fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
Kynning

Fresturinn til þess að skrá raunverulegan eiganda er til 1. mars 2020

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 21. febrúar 2020 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi setti ný lög í júní síðastliðinn um að allir lögaðilar, sem stunda atvinnurekstur hér á landi eða eru skráðir í fyrirtækjaskrá, séu skyldugir til að afla upplýsinga um og skrá raunverulegan eiganda fyrir 1. mars 2020. Þar með talin eru öll fyrirtæki, félagasamtök svo sem kórar og íþróttafélög, útibú erlendra hlutafélaga og einkahlutafélaga og fleira. Á vef Skattsins má finna upptalningu á þeim aðilum sem falla undir lögin. Í vafatilvikum sker ríkisskattstjóri úr um það hvort aðili eða flokkur aðila heyrir undir lög þessi eður ei. Almennt séð eru þó stofnanir og fyrirtæki í 100% eigu ríkis og sveitarfélaga sem og lögaðilar sem skráðir eru á skipulegum markaði samkvæmt skilgreiningu laga um kauphallir, undanþegnir skráningu raunverulegs eiganda.

 

Aðgerðir gegn peningaþvætti

Setning laganna er liður í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Til þess að auka gagnsæi er mikilvægt að það liggi ætíð skýrt fyrir hver sé rauverulegur eigandi og fer með yfirráð í félaginu. Um er að ræða innleiðingu á Evróputilskipun sem segir að öll Evrópuríki skuli innleiða skráningu raunverulegs eiganda. Nú þegar hafa fjöldi ríkja í Evrópu innleitt þessa tilskipun í sína löggjöf og hafið skráningu raunverulegra eigenda.

Öll félög sem stofnuð hafa verið frá og með 31. ágúst 2019 hafa skilað inn upplýsingum um raunverulega eigendur. Einnig hefur Skatturinn tekið á móti tilkynningum um raunverulega eigendur þegar skráðra félaga af fullum þunga frá í janúarbyrjun.

Fresturinn til þess að skrá raunverulegan eiganda er til 1. mars 2020. Þau fyrirtæki og félagasamtök sem skrá ekki raunverulegan eiganda fyrir þann tíma geta átt von á dagsektum í kjölfarið.

Eftir að frestur til skráningar rennur út verður eftirlit haft með skráningum. Ef skráning telst ófullnægjandi eða fylgigögnum er ábótavant, þá verður óskað eftir því að lögaðili veiti skýringar og eftir atvikum, leiðrétti skráningu og fylgigögn.

Hvað er raunverulegur eigandi?

Raunverulegur eigandi er sá einstaklingur, einn eða fleiri, sem á meira en 25% eignahlut eða atkvæðisrétt í lögaðila. Allir þeir sem eiga meira en 25% eignahlut eða atkvæðavægi í lögaðila skulu vera skráðir sem raunverulegir eigendur. Ef eignahlutfall lögaðila er of dreift þannig að enginn einstaklingur á meira en 25%, eða ef ekki tekst að finna raunverulegan eiganda, skal skrá þá eða þann sem stjórnar starfsemi lögaðila.

 

Hvernig skrái ég mig sem raunverulegan eiganda?

Skráningarferlið fer fram rafrænt með rafrænum skilríkjum. Það er því nauðsynlegt að vera með rafræn skilríki til þess að skrá raunverulegan eiganda. Ekki er nauðsynlegt að raunverulegur eigandi skrái sig sjálfur, en þó er nauðsynlegt að skráningaraðili sé með skilgreint hlutverk í félaginu. Ferlið er svo:

  1. Skráningaraðili skráir sig inn með persónulegum rafrænum skilríkjum á vef Skattsins.
  2. Þar getur hann tengst viðkomandi félagi og fær möguleika á því að skrá raunverulegan eiganda félags.
  3. Einnig skulu fylgja fullnægjandi skjöl og gögn sem sýna og sanna skráningu á raunveruleigum eiganda. Slík gögn geta verið hlutafjármiðar, ársreikningar og stofnsamningar, einnig félagssamningar í tilfelli sameignafélaga og samlagsfélaga. Félagið ber sjálft ábyrgð á hvaða gögn það telur vera fullnægjandi til að staðfesta skráninguna.
  4. Þegar skráningu lýkur þurfa raunverulegir eigendur að undirrita sjálfir með notkun persónulegra rafrænna skilríkja.

 

Við skráningu raunverulegs eiganda skal veita upplýsingar um:

  1. nafn,
  2. lögheimili,
  3. kennitölu eða TIN númer ef um erlendan ríkisborgara er að ræða,
  4. ríkisfang,
  5. eignarhlut, tegund eignarhalds og atkvæðavægi,
  6. gögn sem staðfesta veittar upplýsingar og sýna fram á að viðkomandi sé raunverulegur eigandi.

 

Hvað ef ég get ekki útvegað rafræn skilríki?

Í þeim tilfellum sem skráningaraðili getur ekki aflað sér rafrænna skilríkja af einhverjum ástæðum getur Skatturinn veitt undanþágu frá rafrænni skráningu. Undantekningin felst í því að hægt er þá að skila inn eyðublaði RSK 17.27 útprentuðu á skrifstofu Skattsins eða með tölvupósti.

Skráðu raunverulegan eiganda áður en fresturinn rennur út þann 1. mars næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 vikum

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna
Kynning
Fyrir 3 vikum

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum
Kynning
Fyrir 3 vikum

Baldur Halldórsson: Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð

Baldur Halldórsson: Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð
Kynning
Fyrir 3 vikum

Tunglskin.is er með hágæða raftæki á frábæru verði: Öflugasti sími í heimi væntanlegur í vefverslun

Tunglskin.is er með hágæða raftæki á frábæru verði: Öflugasti sími í heimi væntanlegur í vefverslun
Kynning
Fyrir 4 vikum

Goddi: Vantar ekki góðan, heitan pott eða sánaklefa á goðorðið þitt?

Goddi: Vantar ekki góðan, heitan pott eða sánaklefa á goðorðið þitt?
Kynning
Fyrir 4 vikum

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot
Kynning
08.03.2020

LED húsnúmer geta bjargað lífum!

LED húsnúmer geta bjargað lífum!
Kynning
07.03.2020

Metnaður í Menningarhúsunum í Kópavogi

Metnaður í Menningarhúsunum í Kópavogi