fbpx
Mánudagur 06.febrúar 2023
Kynning

Meltingarflóran er ALLT

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 12:21

Dagný Berglind Gísladóttir og Eva Dögg Rúnarsdóttir eru báðar mjög hrifnar af kombucha frá Kombucha Iceland og segja drykkinn hafa góð áhrif á sig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vellíðunarfyrirtækið Rvk Ritual stofnuðu þær Dagný Berglind Gísladóttir og Eva Dögg Rúnarsdóttir árið 2020. „Við byrjuðum þó að þróa konseptið mun fyrr og vorum að kenna saman hugleiðslu og jóga,“ segir Dagný. Báðar segjast þær vera forfallnir aðdáendur kombucha drykkjarins enda sé þetta svalandi og bragðgóður drykkur sem lætur þeim líða vel.

Markmið Evu og Dagnýjar hjá Rvk Ritual er að hjálpa fólki að minnka streitu með því að hægja á hversdagsleikanum, njóta augnabliksins betur og bæta við venjum og ritúölum í lífið sem styðja við það. „Okkur langaði að búa til umlykjandi og heildrænt konsept sem tekur á streitu með mörgum aðferðum, til dæmis með ritúölum, hugleiðslu, jóga, bætiefnum, hreyfingu, sjálfsumhyggju og fleira. Við kennum námskeið byggð á jógafræðum og hugleiðslu í stúdíóinu okkar á Seljavegi og á netinu. Einnig eru við með Rvk ritual vörulínu sem og vefverslun þar sem við seljum vörur tengdar athöfnum og sjálfsumhyggju. Svo kennum við jóga í fyrirtækjum og höldum fyrirlestra og viðburði fyrir einkahópa,“ segir Eva.

Vatnsberi og bogmaður

Dagný Berglind Gísladóttir er vatnsberi sem lærði ritlist og listfræði og var ritstjóri tímaritsins Í boði náttúrunnar, þar til hún tók við sem framkvæmdastýra Gló um árabil. Hún hefur hugleitt í meira en áratug og stundað jóga frá unglingsárum. Hún lærði jóga á Indlandi og hefur bætt við sig námi og reynslu víða um heim og sérhæfir sig í að kenna djúpöndun og hugleiðslu. Hún er mikill heilsunörd og elskar að grúska í bætiefnum og blanda jurtablöndur.

Eva Dögg Rúnarsdóttir er bogmaður og menntaður fatahönnuður. Hún starfaði sem slíkur hjá Samsø & Samsø áður en hún fór að vinna sjálfstætt fyrir fleiri merki. Hún hefur lengi stundað og kennt jóga, lærði í vinyasa jóga í Kaupmannahöfn og Kundalini jóga á Mallorca hjá RAMA institute. Hún hefur einnig um árabil þróað og selt kremin Allra meina bót og Unaðskrem. Þá er hún áhugamanneskja um hreinan lífstíl.

„Við Eva kynntumst í gegnum barnsföður hennar fyrir mörgum árum, þá bjó hún í Kaupmannahöfn og ég á Íslandi, svo átti ég eftir að búa í Berlín áður en við lentum báðar heima á Íslandi. Okkur langaði að sameina skapandi bakgrunn okkar við jógavegferðina og búa til hatt fyrir jógakennsluna okkar, viðburðahald og vellíðunar vörulínu,“ segir Dagný.

Kombucha og heilbrigt líferni

Báðar segjast þær Eva og Dagný vera áhugamanneskjur um svaladrykkinn kombucha. Þegar Eva bjó út í Kaupmannahöfn byrjaði hún að brugga kombucha og kefir í eldhúsinu sínu til að bæta sýrðum og gerjuðum matvælum í matarræðið sitt en margt bendir til að það hafi góð áhrif. Dagný segist hafa smakkað fyrst kombucha í heilsunörda tilraunum sínum í Los Angeles og fann strax að hún elskaði bragðið.

„Kombucha er gerjaður tedrykkur og eitt af sérstæðum hans er að hann er ógerilsneyddur og inniheldur þessvegna allskonar lifandi  góða gerla. Að okkar mati hefur drykkurinn mjög jákvæð áhrif á okkur og þegar kemur að líkamanum þá er mikilvægt hvað við innbyrðum, en magaflóran er ALLT. Magaflóran hefur áhrif á hár, húð, heilann, orku, ónæmiskerfið og svo margt fleira,“ segir Dagný. „Við bjóðum oft upp á kombucha á viðburðunum okkar og drekkum það sjálfar í stað gosdrykkja eða annarra drykkja með mat,“ segir hún. Eva bætir þá við að það sé gaman eiga sparidrykk sem er ekki óhollur en gefur stemmingu fyrir ólík tækifæri.

Dagný segir að kombucha drykkurinn passi mjög vel inn í þeirra lífstíl, þar sem að hann er búin til úr hreinum og lífrænum hráefnum, er alveg náttúrulegur í framleiðslu og ógerilsneyddur. „Streita hefur mjög neikvæð áhrif á meltingarflóruna. Við erum alltaf að leita leiða til að vinna á móti streituáhrifum með öllu sem við innbyrðum. Þá kemur kombucha sterkur inn enda inniheldur drykkurinn allskonar gerla og sýrur sem að okkar mati styður við  heilbrigða magaflóru,“ segir hún.

Frábært fjölskyldufyrirtæki

Alveg frá því Kombucha Iceland var stofnað, hafa þær stöllur verið mjög hrifnar af afurðum fyrirtækisins. „Við erum báðar mjög miklir kombucha aðdáendur. Áður en kombucha var almennt til í búðum hér á landi þá fengum við okkur alltaf kombucha þegar við vorum erlendis á ferðalögum. Svo vorum við líka að brugga þetta sjálfar. Það var því mjög kærkomið þegar Kombucha Iceland var sett á stofn á Íslandi, við vorum báðar mjög glaðar að þetta fengist loks hér heima,“ segir Eva.

Dagný bætir við að það sé mjög margt sem heilli þær við fyrirtækið. „Kombucha Iceland er í fyrsta lagi fjölskyldufyrirtæki og við elskum að vita hverjir framleiða matvöruna okkar og hvaðan hún kemur. Í öðru lagi skiptir okkur máli að Kombucha Iceland er framleitt úr hreinu íslensku vatni sem gefur því sérstakan gæðastimpil, því maður veit í raun ekkert hvaða vatn er notað í erlenda kombucha drykki. Sama gildir auðvitað um alla aðra innflutta drykki. Íslenska vatnið er eitt það heilnæmasta og hreinasta vatn sem fyrirfinnst á jörðinni. Við finnum þessi gæði í gegnum kombucha frá Kombucha Iceland og kunnum vel að meta það. Í þriðja lagi gerir fyrirtækið ótrúlega spennandi bragðtegundir og þau eru alltaf að prufa eitthvað nýtt og spennandi.“

Engifer kombucha hefur lengi heillað kombuchaunnendur á Íslandi, enda ferskur, bragðgóður og svalandi.

 

Að sögn þeirra beggja eru þær mjög hrifnar af bragðtegundunum frá Kombucha Iceland. „Við eigum okkur mörg uppáhaldsbrögð, og maður tekur tímabil í hverri bragðtegund fyrir sig. En mér þykir melónu og myntu kombucha og líka spirulina kombucha alltaf jafngóðir. Svo er engifer kombucha nú alltaf klassískur og bragðgóður,“ segir Dagný, og Eva konkar kolli í samþykki.

Nánari upplýsingar á kubalubra.is, facebooksíðunni Kombucha Iceland og Instagram: kombuchaiceland.

Eftirfarandi aðilar í Reykjavík eru meðlimir í Kombucha Iceland-fjölskyldunni: Nettó| Veganbúðin| Krónan| Melabúðin| Fjarðarkaup| Heilsuhúsið| Matarbúðin Nándin| Brauð og co. og í Heimkaupum.

Kombucha fæst í mörgum spennandi bragðtegundum frá Kombucha Iceland. Framleitt úr íslensku vatni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
22.11.2022

Jethro Tull: á tónleikum í Hörpu í maí 2023

Jethro Tull: á tónleikum í Hörpu í maí 2023
Kynning
19.11.2022

Kláraðu jólagjafainnkaupin á Svörtudagstilboði Boozt

Kláraðu jólagjafainnkaupin á Svörtudagstilboði Boozt
Kynning
03.10.2022

Afmælishátíð SÁÁ á miðvikudagskvöld: Frítt inn á meðan húsrúm leyfir

Afmælishátíð SÁÁ á miðvikudagskvöld: Frítt inn á meðan húsrúm leyfir
Kynning
30.09.2022

Áttir þú Milletúlpu í denn?

Áttir þú Milletúlpu í denn?
Kynning
16.09.2022

Háklassa snyrtivörur á Boozt á enn betra verði

Háklassa snyrtivörur á Boozt á enn betra verði
Kynning
12.09.2022

Eitt bréf á dag – einfaldara getur það ekki verið!

Eitt bréf á dag – einfaldara getur það ekki verið!