fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

70 ára afmælistónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands: Hlustaðu á Sinfó í beinni útsendingu í kvöld kl. 19:30!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 5. mars 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars 2020 verða 70 ár liðin frá því að Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt sína fyrstu tónleika. Af því tilefni verður efnt til hátíðartónleika þar sem hljóma stórvirki eftir Sibelius og Mahler, en einnig sjaldheyrt verk eftir Pál Ísólfsson sem var frumkvöðull í íslensku tónlistarlífi og einn helsti hvatamaður þess að Sinfóníuhljómsveitin var stofnuð á sínum tíma. Uppselt er orðið á afmælistónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands en þeir verða teknir upp í mynd og streymt beint á vef hljómsveitarinnar sinfonia.is á fimmtudaginn 5. mars kl. 19:30.

Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar eftir Pál Ísólfsson er sérlega áheyrileg og skemmtileg leikhústónlist, samin við leikgerð sem Halldór Laxness gerði úr sögum og ljóðum Jónasar á hundrað ára ártíð listaskáldsins góða árið 1945.

Páll Ísólfsson.

Innblásið augnablik

Fáir kunnu betur listina að semja fyrir stóra sinfóníuhljómsveit en Gustav Mahler. Fyrsta sinfónía hans, Sinfónía nr. 1, var metnaðarfull frumraun og upphafstaktar hennar eru að mati tónlistarrýnis The Guardian „eitt innblásnasta augnablik í gjörvallri sinfónískri tónlist 19. aldar“. Í verkinu hljómar einnig meðal annars glaðvær sveitatónlist og sorgarmars sem byggður er á laginu Meistari Jakob. Lokataktarnir eru með því stórfenglegasta sem gert hefur verið í sinfónískri tónlist fyrr og síðar.

 

Meðal fremstu fiðluleikara

Hinn ítalski Augustin Hadelich hefur á síðustu árum skipað sér í fremstu röð fiðluleikara á heimsvísu. Tímaritið Musical America útnefndi hann hljóðfæraleikara ársins 2018 en skömmu áður hlaut hann sín fyrstu Grammy-verðlaun. Sumarið 2018 kom hann líka í fyrsta sinn fram á tónlistarhátíðinni víðfrægu í Salzburg og lék þar einmitt konsert Sibeliusar. Augustin Hadelich leikur Fiðlukonsert Jean Sibeliusar á fiðlu sem Giuseppe Guarneri del Gesù smíðaði árið 1744 („Leduc, ex Szeryng“), sem ónefndur velgjörðarmaður hefur falið honum til yfirráða gegnum Tarisio-stofnunina.

Augustin Hadelich.

Frábær stjórnandi

Um tónsprotann heldur hin finnska Eva Ollikainen, sem vakti feykilega athygli fyrir glæsilega tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands í febrúar 2019. Eva hefur verið ráðin í stöðu aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands og tekur við stöðunni í byrjun starfsársins 2020/21.

Eva Ollikainen.

Hlustum, heillumst og fögnum 70 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg á fimmtudaginn 5. mars. Fylgstu með tónleikunum í beinni útsendingu á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sinfonia.is. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 19:30.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum