fbpx
Þriðjudagur 07.apríl 2020
Kynning

Jóhannesarpassía í Hallgrímskirkju í kvöld!: „Ekki enn orðinn svo vitfirrtur að ég beri mig saman við Jesú Krist“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 2. mars 2020 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannesarpassía Bachs í búningi fyrir tenór sóló, sembal, orgel og slagverk, verður flutt í Hallgrímskirkju á miðvikudaginn 4. mars klukkan 20:00. Um er að ræða afar óvenjulega og spennandi útfærslu á Jóhannesarpassíu J.S. Bachs sem unnið hefur hug áhorfenda og gagnrýnenda víðsvegar í Evrópu. Benedikt Kristjánsson, hugmyndasmiður uppfærslunnar og söngvari í verkinu segir frá tónleikunum.

„Þetta er afar óhefðbundin uppfærsla á Jóhannesarpassíu Johanns Sebastian Bachs. Verkið samdi Bach fyrir hljómsveit, kór og stjórnanda, en við erum að setja verkið upp fyrir einn söngvara, slagverksleikara sem og sembal- og orgelleikara. Tónleikagestir munu fá nótur í hendurnar og er boðið að taka þátt í sálmasöngnum sem tilheyrir verkinu. Það má segja að við séum að sjóða verkið niður á nýstárlegan hátt. Ég hvet alla tónlistarunnendur sem og kóráhugafólk til þess að mæta á miðvikudaginn,“ segir Benedikt.

Benedikt Kristjánsson, tenórsöngvari, syngur og stjórnar tónleikagestum í sálmasöng. Elina Albach spilar á sembal- og orgel og Philipp Lamprecht spilar á slagverk.

 

Benedikt Kristjánsson er fæddur 1987 á Húsavík. Hann hóf söngnám 16 ára gamall við Söngskólann í Reykjavík hjá Sibylle Köll og síðan Margréti Bóasdóttur. Eftir að hafa lokið framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 2007 undir handleiðslu Margrétar stundaði hann nám við „Hanns Eisler“ tónlistarháskólann í Berlín, þar sem aðalkennari hans var Prof. Scot Weir. Hann útskrifaðist þaðan árið 2015. Benedikt hefur hlotið fjölda aðlþjóðlegra verðlauna og viðurkenninga fyrir söng sinn og hefur sungið með hljómsveitum eins og Deutsche Kammerphilharmonie Bremen, Staatskapelle Berlin, Dresdner Barockorchester, Freiburger Barockorchester og Gaechinger Cantorey. Þá hefur hann komið fram sem einsöngvari í mörgum af stærstu tónleikahúsum heims, eins og Fílharmoníunni í Berlín, Concertgebouw Amsterdam, Chapelle Royal í Versölum og í Walt-Disney Hall í Los Angeles.

 

Söfnuðurinn átti alltaf að syngja

Þess má geta Bach samdi sínar Passíur með það í huga að söfnuðurinn syngi með í sálmasöngnum, enda var verkið upprunalega samið til flutnings í messu fyrir kirkjugesti. Í guðspjalli Jóhannesar í Biblíunni eru lykilpersónurnar guðspjallamaðurinn, Jesús, Pílatus, Pétur, Barrabas og gyðingarnir. J.S Bach bætir við persónu í sínum tónsmíðum, sem er söfnuðurinn. Með þessu brýtur hann „fjórða vegginn“ milli áhorfenda og flytjenda og gerir okkur öll af þátttakendum í píslarsögu Krists. Í Hallgrímskirkju á miðvikudaginn er tilvalið tækifæri fyrir kórafólk á Íslandi að taka þátt í samsöng á tónleikunum.

 

Jóhannesarpassían átti einfaldlega við

Benedikt hefur komið fram víðsvegar um Evrópu og í Bandaríkjunum sem guðspjallamaður í passíum J.S Bach, og öðrum óratoríum. „Þó svo útfærslan á tónleikunum sé mín hugmynd, kom frumkvæðið frá Steven Walter, sem leiðir Podium Eslingen, en Walter er þekktur fyrir framúrstefnulegar áherslur og tilraunakenndar útsendingar á klassískri tónlist. Ég valdi að nota Jóhannesarpassíu Bachs að hluta til vegna þess að verkið er eitt af mínum uppáhalds verkum, en einnig vegna þess að verkið bauð upp á það. Bach skrifaði t.d. aðra stóra passíu, Matteusarpassíuna, en ég sá ekki fram á að það verk myndi koma jafn vel út og Jóhannesarpassían.“

 

Virt tónlistarverðlaun í Þýskalandi

Verkefnið hlaut nýlega hin virtu Opus Klassik-verðlaun í flokknum Framsæknir tónleikar í Berlín í október 2019. Á meðal annarra þekktra verðlaunahafa má nefna Víkingur Heiðar Ólafsson, Mariss Jansons, Vínarfílharmonían, Orchestra of the Age of Enlightment, Kim Kaskashian og Jonas Kaufman.

Verkið hefur verið flutt á fjölda stöðum meðal annars í Þýskaland og Hollandi. Eftir tónleikana í Hallgrímskirkju mun þríeykið halda áfram að flytja verkefnið á stórum festivölum eins og Bach fest í Leipzig í júní, sem er stærsta Bach hátíð í heimi. Einnig verða tónleikar í nýja tónleikahúsinu í Hamborg, Elbphilharmonie í maí og víðsvegar í Evrópu, sem segir aldeilis nokkuð um það af hvaða gæðum þessi uppfærsla er.

Einn á krossinnum en ekki vitfirrtur enn

„Ég er virkilega spenntur að flytja verkið enda söng ég einmitt Jóhannesarpassíuna í fyrsta sinn fyrir níu árum í Hallgrímskirkju. Það var jafnframt mitt fyrsta alvöru tækifæri sem 23 ára gamall einsöngvari. Það er virkilega gaman að koma með þetta verkefni á heimavöll.“ Að sögn er Benedikt bjartsýnn og býst við því að tónleikagestir taki vel undir í sálmasöngnum. „Verkefnið hefur gengið gríðarlega vel allstaðar þar sem við höfum flutt það. Áhorfendur eru stórhrifnir og við höfum fengið virkilega góða dóma frá gagnrýnendum. Í einni gagnrýni var yfirskriftin “Allein am Kreuz” eða „Einn á krossinum“. Jesús var vissulega einn á krossinum og þjáðist einn á leiðinni á honum. Sjálfur er ég ekki enn orðinn svo vitfirrtur að ég beri mig saman við Jesú Krist, en vissulega stendur bara einn söngvari fyrir framan gestina, og syngur þetta stórvirki Bachs. Ég hef mikla trú á gestum okkar á miðvikudaginn enda eru Íslendingar almennt mjög söngelsk þjóð.“

Jóhannesarpassía Bachs í búningi fyrir tenór sóló, sembal, orgel og slagverk verður, eins og áður sagði, flutt á tónleikum í Hallgrímskirkju, miðvikudaginn 4. mars kl. 20:00. Eingöngu verða í boði þessir einu tónleikar. Tryggðu þér miða á þessa einstöku tónlistarupplifun á tix.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 vikum

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 3 vikum

Þökk sé Heitum gólfum heyra kaldar tær sögunni til

Þökk sé Heitum gólfum heyra kaldar tær sögunni til
Kynning
Fyrir 3 vikum

Bílmálning: Glæsilegt réttingar- og sprautuverkstæði

Bílmálning: Glæsilegt réttingar- og sprautuverkstæði
Kynning
Fyrir 3 vikum

GSG: Málun á bílastæðum, malbiksviðgerðir, vélsópun og rafhleðslustöðvar

GSG: Málun á bílastæðum, malbiksviðgerðir, vélsópun og rafhleðslustöðvar
Kynning
Fyrir 4 vikum

Út við himinbláu sundin: Tímaferðalag í gegnum tónlist í Salnum 14. mars

Út við himinbláu sundin: Tímaferðalag í gegnum tónlist í Salnum 14. mars
Kynning
07.03.2020

Iðunn og eplin og ævintýrið um Dimmalimm: Stórskemmtilegar leiksýningar á vegum Kómedíuleikhússins

Iðunn og eplin og ævintýrið um Dimmalimm: Stórskemmtilegar leiksýningar á vegum Kómedíuleikhússins