fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Þ. Þorgrímsson & Co: Hreinlegar lausnir og auðveld uppsetning

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 13:00

FIBO baðplötur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þ. Þorgrímsson & Co er gamalgróin byggingavöruverslun, heildsala og smásala sem þjónustar byggingamarkaðinn með sölu og þjónustu á hvers konar byggingavörum til klæðninga á loftum og veggjum innan- sem utanhúss. Einnig býður fyrirtækið upp á flísaplötur sem eru auðveldar í uppsetningu sem og kork á gólf. Að auki sérhæfir fyrirtækið sig í hljóðeinangrun fyrir híbýli, verslanir, skrifstofur og iðnaðinn jafnt sem hitaeinangrun fyrir frystiiðnaðinn.

„Við flytjum okkar byggingarefni inn sjálfir beint frá framleiðendum, beggja vegna Atlantshafsins. Einnig leiðbeinum við fólki varðandi uppsetningu og getum bent á viðeigandi iðnaðarmenn varðandi uppsetningu. Véladeildin hefur svo fylgt okkur í gegnum árin þar sem við þjónustum ýmiss konar múrverkfæri svo sem steypuvíbratora, slípivélar o.þ.h., svo eitthvað sé nefnt,“ segir Ólafur Traustason hjá Þ. Þorgrímsson & Co.

 

Hreinleg lausn og engin fúga

„Við erum líklega þekktastir fyrir FIBO-baðplöturnar sem hafa slegið í gegn undanfarið. Þetta eru stórsniðugar, slitsterkar og höggþolnar plötur sem eru auðveldar í uppsetningu og til í fjöldamörgum útfærslum. Mislitun og óhreinindi í fúgum eru ekki vandamál þar sem það þarf ekki fúgu við uppsetningu platnanna. Yfirborðið þolir einnig mikinn vatnsþrýsting og hitasveiflur og allar plöturnar eru með Aqualock-lásum á langhliðum. Plöturnar eru til í ýmsum litum, með ýmiss konar áferð og útlit og hefur sjónsteypu-útlitið sérstaklega verið að sækja á hjá yngri kynslóðinni,“ segir Ólafur.

Þ. Þorgrímsson
FIBO-baðplötur

Flott hönnun og gæði fara saman við gerð FIBO-baðplatnanna. Þær eru hreinlegasta og auðveldasta efnið til að nota á veggi í baðherbergi en henta einnig vel fyrir eldhús, skóla, sjúkrahús, rannsóknarstofur, matvælaiðnað, íþróttahús, búningsherbergi og alls staðar þar sem kröfur um mikið hreinlæti eru gerðar.

 

Korkur á gólfin

Korkur er sívinsælt gólfefni enda slitsterkur, fallegur og mjúkur. Korkurinn er ekki eingöngu þessi gamli brúni sem við þekkjum flest frá barnæsku, þó svo að hann sé vissulega ennþá hægt að fá. Í dag fæst hann í ýmiss konar útfærslu sem passar inn í öll herbergi. Hann fæst með viðarútliti, marmaraútliti o.fl. Einnig má fá korkinn vatnsþolinn, þannig að hægt er að vera með sama gólfefnið á öllum gólfum, hvort sem er í stofunni, eldhúsinu eða baðherberginu.

Þ. Þorgrímsson
HydroCork á gólf. Vatnsþolið og slitsterkt gólfefni.

Ekkert spartl, ekkert vesen

Þ. Þorgrímsson býður einnig upp á sniðugar Walls2Paint-plötur á veggi. Um er að ræða spónaplötur með samsetningu svipaða og er á parketi. Samskeytin hverfa algerlega við uppsetningu. Plöturnar koma grunnaðar frá verksmiðju og það þarf ekkert annað að gera en að skrúfa þær upp og mála. „Það er til dæmis mjög vinsælt að smíða milliveggi úr Walls2Paint og sleppa þannig við alla spartlvinnuna sem annars væri eftir,“ segir Ólafur.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu www.thco.is

Ármúli 29, 108 Reykjavík (Borgarmiðjan)

Sími: 512-3360

Netpóstur: thco@thco.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum