKO leggur áherslu á Heimsmarkmið 8 um góða atvinnu og hagvöxt með því að hjálpa viðskiptavinum sínum að njóta ótrúlegrar tækni.
  • ELKO vill halda áfram að draga verulega úr úrgangi með forvörnum, meiri endurvinnslu og endurnýtingu og styðja þannig við Heimsmarkmið 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu.
  • ELKO hefur sett sér loftslagsmarkmið þar sem markmiðið er að draga úr losun og kolefnisjafna eigin starfsemi félagsins. Þannig er unnið í anda Heimsmarkmiðs 13 um aðgerðir í loftslagsmálum.


Velferðarpakki starfsmanna
Árið 2021 var komið á laggirnar velferðarpakka fyrir starfsfólk Festi og dótturfélaga með það að markmiði að stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Í þessum pakka stendur starfsfólki til boða ýmist íþróttastyrkir, sálfræðiaðstoð eða velferðarþjónusta á borð við lífsstílsráðgjöf, ráðgjöf sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa eða næringarfræðings, markþjálfun, streituráðgjöf, hjónabands, uppeldis- og fjölskylduráðgjöf, stuðningur við fórnarlömb og gerendur eineltis og starfslokanámskeið vegna eftirlauna svo eitthvað sé nefnt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum