fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Kynning

FISH PARTNER: Ástríða fyrir veiði

Kynning

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur Fish Partner, Gunnar Örn Petersen, Kristján Páll Rafnsson og Sindri Hlíðar Jónsson, hafa áratuga reynslu af stangveiði, leiðsögn og skipulagningu veiðiferða. Það er ástríða fyrir veiði sem rekur þá félaga áfram og er óhætt að segja að þeir séu í draumastarfinu. Þeir þreytast aldrei á því að kanna nýjar veiðilendur og kynna ný svæði fyrir veiðimönnum. Þau svæði sem Fish Partner býður upp á eru rjóminn af því sem þeir félagar hafa uppgötvað.

 

SILUNGSVEIÐI

FISH PARTNER BÝÐUR UPP Á ÚRVAL VEIÐISVÆÐA MEÐ URRIÐA OG BLEIKJU. SILUNGSVEIÐI ER SÉRSVIÐ FÉLAGSINS. BOÐIÐ ER UPPÁ VEIÐI Á NOKKRUM AF FALLEGUSTU SVÆÐUM LANDSINS.

 

Þingvallavatn – Villingavatnsárós „Eitt magnaðasta urriðasvæði í veröldinni“ Villingavatnsárós er magnaðasta urriðasvæði Þingvallavatns. Eins og nafnið gefur til kynna á Villingavatnsá ós á svæðinu og urriðinn leitar í ósinn til að melta fæðu. Svæðið getur gefið ótrúlega veiði og mikið er af stórum fiski.

Villingavatn (Tjörnin) „Lítið en leynir verulega á sér“ Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.

Tungnaá „Sjónveiði í kristaltærri hálendisá“ Tungnaá er frekar lítil á og umhverfi hennar er mjög sérstakt þar sem hún liðast kristaltær niður stórbrotinn jökulfarveg. Mögnuð bleikjuveiði getur verið í ánni.

Blöndukvíslar „Víðáttur óbyggðanna“ Vatnasvæðið ofan Blöndulóns samanstendur af sjö ám og ótal lækjum sem renna í lónið eða Blöndu. Krefjandi svæði fyrir ævintýragjarna veiðimenn.

Þingvallavatn – Kárastaðir „Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns“ Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn, skammt frá ósum Öxarár sem er helsta hrygningarstöð Þingvallavatns-urriðans. Urriðinn sveimar um svæðið í torfum á vorin og getur veiðin orðið ævintýraleg ef menn hitta á eina slíka.

Þingvallavatn – Svörtuklettar „Mögnuð kvöld við Svörtukletta“ Svörtuklettar eru í landi Heiðarbæjar 2 við norðvesturhluta Þingvallavatns. Móakotsá á ós á svæðinu og leitar urriðinn oft í ósinn til að melta og í fæðuleit. Svæðið er þekkt fyrir stóran urriða en þeir ferðast í torfum með ströndinni.

Þingvallavatn – Kaldárhöfði „Spennandi kostur í urriða og bleikju“ Kaldárhöfði er syðsta veiðisvæðið í Þingvallavatni og nyrsta svæðið í Úlfljótsvatni. Um er að ræða mjög fjölbreytt svæði sem bæði býður upp á urriða- og bleikjuveiði.

Kaldakvísl „Leynd perla á hálendinu“ Kaldakvísl geymir ótrúlegan bleikjustofn og geta stærstu bleikjurnar orðið allt að 10 pundum. Ekki er óalgengt að menn setji í 5–6 punda fiska. Í Köldukvísl er einnig að finna urriða sem líka getur orðið mjög stór.

Syðra-Fjall í Laxá í Aðaldal „Paradís þurrfluguveiðimannsins“ Syðra-Fjall í Laxá í Aðaldal er skemmtilegt silungasvæði með laxavon.

LAXVEIÐI

ÞÓ SVO AÐ SILUNGSVEIÐI SÉ SÉRSVIÐ FISH PARTNER ÞÁ BÝÐUR FÉLAGIÐ EINNIG UPP Á SPENNANDI KOSTI Í LAXVEIÐI.

 

Gljúfurá „Skemmtileg laxveiði“ Gljúfurá er nett og falleg þriggja stanga á í Húnavatnssýslu. Veiðistaðir í Gljúfurá eru hver öðrum fallegri og mjög fjölbreyttir. Lax, bleikja og sjóbirtingur gengur í Gljúfurá og þar er einnig staðbundinn urriði.

Sandá í Þjórsárdal „Haustveiði í stórbrotnu umhverfi“ Þessi tveggja stanga perla rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal. Áin er hliðará Þjórsár og er ein af aðal hrygningarstöðvum laxins í efri Þjórsá.

Árbót í Laxá í Aðaldal „Drottningin“ Laxá í Aðaldal, eða Drottningin eins og hún er gjarnan kölluð, er öllum íslenskum veiðimönnum kunn. Áin er þekkt fyrir að geyma stóra laxa og ógrynni af vænum urriða. Árbót er stórskemmtilegt laxa- og urriðasvæði á austurbakka Laxár, gegnt Nessvæðinu og Laxárfélagssvæðinu.

 

ÖNNUR SVÆÐI.

Hamrar í Hvítá.

Geldingatjörn.

Kvíslarveita

Sporðöldulón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum