fbpx
Miðvikudagur 25.nóvember 2020
Kynning

Lærðu svo ótrúlega margt á stuttum tíma

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 4. júní 2020 09:00

Guðrún Æsa Ingólfsdóttir og Sigrún Líf Erlingsdóttir. Mynd/ Sigtryggur Ari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefþróunarnám Tækniskólans er eina námið á Íslandi sem sam­einar kennslu í vef­hönnun, viðmóti og veffor­ritun. Sigrún Líf Erlingsdóttir og Æsa Ingólfsdóttir eru í hópi nemenda sem útskrifast nú eftir tveggja ára nám og eru báðar hálfgáttaðar yfir því hvað þær hafa lært mikið á þessum stutta tíma. „Í náminu fengum við bæði góða tilsögn í því að hanna vefsíður, snjallforrit og leiki og svo lærðum við líka að forrita. Við erum því í stakk búnar til að þróa okkar eigin vöru alveg frá byrjunarpunkti til lokaútkomu. Við getum fylgt okkar eigin hugsjón og getum framkvæmt það sem okkur dettur í hug, sem er ótrúlega verðmætt,“ segir Sigrún Líf.

Eini tvöfaldi vefarinn á Íslandi

Æsa hóf fjölbreyttan námsferil sinn í Tækniskólanum árið 2013. Fyrst var það diplóma í textílhönnun og vefnaði. Næst kom upplýsingatæknifræði og því næst tók hún prentarann. Eftir það heillaðist Æsa af vefþróunarnáminu. „Ég vissi að það væru ekki margar konur í vefhönnunargeiranum miðað við fjölda. Ég ákvað því að taka slaginn og skella mér í vefþróunarnámið. Ég sé sko alls ekki eftir því, þó svo ég hafi upphaflega ætlað í ljósmyndarann. Í dag geng ég út úr vefþróunarnáminu með diplóma og starfsreynslu sem og allt mitt fyrra nám, sem opnar fyrir mér nýjar leiðir til að tvinna saman fjölbreytta menntun og vera sterkari einstaklingur á atvinnumarkaði. Næsta skref hjá mér er að taka ljósmyndanámið í Tækniskólanum og ég get ekki beðið eftir að fá tækifæri til þess að hnýta allt þetta saman og vefa eitthvað stórkostlegt. En eins og er, þá er ég líklega eini tvöfaldi vefarinn á Íslandi.“

Þar sem töfrarnir gerast

Vefþróunarnámið í Tækniskólanum er þriggja anna diplómanám á háskólastigi en síðasta önnin er í formi starfsnáms. „Fyrst er vel farið í hönnun þar sem við lærum á ýmis teikniforrit. Við þjálfum augað og lærum reglur um það hvernig á að láta hluti líta vel út. Þegar það er komið færum við okkur meira í forritunina, sem er mestmegnis svokölluð framendaforritun. Þá notum við html og CSS kóðun fyrir grunninn, en svo bætist Javascript kóðun við. Það er þar sem töfrarnir gerast því Javascript gefur vefhönnuðinum tækifæri á að nota gagnvirkni sem hleypir lífi í vefsíður, snjallforrit og leiki,“ segir Sigrún.

Sigrún Líf Erlingsdóttir. Mynd/ Sigtryggur Ari.

Var alger byrjandi

Sigrún renndi alveg blint í sjóinn þegar hún skráði sig í vefþróunarnámið hjá Tækniskólanum. „Ég hafði verið í Háskólanum og þráði að komast í verklegt nám. Mér fannst vefþróunarnámið hljóma spennandi og fjölbreytt og ég sé svo sannarlega ekki eftir þessum tveimur árum. Ég kom inn í námið alveg græn á bak við eyrun og vissi varla hvað html kóðun var. En það kom ekki á sök því námið er svo vel skipulagt, hvort sem er fyrir byrjendur eða þá sem hafa áður unnið með forritun eða hönnun.“ Æsa hafði aðeins meiri grunn þegar hún byrjaði í náminu. „Ég var samt í raun ekki alveg viss um hvað ég væri að koma mér útí, nema út frá því sem ég hafði kynnst af forritun í upplýsingatæknifræði,“ segir Æsa.

Kom á óvart

„Íslendingar eiga heimsmet í netnotkun en 99% þeirra eru nettengdir og með skjá fyrir framan sig á hverjum einasta degi. Vefþróun er klárlega framtíðin og líka nútíðin, þar sem langflestir eru með snjallsíma í vasanum, spjald- far- eða heimilistölvu. Það er líka gríðarleg vöntun á fólki til að setja upp vefsíður fyrir fyrirtæki. Því hélt ég að vefþróunarnámið snerist mestmegnis um það. En á fyrstu vikunni lærðum við í raun allt sem ég hélt ég myndi læra á tveimur árum. Eftir það köfuðum við svo enn dýpra. Ég hef öðlast gríðarlegan skilning á hugbúnaðarheiminum og því hvað er á skjánum fyrir framan mann, hvernig þetta er allt uppsett og samsett. Það er alls ekki sjálfgefið að geta búið til vefkerfi, snjallforrit eða viðlíka alveg frá grunni. Og það er alveg magnað að geta búið til það sem fólk sér á skjánum á hverjum einasta degi,“ segir Æsa.

Sigrún bætir við að sér hafi aldrei liðið eins og hún væri í skóla. „Ég naut þess bara að læra. Það eru alls konar áfangar í boði þar sem maður fær útrás fyrir sköpunargáfuna en einnig línulega hugsun í forritun og fleiru. Svo er líka námskeið í frumkvöðlafræði meðfram starfsnáminu á síðustu önninni sem gefur manni verkfæri til þess að skapa sín eigin tækifæri þegar námi lýkur. Maður lærir til dæmis að búa til tekjumódel, móta stefnu og plana hvernig á að selja vöruna.“

Læra hvort af öðru

„Samnemendur mínir komu úr öllum áttum og við lærðum þrælmikið af hverju öðru. Þarna voru grafískir hönnuðir sem vildu bæta forritun við sinn þekkingarbrunn. Aðrir höfðu bakgrunn í kóðun og vildu bæta við sig fagurfræðilega vinklinum. Svo voru líka nýútskrifaðir nemendur úr menntaskóla. Það gefst rými til þess að finna sína eigin leið og leggja áherslu á það sem maður hefur mestan áhuga á. Flest verkefnin eru unnin í hópum sem gefa tækifæri til enn meiri sérhæfingar. Kennararnir eru flestir opnir fyrir tillögum frá nemendum og ef það var eitthvað sem okkur langaði að skoða betur, en var ekki á námsskránni, þá var einfandlega fenginn gestafyrirlesari til þess að kynna efnið fyrir okkur.“

Lokaverkefni Sigrúnar

Náminu lýkur á einnar annar starfsnámi. „Það er afar verðmæt reynsla að fá að kynnast atvinnulífinu með því að vinna lokaverkefni í samstarfi við starfandi fyrirtæki. Bekknum var skipt upp í þrjá hópa og völdum við eitt af þremur verkefnum sem komu frá fyrirtækjum. Minn hópur valdi verkefni frá Stefnu hugbúnaðarhúsi sem fólst í því að hanna og forrita snjallforrit í síma fyrir spurningaleik. Það þurfti að vera hægt að búa til spurningar, svara, deila og biðja aðra um að taka þátt í.“

Sigrún segir að nemendur úr vefþróunarnáminu séu vel í stakk búnir til þess að fara beint á vinnumarkaðinn. „Það er raunin með flesta nemendur sem hafa útskrifast úr þessu námi. Það kom mér líka virkilega á óvart hvað ég er búin að læra ótrúlega mikið á þessum stutta tíma. Á þessum tveimur árum náðum við að kafa ótrúlega djúpt í fjölbreytt viðfangsefni og mér finnst það alveg magnað að ég, sem var alger grænjaxl í faginu, hafi getað forritað heilt app sem virkar og er hægt að nota.“

Æsa Ingólfsdóttir. Mynd/Sigtryggur Ari

Lokaverkefni Æsu

Æsa vann einnig með tveimur öðrum bekkjarsystrum að lokaverkefni sem fólst í því að endurhanna og forrita birgðaskrá fyrir einstaklinga sem og lítil eða meðalstór fyrirtæki, til að halda utan um eignir og viðhald á þeim. „Við komum allar þrjár með okkar eigin styrkleika sem nýttust vel inn í verkefnið. Það var mjög gaman að taka hugmynd sem var nú þegar til og endurskipuleggja, endurhanna og endurgera. Það var líka krefjandi að búa til notendavænt og aðlaðandi kerfi úr einhverju sem er venjulega þurrt upplýsingaform, eins og excel skrá. Ég komst að því í náminu að minn áhugi liggur í mannlegu hliðinni, þ.e. að hugsa um teymið, skipuleggja, setja upp notendaprófanir og spá í notendahegðun til að besta þá vöru sem verið er að þróa. Ég hef líka mikinn áhuga á upplýsingaöflun sem er lykillinn að góðri vöru. Það er svo mikilvægt að samtivinna það sem viðskiptavinurinn hefur í huga með því sem notandinn vill. Því ef enginn notandi vill nota flottu vöruna sem var búin til fyrir viðskiptavininn, er þá eitthvað gagn að henni?“

Umsókn­ar­frestur í vefþróunarnám Tækniskólans er til 15. júní 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
07.10.2020

Citroën keyrir á rafmagnið

Citroën keyrir á rafmagnið
Kynning
06.10.2020

Ekki láta gluggaskiptin sitja á hakanum lengur

Ekki láta gluggaskiptin sitja á hakanum lengur
Kynning
24.09.2020

Nýr Volkswagen ID.4: Fullvaxinn 100% rafdrifinn fjölskyldubíll heimfrumsýndur!

Nýr Volkswagen ID.4: Fullvaxinn 100% rafdrifinn fjölskyldubíll heimfrumsýndur!
Kynning
23.09.2020

Forsýning í Brimborg: Nýi Mazda MX-30 rafbíllinn

Forsýning í Brimborg: Nýi Mazda MX-30 rafbíllinn
Kynning
18.09.2020

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
26.08.2020

60,8% rafbílar og tengiltvinnbílar hjá Brimborg

60,8% rafbílar og tengiltvinnbílar hjá Brimborg
Kynning
24.08.2020

457 hestafla rafmagnaður tengiltvinn Explorer PHEV

457 hestafla rafmagnaður tengiltvinn Explorer PHEV
Kynning
12.08.2020

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi
Kynning
11.08.2020

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi